Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 10:28 Leikmenn Vipers þurfa að finna sér nýtt félag til að spila fyrir. EPA-EFE/Tor Erik Schroder Norska handboltafélagið Vipers frá Kristiansand er endanlega orðið gjaldþrota. Tilraunir til að bjarga félaginu í haust báru á endanum ekki árangur. Vipers hefur orðið norskur meistari undanfarin sjö ár og vann Meistaradeildina þrjú ár í röð (2021-23). Meðal þekktra leikmanna liðsins má nefna norsku landsliðsmarkverðina Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel, sænsku landsliðskonuna Jaminu Roberts og Lois Abbingh frá Hollandi. Tilkynning stjórnenda Vipers í dag, um að starfsemi félagsins yrði hætt og það tekið til gjaldþrotaskipta, er óvænt þrátt fyrir fjárhagsvandræði því svo virtist í haust sem að tekist hefði að bjarga félaginu. Stjórnendur höfðu þá sagt að félagið þyrfti 25 milljónir norskra króna til að forðast gjaldþrot, en enduðu á að lýsa yfir gjaldþroti áður en nýr fjárfestahópur kom svo inn og hélt félaginu á floti. Lifðu um efni fram og fóru of seint í að rétta af reksturinn Það reyndist hins vegar skammgóður vermir eins og fyrr segir. Ekki tókst að tryggja rekstur félagsins út yfirstandandi leiktíð auk þess sem félagið glímir við lausafjárskort, segir í tilkynningu frá Vipers um gjaldþrotið í dag. Íþróttafréttamaður norska ríkismiðilsins NRK, Jan Petter Saltvedt, segir tíðindin ergileg: „Fyrst og fremst fyrir hönd þeirra leikmanna sem fengu nýja von nú síðast í haust. En einnig fyrir hönd allra þeirra sem töldu að varanleg lausn væri í raun möguleg. Það eru margir sem telja sig svikna í dag.“ Fyrrverandi stjórnarformaður Vipers, Peter Gitmark, segir við NRK: „Þetta er óendanlega sorglegt. Aðalvandamálið er að félagið hefur um nokkurt skeið eytt meiri peningum en félagið átti og grundvöllur var fyrir. Menn lifðu um efni fram og það var farið í það of seint að snúa rekstrinum við,“ sagði Gitmark. Norski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Vipers hefur orðið norskur meistari undanfarin sjö ár og vann Meistaradeildina þrjú ár í röð (2021-23). Meðal þekktra leikmanna liðsins má nefna norsku landsliðsmarkverðina Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel, sænsku landsliðskonuna Jaminu Roberts og Lois Abbingh frá Hollandi. Tilkynning stjórnenda Vipers í dag, um að starfsemi félagsins yrði hætt og það tekið til gjaldþrotaskipta, er óvænt þrátt fyrir fjárhagsvandræði því svo virtist í haust sem að tekist hefði að bjarga félaginu. Stjórnendur höfðu þá sagt að félagið þyrfti 25 milljónir norskra króna til að forðast gjaldþrot, en enduðu á að lýsa yfir gjaldþroti áður en nýr fjárfestahópur kom svo inn og hélt félaginu á floti. Lifðu um efni fram og fóru of seint í að rétta af reksturinn Það reyndist hins vegar skammgóður vermir eins og fyrr segir. Ekki tókst að tryggja rekstur félagsins út yfirstandandi leiktíð auk þess sem félagið glímir við lausafjárskort, segir í tilkynningu frá Vipers um gjaldþrotið í dag. Íþróttafréttamaður norska ríkismiðilsins NRK, Jan Petter Saltvedt, segir tíðindin ergileg: „Fyrst og fremst fyrir hönd þeirra leikmanna sem fengu nýja von nú síðast í haust. En einnig fyrir hönd allra þeirra sem töldu að varanleg lausn væri í raun möguleg. Það eru margir sem telja sig svikna í dag.“ Fyrrverandi stjórnarformaður Vipers, Peter Gitmark, segir við NRK: „Þetta er óendanlega sorglegt. Aðalvandamálið er að félagið hefur um nokkurt skeið eytt meiri peningum en félagið átti og grundvöllur var fyrir. Menn lifðu um efni fram og það var farið í það of seint að snúa rekstrinum við,“ sagði Gitmark.
Norski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira