Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. janúar 2025 06:57 Framan af gekk erfiðlega að ná tökum á eldunum og fjöldi hefur misst heimili sín. Getty/Anadolu/Tayfun Coskun Tala látinna í eldunum í Los Angeles borg í Bandaríkjunum er nú kominn í 24 og er sextán hið minnsta saknað. Eldarnir brenna nú aðallega á þremur stöðum og þykir slökkvistarf hafa gengið nokkuð vel um helgina, miðað við stærð verkefnisins. Þó bætast nýir eldar einnig við og í gær tókst slökkviliði að koma í veg fyrir að eldur færi í rannsóknarmiðstöð NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, þar sem unnið er að þróun á þotuhreyflum fyrir geimferðir. Um háleynilegt verkefni er að ræða sem staðsett er í miðju skóglendi og þykir kraftaverki líkast að tekist hafi að bjarga byggingunum á svæðinu, svo mikill var eldurinn. Slökkviliðsmenn úr nálægum ríkjum hafa mætt til að aðstoða og einnig frá Mexíkó og Kanada. Vindinn hefur líka lægt nokkuð síðustu daga sem auðveldar slökkviliðsmönnum vinnu sína. Nú vara veðurfræðingar hinsvegar við því að vindurinn fari vaxandi á ný og að það verði vindasamt vel fram í miðja vikuna. Hin látnu hafa langflest dáið í tveimur stærstu eldunum. Sextán hafa fundist þar sem Eaton eldurinn brennur og átta á Palisades svæðinu. Þrátt fyrir þessa slæmu veðurspá næstu daga hefur verið ákveðið að skólahald í borginni hefjist að nýju í dag. Náttúruhamfarir Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Tengdar fréttir Alls sextán látin í eldunum Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. 12. janúar 2025 10:15 Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. 11. janúar 2025 16:03 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Eldarnir brenna nú aðallega á þremur stöðum og þykir slökkvistarf hafa gengið nokkuð vel um helgina, miðað við stærð verkefnisins. Þó bætast nýir eldar einnig við og í gær tókst slökkviliði að koma í veg fyrir að eldur færi í rannsóknarmiðstöð NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, þar sem unnið er að þróun á þotuhreyflum fyrir geimferðir. Um háleynilegt verkefni er að ræða sem staðsett er í miðju skóglendi og þykir kraftaverki líkast að tekist hafi að bjarga byggingunum á svæðinu, svo mikill var eldurinn. Slökkviliðsmenn úr nálægum ríkjum hafa mætt til að aðstoða og einnig frá Mexíkó og Kanada. Vindinn hefur líka lægt nokkuð síðustu daga sem auðveldar slökkviliðsmönnum vinnu sína. Nú vara veðurfræðingar hinsvegar við því að vindurinn fari vaxandi á ný og að það verði vindasamt vel fram í miðja vikuna. Hin látnu hafa langflest dáið í tveimur stærstu eldunum. Sextán hafa fundist þar sem Eaton eldurinn brennur og átta á Palisades svæðinu. Þrátt fyrir þessa slæmu veðurspá næstu daga hefur verið ákveðið að skólahald í borginni hefjist að nýju í dag.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Tengdar fréttir Alls sextán látin í eldunum Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. 12. janúar 2025 10:15 Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. 11. janúar 2025 16:03 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Alls sextán látin í eldunum Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. 12. janúar 2025 10:15
Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. 11. janúar 2025 16:03