Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 18:57 Íbúar Kúlúsúk og nærliggjandi sveitarfélögum á austurströnd Grænlands hafa áhyggjur af birgðaöryggi vegna ákvörðunar Icelandair. getty Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. Grænlenski miðillinn Sermitsiaq segir íbúa austurstrandarinnar líða eins og þau séu ásættanlegur fórnarkostnaður framfara í flugmálum á Grænlandi í kjölfar þess að nýr alþjóðaflugvöllur hafi verið tekinn í gagnið í höfuðborginni Nuuk. Miðillinn ræddi við Hjørdis Viberg frá bænum Tasiilaq í nágrenni við Kúlúsúk sem hefur setið föst í Færeyjum þar sem hún hélt upp á jólin með foreldrum sínum búsettum þar. „Áætlunin var sú að ég færi til Keflavíkur tíunda janúar og þaðan svo til Kúlúsúk ellefta. En það fór í vaskinn þegar Icelandair aflýsti fluginu,“ er haft eftir henni. „Nú þarf ég að fljúga til Kaupmannahafnar og gista þar. Svo get ég flogið til Nuuk daginn eftir og þaðan kemst ég fyrst til Kúlúsúk þann sextánda. Þetta er fullt af gistinóttum sem ég þarf sjálf að greiða þrátt fyrir að hafa gildan og greiddan miða frá Keflavík til Kúlúsúk,“ segir Hjørdis. Áhyggjur af birgðaöryggi Miðana hafði hún keypt mörgum mánuðum áður. Þó að Icelandair endurgreiði henni andvirði miðanna sé mikið af aukalegum útgjöldum og ferðatíminn talsvert lengri en gert var ráð fyrir. Hjørdis hefur einnig áhyggjur af birgðaöryggi bæjanna á austurströndinni. „Yfir veturinn fáum við mikið af okkar birgðum með flugi frá Reykjavík. Við erum jú eftir allt saman nær Reykjavík en Nuuk,“ segir hún. „Það hefur alltaf verið þannig að ef veður var slæmt yfir jökulbreiðuna gat Icelandair alltaf lent í Kúlúsúk og öfugt, ef veður var slæmt milli Íslands og Grænland gat Air Greenland lent í Kúlúsúk,“ segir hún. „Mér finnst að Icelandair hafi svikið okkur. Því þeir finna leið til að fljúga til Kúlúsúk á ferðamannatímabilum þegar fullt er af farþegum sem vilja komast frá Íslandi til Austurgrænlands,“ segir Hjørds. Harmar aflýsingarnar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, harmar aflýsingar flugferðanna en segir þær óumflýjanlegar þar sem einfaldlega sé ekki nægilegur fjöldi farþega yfir vetrarmánuðina. „Icelandair flýgur til og frá Kúlúsúk á viðskiptagrundvelli og án ríkisstuðnings. Því miður er farþegafjöldi yfir vetrarmánuðina of lítill. Til að þessi áfangastaður stæði undir kostnaði þyrftu við að sjá aukna eftirspurn bæði með tilliti til farþega og farms,“ segir hann í svari við fyrirspurn Sermitsiaq. „Icelandair hjálpar farþegum sem urðu fyrir áhrifum af aflýsingunum við að endurbóka og skipuleggja ferðaáætlanir til að komast á áfangastað,“ segir hann. Icelandair Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Grænlenski miðillinn Sermitsiaq segir íbúa austurstrandarinnar líða eins og þau séu ásættanlegur fórnarkostnaður framfara í flugmálum á Grænlandi í kjölfar þess að nýr alþjóðaflugvöllur hafi verið tekinn í gagnið í höfuðborginni Nuuk. Miðillinn ræddi við Hjørdis Viberg frá bænum Tasiilaq í nágrenni við Kúlúsúk sem hefur setið föst í Færeyjum þar sem hún hélt upp á jólin með foreldrum sínum búsettum þar. „Áætlunin var sú að ég færi til Keflavíkur tíunda janúar og þaðan svo til Kúlúsúk ellefta. En það fór í vaskinn þegar Icelandair aflýsti fluginu,“ er haft eftir henni. „Nú þarf ég að fljúga til Kaupmannahafnar og gista þar. Svo get ég flogið til Nuuk daginn eftir og þaðan kemst ég fyrst til Kúlúsúk þann sextánda. Þetta er fullt af gistinóttum sem ég þarf sjálf að greiða þrátt fyrir að hafa gildan og greiddan miða frá Keflavík til Kúlúsúk,“ segir Hjørdis. Áhyggjur af birgðaöryggi Miðana hafði hún keypt mörgum mánuðum áður. Þó að Icelandair endurgreiði henni andvirði miðanna sé mikið af aukalegum útgjöldum og ferðatíminn talsvert lengri en gert var ráð fyrir. Hjørdis hefur einnig áhyggjur af birgðaöryggi bæjanna á austurströndinni. „Yfir veturinn fáum við mikið af okkar birgðum með flugi frá Reykjavík. Við erum jú eftir allt saman nær Reykjavík en Nuuk,“ segir hún. „Það hefur alltaf verið þannig að ef veður var slæmt yfir jökulbreiðuna gat Icelandair alltaf lent í Kúlúsúk og öfugt, ef veður var slæmt milli Íslands og Grænland gat Air Greenland lent í Kúlúsúk,“ segir hún. „Mér finnst að Icelandair hafi svikið okkur. Því þeir finna leið til að fljúga til Kúlúsúk á ferðamannatímabilum þegar fullt er af farþegum sem vilja komast frá Íslandi til Austurgrænlands,“ segir Hjørds. Harmar aflýsingarnar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, harmar aflýsingar flugferðanna en segir þær óumflýjanlegar þar sem einfaldlega sé ekki nægilegur fjöldi farþega yfir vetrarmánuðina. „Icelandair flýgur til og frá Kúlúsúk á viðskiptagrundvelli og án ríkisstuðnings. Því miður er farþegafjöldi yfir vetrarmánuðina of lítill. Til að þessi áfangastaður stæði undir kostnaði þyrftu við að sjá aukna eftirspurn bæði með tilliti til farþega og farms,“ segir hann í svari við fyrirspurn Sermitsiaq. „Icelandair hjálpar farþegum sem urðu fyrir áhrifum af aflýsingunum við að endurbóka og skipuleggja ferðaáætlanir til að komast á áfangastað,“ segir hann.
Icelandair Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira