Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2025 23:30 Gary Hall Jr. með Ólympíugullverðlaun sem hann vann í Aþenu 2004. Þessi verðlaunapeningur eyðilagðist eins og öll hin Ólympíuverðlaunin hans. Getty/Shaun Botterill Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. Eldarnir miklu í Los Angeles hafa ollið gríðarlegum skaða og þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín og allt innbúið. Í þeim hópi eru líka afreksfólk í íþróttum eins og dæmi Hall sýnir. Hall vann alls tíu verðlaun í sundi á Ólympíuleikunum frá Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 til Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Hann vann fimm gull, þrjú silfur og tvö brons þar af tvö gullverðlaun í 50 metra skriðsundi, bæði á ÓL 2000 í Sydney og ÓL 2004 í Aþenu. CBS News ræddi við Hall og komst að því að hann missti allt sitt í eldunum í Los Angeles. Þar á meðal voru öll tíu Ólympíuverðlaunin og þau verðlaun sem hann vann á heimsmeistaramótum. „Ég missti allar mínar veraldlegar eigur, heimilið og fyrirtækið mitt. Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma,“ sagði Gary Hall yngri.„Eldurinn hófst efst í brekkunni og það var ekki langt í húsið mitt. Ég sá fyrst reykinn og eftir eina mínútu var hann orðinn tvöfalt stærri. Eftir tvær mínútur fór eldurinn að æða niður brekkuna á ógnarhraða í átt að heimili mínu,“ sagði Hall. „Um leið og ég sá að húsin fyrir ofan mig voru að brenna þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að safna saman verðmætunum mínum og koma mér í burtu,“ sagði Hall. „Ég hafði síðan bara tíma til að taka tvo hluti með mér. Þegar ég ætlaði að hlaða í bílinn minn þá var eldurinn kominn til mín. Ég náði bara að grípa hundinn minn og insúlínmeðalið mitt,“ sagði Hall. „Ég er með sykursýki og þurfti insúlínið til að lifa. Ég náði ekki að taka meira með mér. Ég keypti mér tannbursta í gær og get því bætt honum við það sem ég á,“ sagði Hall. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bcT5wVK_6VY">watch on YouTube</a> Sund Ólympíuleikar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira
Eldarnir miklu í Los Angeles hafa ollið gríðarlegum skaða og þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín og allt innbúið. Í þeim hópi eru líka afreksfólk í íþróttum eins og dæmi Hall sýnir. Hall vann alls tíu verðlaun í sundi á Ólympíuleikunum frá Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 til Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Hann vann fimm gull, þrjú silfur og tvö brons þar af tvö gullverðlaun í 50 metra skriðsundi, bæði á ÓL 2000 í Sydney og ÓL 2004 í Aþenu. CBS News ræddi við Hall og komst að því að hann missti allt sitt í eldunum í Los Angeles. Þar á meðal voru öll tíu Ólympíuverðlaunin og þau verðlaun sem hann vann á heimsmeistaramótum. „Ég missti allar mínar veraldlegar eigur, heimilið og fyrirtækið mitt. Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma,“ sagði Gary Hall yngri.„Eldurinn hófst efst í brekkunni og það var ekki langt í húsið mitt. Ég sá fyrst reykinn og eftir eina mínútu var hann orðinn tvöfalt stærri. Eftir tvær mínútur fór eldurinn að æða niður brekkuna á ógnarhraða í átt að heimili mínu,“ sagði Hall. „Um leið og ég sá að húsin fyrir ofan mig voru að brenna þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að safna saman verðmætunum mínum og koma mér í burtu,“ sagði Hall. „Ég hafði síðan bara tíma til að taka tvo hluti með mér. Þegar ég ætlaði að hlaða í bílinn minn þá var eldurinn kominn til mín. Ég náði bara að grípa hundinn minn og insúlínmeðalið mitt,“ sagði Hall. „Ég er með sykursýki og þurfti insúlínið til að lifa. Ég náði ekki að taka meira með mér. Ég keypti mér tannbursta í gær og get því bætt honum við það sem ég á,“ sagði Hall. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bcT5wVK_6VY">watch on YouTube</a>
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira