Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Lovísa Arnardóttir skrifar 10. janúar 2025 08:41 Áslaug Arna hefur sagt að hún hafi áhuga á því að bjóða sig fram til formanns. Hún hefur þó ekki gefið neitt út um það hvort það verði að veruleika. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að framtíð forystu Sjálfstæðisflokksins verði ekki slegið á frest. Hún segir mikilvægt að Sjálfstæðismenn taki höndum saman og vinni „farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins“. Þetta segir Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í grein sinni segir Áslaug Arna eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig forysta flokksins verður skipuð þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur flokksins fer fram í febrúar að öllum líkindum. Einhverjir hafa lagt til að honum verði frestað en það hefur ekki verið gert. Þó nokkrir hafa verið orðaðir við formannshlutverkið. Margir í þingflokki flokksins eins og Áslaug sjálf en líka Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þá hafa einnig verið nefndir til leiks sveitarstjórnarfulltrúarr eins og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Auk þeirra hafa aðrir verið nefndir sem skipa ekkert hlutverk í dag á vegum flokksins eins og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu og Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri fasteignafélagsins Heima. Skemmtilegur samkvæmisleikur „Og það er óneitanlega skemmtilegur samkvæmisleikur fyrir okkur öll að velta upp nöfnum og máta fólk við ákveðin hlutverk í öflugasta stjórnmálaflokki landsins. Þessi miklu tímamót í Sjálfstæðisflokknum verða hins vegar að snúast um meira en persónur og leikendur,“ segir Áslaug í grein sinni. Þannig þurfi þessi tímamót að snúast um framtíð flokksins, áskoranirnar fram undan og hvernig eigi að berjast fyrir hugsjónum og tryggja framgang þeirra. Hún segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að endurheimta trúverðugleika sinn „og verða aftur það forystuafl sem hann hefur alla tíð verið í íslensku samfélagi.“ Áslaug segir þá hagsæld sem fólk búi við hér byggjast fyrst og síðast á ákvörðunum Sjálfstæðisflokksins. Einhverjir segi að flokkurinn þurfi að „endurnýja eða endurhugsa vörumerki sitt“. Vitnar í Davíð Oddsson „Við sem höfum skipað okkur undir merki Sjálfstæðisflokksins höfum verið óhrædd við að mæta nýjum tímum, eiga hreinskiptin skoðanaskipti um menn og málefni. Og við vitum að stjórnmálaflokkur er mannanna verk, myndaður um sameiginlegar hugsjónir og stefnu.,“ segir Áslaug Arna og vísar svo í orð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns flokksins, en hann sagði árið 2004 í tilefni af 75 ára afmæli flokksins að stjórnmálaflokkur væri ekki „til fyrir sjálfan sig og ef hann höfðar ekki til fólksins í landinu á hann engan tilverurétt“. Áslaug segir að nú þegar styttist í að flokksmenn komi saman til landsfundar í febrúar sé áríðandi að skipað verði til verka og að þar verði mótuð stefna til framtíðar. „Tilvera Sjálfstæðisflokksins byggist á grundvallarstefi hans um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og nú ríður á að við blásum nýjum glæðum í þær klassísku hugmyndir. Sláum ekki framtíðinni á frest. Tökum höndum saman og vinnum farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins,“ segir Áslaug að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Í grein sinni segir Áslaug Arna eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig forysta flokksins verður skipuð þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur flokksins fer fram í febrúar að öllum líkindum. Einhverjir hafa lagt til að honum verði frestað en það hefur ekki verið gert. Þó nokkrir hafa verið orðaðir við formannshlutverkið. Margir í þingflokki flokksins eins og Áslaug sjálf en líka Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þá hafa einnig verið nefndir til leiks sveitarstjórnarfulltrúarr eins og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Auk þeirra hafa aðrir verið nefndir sem skipa ekkert hlutverk í dag á vegum flokksins eins og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu og Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri fasteignafélagsins Heima. Skemmtilegur samkvæmisleikur „Og það er óneitanlega skemmtilegur samkvæmisleikur fyrir okkur öll að velta upp nöfnum og máta fólk við ákveðin hlutverk í öflugasta stjórnmálaflokki landsins. Þessi miklu tímamót í Sjálfstæðisflokknum verða hins vegar að snúast um meira en persónur og leikendur,“ segir Áslaug í grein sinni. Þannig þurfi þessi tímamót að snúast um framtíð flokksins, áskoranirnar fram undan og hvernig eigi að berjast fyrir hugsjónum og tryggja framgang þeirra. Hún segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að endurheimta trúverðugleika sinn „og verða aftur það forystuafl sem hann hefur alla tíð verið í íslensku samfélagi.“ Áslaug segir þá hagsæld sem fólk búi við hér byggjast fyrst og síðast á ákvörðunum Sjálfstæðisflokksins. Einhverjir segi að flokkurinn þurfi að „endurnýja eða endurhugsa vörumerki sitt“. Vitnar í Davíð Oddsson „Við sem höfum skipað okkur undir merki Sjálfstæðisflokksins höfum verið óhrædd við að mæta nýjum tímum, eiga hreinskiptin skoðanaskipti um menn og málefni. Og við vitum að stjórnmálaflokkur er mannanna verk, myndaður um sameiginlegar hugsjónir og stefnu.,“ segir Áslaug Arna og vísar svo í orð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns flokksins, en hann sagði árið 2004 í tilefni af 75 ára afmæli flokksins að stjórnmálaflokkur væri ekki „til fyrir sjálfan sig og ef hann höfðar ekki til fólksins í landinu á hann engan tilverurétt“. Áslaug segir að nú þegar styttist í að flokksmenn komi saman til landsfundar í febrúar sé áríðandi að skipað verði til verka og að þar verði mótuð stefna til framtíðar. „Tilvera Sjálfstæðisflokksins byggist á grundvallarstefi hans um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og nú ríður á að við blásum nýjum glæðum í þær klassísku hugmyndir. Sláum ekki framtíðinni á frest. Tökum höndum saman og vinnum farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins,“ segir Áslaug að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira