Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar 10. janúar 2025 08:02 Sú forna en sígilda von mannsins um frið á jörðu virðist enn vera sorglega langt frá því að rætast, nú í upphafi ársins sem markar fjórðung tuttugustu og fyrstu aldar. Þróun friðar þennan aldarfjórðung er hryggileg svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Óðum fækkar þeim er muna síðari heimsstyrjöldina af eigin raun. Reynsla flyst því miður illa milli kynslóða, þrátt fyrir upplýsingaöld með óteljandi möguleikum. Það er erfitt að skilja ógnir og hörmungar stríðsátaka fyrir þá sem ekki hafa reynt á eigin skinni. Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) sem í ár munu fagna áttræðisafmæli, voru stofnaðar eftir sex ára heimsstyrjöld. Megin tilgangur þeirra við stofnun var að viðhalda friði og öryggi í heiminum og stuðla að vinsamlegum samskiptum þjóða í milli. Ekki verður annað séð þegar litið er yfir stöðu ófriðarmála á þessari öld, en að þetta starf SÞ hafi í raun algerlega beðið skipbrot. Máttlausar ályktanir og öryggisráð þar sem beitt er neitunarvaldi er ekki að skila því sem við ætlumst til af þessari stofnun sem var kannski hugsuð sem sú mikilvægasta í heimi. Ef SÞ væri að standa sína plikt, ætti þungi starfs samtakanna nú að vera friðarviðræður og samtal milli stríðandi þjóða. SÞ ætti að leiða stöðugar friðarumleitanir og ef þjóðir eru ekki tilbúnar til þess að koma að borðinu eftir kalli, ættu sendinefndir SÞ að sækja þær þjóðir heim, hafa þar stöðuga viðveru og halda þannig opnu samtali milli aðila meðan ófriður varir. Friður kemst aldrei á án samninga. Að „sigra“ í stríði með vopnum og mannfórnum í þúsunda, eða hundruða þúsunda vís, þar sem heilu og hálfu borgirnar og héruðin, jafnvel heilu löndin liggja eftir í rúst, er ekki sú leið sem SÞ voru stofnaðar um. Ísland hefur langa umræðuhefð, og þá hefð að leysa ágreiningsmál með orðum en ekki vopnum. Íslenska þjóðin vill friðsamleg samskipti við allar þjóðir, er andvíg vopnakaupum og beinni þátttöku í stríðsaðgerðum. Það á við jafnvel þó afstaða sé tekin með öðrum aðila máls og að við séum aðilar að NATO af fullri alvöru. Hlutverk í slíku samstarfi geta verið af ýmsu tagi, okkar getur þannig vel verið það sem snýr að mannúðarmálum og ekki síður að því að leiða þá vinnu sem þarf til að leysa deilur með samningum. Þessi afstaða þjóðarinnar kom vel fram í forsetakosningunum í sumar sem leið. Friðarumræða var töluvert áberandi og málflutningur Höllu Tómasdóttur í þeim efnum lagði með öðru grunn að hennar glæsilega sigri. Með hana sem forseta, Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup og nú nýja ríkisstjórn leidda af öflugum konum einnig, má segja að Ísland sé komið með einvalalið til forystu sem getur sett friðarumræðu á dagskrá. Með okkar hefð að leysa deilur með orðum, með kvenlegu innsæi, jarðbundinni rökhyggju, hlýju og mildi á forsendum lífs en ekki dauða, trúi ég að Ísland geti verið það afl sem þoka má heiminum í átt til friðar. Stjórnvöld ættu nú þegar að hafa forgöngu um að setja á fót nýja friðarstofnun/skóla undir SÞ sem yrði á Íslandi. Með tvíþætt hlutverk, annars vegar að stunda fræðslu og rannsóknir, hins vegar að leiða friðarviðræður milli stríðandi aðila í heiminum. Til hennar gæti ungt fólk úr stjórnmálum frá öllum löndum heims komið til tímabundins náms, fengið þar fræðslu um samskipti þjóða og leiðir til friðsællar sambúðar. Það myndaði tengsl sem yrðu með tímanum að neti milli fóks um allan heim, fólks sem yrði í framtíðinni mögulega í ráðandi stöðum í sínum löndum. Við eigum mörg gömul menntasetur sem henta vel fyrir slíka starfsemi, sem hafa ýmist verið lögð af sem slík, eða eiga undir högg að sækja. Nefna má nokkur af handahófi, s.s. Eiðar, Laugar í Sælingsdal, Laugar í S-Þing, Laugarvatn og Bifröst. Á stöðum sem þessum í náttúrufegurð og kyrrð, verða stríð og rökstuðningurinn fyrir þeim fjarlægur veruleiki og auðvelt að fá innblásna sýn til friðar. Hvaða verkefni er mikilvægara en það að stuðla að friði og betri framtíð fyrir íbúa jarðar? Viljum við hafa þar hlutverki að gegna sem þjóð, viljum við sjá okkar hlutverk og möguleika til áhrifa? Eða eiga okkar stjórnvöld frekar að fylgja nágranna- og samstarfsþjóðum okkar eftir í blindni, jafnvel þó meirihluti þjóðarinnar vilji aðra nálgun og friðvænlegri? Við getum haft áhrif á þróun heimsmála og við eigum að reyna það sem við getum, með þeim ráðum sem við þekkjum og byggja á langri friðsamlegri sögu. Það eru raunar okkar beinu hagsmunir sem þjóðar að friður ríki í heiminum. Okkar tilverugrundvöllur byggist á virðingu fyrir lögum, á frjálsum alþjóðaviðskiptum, t.d. með sölu afurða okkar og frítíminn byggir orðið mikið á frjálsum ferðalögum við öruggar aðstæður. Þegar þessi heimsmynd er í bráðri hættu getum við ekki setið þegjandi hjá. Gleðilegt ár! Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sú forna en sígilda von mannsins um frið á jörðu virðist enn vera sorglega langt frá því að rætast, nú í upphafi ársins sem markar fjórðung tuttugustu og fyrstu aldar. Þróun friðar þennan aldarfjórðung er hryggileg svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Óðum fækkar þeim er muna síðari heimsstyrjöldina af eigin raun. Reynsla flyst því miður illa milli kynslóða, þrátt fyrir upplýsingaöld með óteljandi möguleikum. Það er erfitt að skilja ógnir og hörmungar stríðsátaka fyrir þá sem ekki hafa reynt á eigin skinni. Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) sem í ár munu fagna áttræðisafmæli, voru stofnaðar eftir sex ára heimsstyrjöld. Megin tilgangur þeirra við stofnun var að viðhalda friði og öryggi í heiminum og stuðla að vinsamlegum samskiptum þjóða í milli. Ekki verður annað séð þegar litið er yfir stöðu ófriðarmála á þessari öld, en að þetta starf SÞ hafi í raun algerlega beðið skipbrot. Máttlausar ályktanir og öryggisráð þar sem beitt er neitunarvaldi er ekki að skila því sem við ætlumst til af þessari stofnun sem var kannski hugsuð sem sú mikilvægasta í heimi. Ef SÞ væri að standa sína plikt, ætti þungi starfs samtakanna nú að vera friðarviðræður og samtal milli stríðandi þjóða. SÞ ætti að leiða stöðugar friðarumleitanir og ef þjóðir eru ekki tilbúnar til þess að koma að borðinu eftir kalli, ættu sendinefndir SÞ að sækja þær þjóðir heim, hafa þar stöðuga viðveru og halda þannig opnu samtali milli aðila meðan ófriður varir. Friður kemst aldrei á án samninga. Að „sigra“ í stríði með vopnum og mannfórnum í þúsunda, eða hundruða þúsunda vís, þar sem heilu og hálfu borgirnar og héruðin, jafnvel heilu löndin liggja eftir í rúst, er ekki sú leið sem SÞ voru stofnaðar um. Ísland hefur langa umræðuhefð, og þá hefð að leysa ágreiningsmál með orðum en ekki vopnum. Íslenska þjóðin vill friðsamleg samskipti við allar þjóðir, er andvíg vopnakaupum og beinni þátttöku í stríðsaðgerðum. Það á við jafnvel þó afstaða sé tekin með öðrum aðila máls og að við séum aðilar að NATO af fullri alvöru. Hlutverk í slíku samstarfi geta verið af ýmsu tagi, okkar getur þannig vel verið það sem snýr að mannúðarmálum og ekki síður að því að leiða þá vinnu sem þarf til að leysa deilur með samningum. Þessi afstaða þjóðarinnar kom vel fram í forsetakosningunum í sumar sem leið. Friðarumræða var töluvert áberandi og málflutningur Höllu Tómasdóttur í þeim efnum lagði með öðru grunn að hennar glæsilega sigri. Með hana sem forseta, Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup og nú nýja ríkisstjórn leidda af öflugum konum einnig, má segja að Ísland sé komið með einvalalið til forystu sem getur sett friðarumræðu á dagskrá. Með okkar hefð að leysa deilur með orðum, með kvenlegu innsæi, jarðbundinni rökhyggju, hlýju og mildi á forsendum lífs en ekki dauða, trúi ég að Ísland geti verið það afl sem þoka má heiminum í átt til friðar. Stjórnvöld ættu nú þegar að hafa forgöngu um að setja á fót nýja friðarstofnun/skóla undir SÞ sem yrði á Íslandi. Með tvíþætt hlutverk, annars vegar að stunda fræðslu og rannsóknir, hins vegar að leiða friðarviðræður milli stríðandi aðila í heiminum. Til hennar gæti ungt fólk úr stjórnmálum frá öllum löndum heims komið til tímabundins náms, fengið þar fræðslu um samskipti þjóða og leiðir til friðsællar sambúðar. Það myndaði tengsl sem yrðu með tímanum að neti milli fóks um allan heim, fólks sem yrði í framtíðinni mögulega í ráðandi stöðum í sínum löndum. Við eigum mörg gömul menntasetur sem henta vel fyrir slíka starfsemi, sem hafa ýmist verið lögð af sem slík, eða eiga undir högg að sækja. Nefna má nokkur af handahófi, s.s. Eiðar, Laugar í Sælingsdal, Laugar í S-Þing, Laugarvatn og Bifröst. Á stöðum sem þessum í náttúrufegurð og kyrrð, verða stríð og rökstuðningurinn fyrir þeim fjarlægur veruleiki og auðvelt að fá innblásna sýn til friðar. Hvaða verkefni er mikilvægara en það að stuðla að friði og betri framtíð fyrir íbúa jarðar? Viljum við hafa þar hlutverki að gegna sem þjóð, viljum við sjá okkar hlutverk og möguleika til áhrifa? Eða eiga okkar stjórnvöld frekar að fylgja nágranna- og samstarfsþjóðum okkar eftir í blindni, jafnvel þó meirihluti þjóðarinnar vilji aðra nálgun og friðvænlegri? Við getum haft áhrif á þróun heimsmála og við eigum að reyna það sem við getum, með þeim ráðum sem við þekkjum og byggja á langri friðsamlegri sögu. Það eru raunar okkar beinu hagsmunir sem þjóðar að friður ríki í heiminum. Okkar tilverugrundvöllur byggist á virðingu fyrir lögum, á frjálsum alþjóðaviðskiptum, t.d. með sölu afurða okkar og frítíminn byggir orðið mikið á frjálsum ferðalögum við öruggar aðstæður. Þegar þessi heimsmynd er í bráðri hættu getum við ekki setið þegjandi hjá. Gleðilegt ár! Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun