Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 21:09 „Ég held að við ættum að minnsta kosti að undirbúa okkur undir að þetta gæti verið það sem koma skal,“ segir Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur. Getty/Vísir Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst. Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur ræddi um gróðureldana í Kaliforníu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í rauninni gróðureldahætta í Kaliforníu allt árið, en mest utan regntímans, og nú vegna loftlagsbreytinga þá hefur regntíminn verið að styttast í báða enda. Það er búið að vera mjög þurrt og hlýtt lengi og þá eykst hættan. Og núna eru Santa Ana vindarnir, og þeir verða til þess að eldurinn sem kviknar að útbreiðsla hans verður miklu meiri og slökkvistarfið erfiðara.“ Er þetta bein afleiðing loftlagsbreytinga? „Það er alltaf að segja hvað er bein afleiðing, árið 2024. Þá var það ár aftakaveðurs á mörgum stöðum. Það var bæði úrhellisúrkoma, flóð, en líka hiti, þurrkur, og gróðureldar víða í heimi, bæði í Suður- og Norður-Ameríku, Síberíu og í Evrópu getum við minnst á Portúgal þar sem voru miklir gróðureldir,“ segir Nína. „Ég held að við ættum að minnsta kosti að undirbúa okkur undir að þetta gæti verið það sem koma skal.“ Kort af eldunum sem nú geysa vestanhafs.Vísir/Grafík Að sögn Nínu þurfa Íslendingar að huga að forvörnum þar sem gróður og skógar færast í aukanna hér á landi. „En það er eitt annað sem þetta byggir á. Eldarnir geta kviknað og veður hefur þar mikil áhrif, og þurkkur, vindátt og vindhraði. En svo er þetta líka spurning með hvernig við gerum okkar umhverfi, hvaða varnir við erum með. Þetta er eitthvað sem við þurfum líka að hugsa á Íslandi með auknum gróðri og auknum skógi.“ Eyðileggingin er mikil.Getty Þannig það er hægt að byggja upp einhverjar varnir og varúðarráðstafanir með þetta í huga? „Við getum alltaf haft einhverjar varnir, en þegar hlutirnir eru á þessum skala sem þetta er núna úti í Kaliforníu þá er þetta náttúrulega afskaplega erfitt viðureignar.“ Bandaríkin Veður Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Slysavarnir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur ræddi um gróðureldana í Kaliforníu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í rauninni gróðureldahætta í Kaliforníu allt árið, en mest utan regntímans, og nú vegna loftlagsbreytinga þá hefur regntíminn verið að styttast í báða enda. Það er búið að vera mjög þurrt og hlýtt lengi og þá eykst hættan. Og núna eru Santa Ana vindarnir, og þeir verða til þess að eldurinn sem kviknar að útbreiðsla hans verður miklu meiri og slökkvistarfið erfiðara.“ Er þetta bein afleiðing loftlagsbreytinga? „Það er alltaf að segja hvað er bein afleiðing, árið 2024. Þá var það ár aftakaveðurs á mörgum stöðum. Það var bæði úrhellisúrkoma, flóð, en líka hiti, þurrkur, og gróðureldar víða í heimi, bæði í Suður- og Norður-Ameríku, Síberíu og í Evrópu getum við minnst á Portúgal þar sem voru miklir gróðureldir,“ segir Nína. „Ég held að við ættum að minnsta kosti að undirbúa okkur undir að þetta gæti verið það sem koma skal.“ Kort af eldunum sem nú geysa vestanhafs.Vísir/Grafík Að sögn Nínu þurfa Íslendingar að huga að forvörnum þar sem gróður og skógar færast í aukanna hér á landi. „En það er eitt annað sem þetta byggir á. Eldarnir geta kviknað og veður hefur þar mikil áhrif, og þurkkur, vindátt og vindhraði. En svo er þetta líka spurning með hvernig við gerum okkar umhverfi, hvaða varnir við erum með. Þetta er eitthvað sem við þurfum líka að hugsa á Íslandi með auknum gróðri og auknum skógi.“ Eyðileggingin er mikil.Getty Þannig það er hægt að byggja upp einhverjar varnir og varúðarráðstafanir með þetta í huga? „Við getum alltaf haft einhverjar varnir, en þegar hlutirnir eru á þessum skala sem þetta er núna úti í Kaliforníu þá er þetta náttúrulega afskaplega erfitt viðureignar.“
Bandaríkin Veður Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Slysavarnir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. 9. janúar 2025 14:53
„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13
Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30