Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar 8. janúar 2025 08:01 Við sem erum fædd á seinni hluta áttunda áratugar seinustu aldar skilgreindum okkur sem þrítugt fólk í anda strax þegar við stigum inn í gelgjuna. Núna þegar við erum að slaga í fimmtugt eða komin þangað erum við enn þrítug í anda. Við erum alltaf þrítug. Okkar kynslóð er bara þannig. Ég var það með ykkur hinum þar til um daginn. Þá allt í einu og með engum fyrirvara fór ég yfir í að vera algjörlega og gjörsamlega ekki með þetta. Í fyrsta skiptið, sjáið til, síðan ég var unglingur nítjánhundruðognítíuogeitthvað var ég algjörlega out þegar kom að tæknimálum og nú voru það samfélagsmiðlar sem allir og amma þeirra eiga að kunna á sem ég klikkaði á. Sjálft X-ið. Kynslóðin mín sem fékk tækniframfarir í æð og lifði bæði gamla tímann en var nógu og ung til að komast inn í nýja tímann án þess að missa cool-ið! Allt í einu var ég bara ekki með þetta. Ekki lengur að kenna heldur að fá kennslu og upplifa “hvernig virkar þetta apparat eiginlega, eigum við ekki bara að kassa þetta og halda áfram með lífið eins og það var fyrir þessar tækninýjungar” hugarfar. Ég var komin svo langt aftur að ég var jafnvel til í að fara til baka og taka upp snældur og kasettutæki, kjarna mig með því sem ég þekki. Þetta var orðin mín hugsun þegar ungviðið var að kenna mér hvernig áhrifavaldar vinna á samfélagsmiðlum. Hvernig þeir virka og hvað þarf að gera til að ná árangri. Stundum þarf bara að að opna ítrekað pakka eða skera niður leir til þess að fá fylgjendur í milljónavís. Ég grínast ekki. Setningin “það er bara gamalt fólk sem notar Facebook” fékk mig aftur í gang. Ég er ekki gömul – ég er X og við erum alltaf ung. Ég ákvað því að kassa þetta ekki og fór að kynna mér betur alla hina samfélagsmiðlana. Sumt tókst vel í upphafi en annað reyndi á og það mikið að börnin mín, sem einmitt eru um þrítugt sendu mér skilaboð í sjokki um áríðandi breytingar á miðlun upplýsinga á viðeigandi miðli. Jæja, ég er mamma mín – kom fyrst í huga mér og áreynsla mín við að útskýra fyrir móður minni hvað rafræn skilríki væru. Ég er bara þar og hvergi annars staðar þegar kemur að nýjustu undrum í tækni á samfélagsmiðlum. Erfitt að viðurkenna en sannleikur að einhverju leyti (sjáið, viðurkenni ekki alveg fulla sök á kunnáttuleysi mínu og trega við að tileikna mér nýjungar enda X út í gegn). Í kvöld með mér yngra fólki í liði ákvað ég og Livefood, fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, að teppaleggja alla samfélagsmiðla með auglýsingum um “Ásta á vinnustaðnum í Veganúar.” Eina vitið til að koma litlu nýsköpunarfyrirtæki á kortið sem hefur ekki fjármagn til þess að auglýsa í slottinu fyrir Skaupið eða þar sem greiða þarf fyrir. Ég var svo fránumin af þakklæti og virðingu fyrir þessu unga fólki mínu sem sýndi í verki hvernig teppaleggja skal samfélagsmiðla að ég varð að vera gamaldags og rita nokkur orð um verkið. Sjáið þessa nýju kynslóð okkar. Sjáið hvað þau eru flott. Ég er bæði stolt og sátt við að vera X en fann í fyrsta skiptið að ég er orðin EX þegar kemur að samfélagsmiðlum. Ps. Já og ég setti upp lonníetturnar þegar ég ritaði þessa grein enda letrið orðið svo smátt nú á dögum að það er varla hæft til lesturs án þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Við sem erum fædd á seinni hluta áttunda áratugar seinustu aldar skilgreindum okkur sem þrítugt fólk í anda strax þegar við stigum inn í gelgjuna. Núna þegar við erum að slaga í fimmtugt eða komin þangað erum við enn þrítug í anda. Við erum alltaf þrítug. Okkar kynslóð er bara þannig. Ég var það með ykkur hinum þar til um daginn. Þá allt í einu og með engum fyrirvara fór ég yfir í að vera algjörlega og gjörsamlega ekki með þetta. Í fyrsta skiptið, sjáið til, síðan ég var unglingur nítjánhundruðognítíuogeitthvað var ég algjörlega out þegar kom að tæknimálum og nú voru það samfélagsmiðlar sem allir og amma þeirra eiga að kunna á sem ég klikkaði á. Sjálft X-ið. Kynslóðin mín sem fékk tækniframfarir í æð og lifði bæði gamla tímann en var nógu og ung til að komast inn í nýja tímann án þess að missa cool-ið! Allt í einu var ég bara ekki með þetta. Ekki lengur að kenna heldur að fá kennslu og upplifa “hvernig virkar þetta apparat eiginlega, eigum við ekki bara að kassa þetta og halda áfram með lífið eins og það var fyrir þessar tækninýjungar” hugarfar. Ég var komin svo langt aftur að ég var jafnvel til í að fara til baka og taka upp snældur og kasettutæki, kjarna mig með því sem ég þekki. Þetta var orðin mín hugsun þegar ungviðið var að kenna mér hvernig áhrifavaldar vinna á samfélagsmiðlum. Hvernig þeir virka og hvað þarf að gera til að ná árangri. Stundum þarf bara að að opna ítrekað pakka eða skera niður leir til þess að fá fylgjendur í milljónavís. Ég grínast ekki. Setningin “það er bara gamalt fólk sem notar Facebook” fékk mig aftur í gang. Ég er ekki gömul – ég er X og við erum alltaf ung. Ég ákvað því að kassa þetta ekki og fór að kynna mér betur alla hina samfélagsmiðlana. Sumt tókst vel í upphafi en annað reyndi á og það mikið að börnin mín, sem einmitt eru um þrítugt sendu mér skilaboð í sjokki um áríðandi breytingar á miðlun upplýsinga á viðeigandi miðli. Jæja, ég er mamma mín – kom fyrst í huga mér og áreynsla mín við að útskýra fyrir móður minni hvað rafræn skilríki væru. Ég er bara þar og hvergi annars staðar þegar kemur að nýjustu undrum í tækni á samfélagsmiðlum. Erfitt að viðurkenna en sannleikur að einhverju leyti (sjáið, viðurkenni ekki alveg fulla sök á kunnáttuleysi mínu og trega við að tileikna mér nýjungar enda X út í gegn). Í kvöld með mér yngra fólki í liði ákvað ég og Livefood, fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, að teppaleggja alla samfélagsmiðla með auglýsingum um “Ásta á vinnustaðnum í Veganúar.” Eina vitið til að koma litlu nýsköpunarfyrirtæki á kortið sem hefur ekki fjármagn til þess að auglýsa í slottinu fyrir Skaupið eða þar sem greiða þarf fyrir. Ég var svo fránumin af þakklæti og virðingu fyrir þessu unga fólki mínu sem sýndi í verki hvernig teppaleggja skal samfélagsmiðla að ég varð að vera gamaldags og rita nokkur orð um verkið. Sjáið þessa nýju kynslóð okkar. Sjáið hvað þau eru flott. Ég er bæði stolt og sátt við að vera X en fann í fyrsta skiptið að ég er orðin EX þegar kemur að samfélagsmiðlum. Ps. Já og ég setti upp lonníetturnar þegar ég ritaði þessa grein enda letrið orðið svo smátt nú á dögum að það er varla hæft til lesturs án þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar