Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2025 16:34 Íbúar við umdeilda ferlíkið mættu á fund borgarstjórnar í dag til að mótmæla vinnubrögðum borgarinnar. vísir/bjarni Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun gera ítarlega stjórnsýsluúttekt á skipulagsferlinu er varðar Álfabakka 2a, Suður- Mjódd, þar sem hið umdeilda vöruhús Haga hefur valdið mikilli óánægju meðal íbúa. Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Íbúar við vöruskemmuna mættu til að mótmæla á fundi borgarstjórnar. Þeir sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir í tilkynningu borgarinnar að mikilvægt sé að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. „Það er líka brýnt að horfa til framtíðar og koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur,“ er haft eftir honum. „Þess vegna viljum við skoða málið ofan í kjölinn, greina hvar má gera betur í stjórnsýslunni og endurskoða feril skipulagsmála hjá borginni til að tryggja frekari gæði." Á dagskrá borgarstjórnar í dag voru tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stjórnsýsluúttekt á Álfabakkamálinu og tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli Álfabakka 2a. Tillögurnar voru ræddar saman og að lokum samþykkt tillaga Sjálfstæðisflokks með viðbótum meirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Lagt er til að innri endurskoðun borgarinnar taki tillit til: „1. Ákvarðanatökuferlisins í málinu. 2. Tímalínu málsins, frá upphafi til loka. 3. Regluverksins og framkvæmd þess, með áherslu á hvort farið hafi verið eftir gildandi lögum og reglum. 4. Eftirlitsferla, með sérstakri áherslu á hvernig staðið var að eftirliti við byggingu skemmunnar. 5. Athugasemda íbúa og hvernig unnið var úr þeim athugasemdum.“ Mikilvægt er sé að öllum steinum verði velt við til að greina veikleika í stjórnsýslunni og tryggja að slík mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni. Í samþykkt borgarinnar er sömuleiðis lagt til að Sömuleiðis er lagt til að hafin verði vinna við að endurskoða feril skipulagsmála innan borgarinnar til að unnin verði skuggavörp og samgöngumat við skipulagsgerð en tilefni sé til að gera frekari kröfur hvað varðar gæði og útfærslu mannvirkja sem og lóðarhönnunar. „Efla þarf áherslu á samspil mannvirkja við umhverfi sitt við breytingar á skipulagi ekki síður en við nýja skipulagsgerð. Fengin verði utanaðkomandi aðstoð sérfræðinga utan borgarinnar í arkitektúr og borgarhönnun. Meðal verkefna verði að tryggja í ferlinu að fyrir hendi sé öryggisventill svo hægt sé að grípa inn í ef verkefni stefna fyrirsjáanlega í neikvæða átt eftir samþykkt skipulags.“ Sömuleiðis verði skoðuð aðferðafræði sem gangi út á að hönnun stærri verkefna sé komin lengra í ferlinu við deiliskipulagsgerð svo ekki sé verið að samþykkja skipulagsheimildir sem ófyrirsjáanlegt er hvernig spilast úr. „Skoðuð verði fordæmi og fyrirmyndir erlendis frá í þessu samhengi. Jafnframt er lagt til að auka strax gagnsæi skipulagsgagna með því að fara fram á það við deiliskipulagsvinnu umfram minniháttar breytingar að umfang og drög að ásýnd mannvirkis og samhengi þess við umhverfi sitt verði sett inn í þrívíddarmódel svo auðveldara sé að meta og skilja betur áhrif þess á nærumhverfið.“ Borgarstjórn Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Málefni fjölbýlishúsa Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Íbúar við vöruskemmuna mættu til að mótmæla á fundi borgarstjórnar. Þeir sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir í tilkynningu borgarinnar að mikilvægt sé að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. „Það er líka brýnt að horfa til framtíðar og koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur,“ er haft eftir honum. „Þess vegna viljum við skoða málið ofan í kjölinn, greina hvar má gera betur í stjórnsýslunni og endurskoða feril skipulagsmála hjá borginni til að tryggja frekari gæði." Á dagskrá borgarstjórnar í dag voru tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stjórnsýsluúttekt á Álfabakkamálinu og tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli Álfabakka 2a. Tillögurnar voru ræddar saman og að lokum samþykkt tillaga Sjálfstæðisflokks með viðbótum meirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Lagt er til að innri endurskoðun borgarinnar taki tillit til: „1. Ákvarðanatökuferlisins í málinu. 2. Tímalínu málsins, frá upphafi til loka. 3. Regluverksins og framkvæmd þess, með áherslu á hvort farið hafi verið eftir gildandi lögum og reglum. 4. Eftirlitsferla, með sérstakri áherslu á hvernig staðið var að eftirliti við byggingu skemmunnar. 5. Athugasemda íbúa og hvernig unnið var úr þeim athugasemdum.“ Mikilvægt er sé að öllum steinum verði velt við til að greina veikleika í stjórnsýslunni og tryggja að slík mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni. Í samþykkt borgarinnar er sömuleiðis lagt til að Sömuleiðis er lagt til að hafin verði vinna við að endurskoða feril skipulagsmála innan borgarinnar til að unnin verði skuggavörp og samgöngumat við skipulagsgerð en tilefni sé til að gera frekari kröfur hvað varðar gæði og útfærslu mannvirkja sem og lóðarhönnunar. „Efla þarf áherslu á samspil mannvirkja við umhverfi sitt við breytingar á skipulagi ekki síður en við nýja skipulagsgerð. Fengin verði utanaðkomandi aðstoð sérfræðinga utan borgarinnar í arkitektúr og borgarhönnun. Meðal verkefna verði að tryggja í ferlinu að fyrir hendi sé öryggisventill svo hægt sé að grípa inn í ef verkefni stefna fyrirsjáanlega í neikvæða átt eftir samþykkt skipulags.“ Sömuleiðis verði skoðuð aðferðafræði sem gangi út á að hönnun stærri verkefna sé komin lengra í ferlinu við deiliskipulagsgerð svo ekki sé verið að samþykkja skipulagsheimildir sem ófyrirsjáanlegt er hvernig spilast úr. „Skoðuð verði fordæmi og fyrirmyndir erlendis frá í þessu samhengi. Jafnframt er lagt til að auka strax gagnsæi skipulagsgagna með því að fara fram á það við deiliskipulagsvinnu umfram minniháttar breytingar að umfang og drög að ásýnd mannvirkis og samhengi þess við umhverfi sitt verði sett inn í þrívíddarmódel svo auðveldara sé að meta og skilja betur áhrif þess á nærumhverfið.“
Borgarstjórn Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Málefni fjölbýlishúsa Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira