Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 5. janúar 2025 20:58 Matheus hefur strengt sér þau áramótaheit að verða betri eiginmaður og vonandi finna sér nýja og betri vinnu. Árið fer vel af stað að hans mati. Vísir/Stöð 2 Á ári hverju strengir drjúgur hluti landsmanna áramótaheit. En hver eru vinsælustu áramótaheitin í ár og hvernig gengur fólki að standa við þau? Áramótaheit eru oft með svipuðum hætti: „ég ætla að borða hollari mat, ég ætla að mæta oftar í ræktina, ég ætla að eyða minni pening...“ Stundum gengur fólki vel og það nær markmiðum sínum en fólk gefst líka oft upp, gjarnan í kringum 5. janúar eða svo. Fréttastofa ræddi við gangandi vegfarendur um áramótaheit þeirra og hvernig gengi að halda heitin. „Verða betri í golfi, til dæmis,“ segir Svava um áramótaheit sitt. Svava ætlar að borða minna nammi og verða betri golfari.Vísir/Stöð 2 Hvernig hefur það gengið? „Ég er búin að panta kennslu. Ég fékk það líka í jólagjöf,“ segir hún og bætir síðan við: „Svo er það líka að minnka nammið. Ég er að fara að kaupa súkkulaði... nei.“ Josep nokkur var ekki með jafnáþreifanleg markmið og Svava, sagðist lítið hafa pælt í áramótaheitum. Eftir stutta umhugsun sagði hann: „Gera allt betra.“ Markmiðið að halda striki Tveir ungir menn sem fréttamaður rakst á voru markvissari. „Bara að græða meiri pening,“ sagði Anthony um sín heit. Ertu með einhver markmið hvernig þú ætlar að gera það? „Spara meira, eyða minni pening í áfengi og djamm og allt það dæmi,“ sagði hann þá. „Halda strikinu sínu, halda áfram í ræktinni og þannig. Maður er búinn að standa sig fínt eins og er. Bara halda því áfram,“ sagði Addi. Fyrir Adda er nóg að halda sínu striki og það hefur gengið nokkuð vel.Vísir/Stöð 2 Önnur vill borða hollara, hinn vill verða betri maður Sólveig Bríet og Matheus voru með ólík áramótaheit. „Borða hollara og vera dugleg í skólanum. En ég er aldrei með neitt sérstakt, sko,“ sagði Sólveig. „Að verða betri eiginmaður og skipta kannski um vinnu ef ég get. Fyrir betri vinnu,“ sagði Matheus hins vegar. Hefurðu náð árangri á fyrstu dögunum? „Já, vonandi. En þú ættir að spyrja konuna mína. Hún er ekki með mér núna. Kannski er hún annarrar skoðunar. Kannski er ég of bjartsýnn,“ sagði hann hlæjandi að lokum. Áramót Ástin og lífið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Áramótaheit eru oft með svipuðum hætti: „ég ætla að borða hollari mat, ég ætla að mæta oftar í ræktina, ég ætla að eyða minni pening...“ Stundum gengur fólki vel og það nær markmiðum sínum en fólk gefst líka oft upp, gjarnan í kringum 5. janúar eða svo. Fréttastofa ræddi við gangandi vegfarendur um áramótaheit þeirra og hvernig gengi að halda heitin. „Verða betri í golfi, til dæmis,“ segir Svava um áramótaheit sitt. Svava ætlar að borða minna nammi og verða betri golfari.Vísir/Stöð 2 Hvernig hefur það gengið? „Ég er búin að panta kennslu. Ég fékk það líka í jólagjöf,“ segir hún og bætir síðan við: „Svo er það líka að minnka nammið. Ég er að fara að kaupa súkkulaði... nei.“ Josep nokkur var ekki með jafnáþreifanleg markmið og Svava, sagðist lítið hafa pælt í áramótaheitum. Eftir stutta umhugsun sagði hann: „Gera allt betra.“ Markmiðið að halda striki Tveir ungir menn sem fréttamaður rakst á voru markvissari. „Bara að græða meiri pening,“ sagði Anthony um sín heit. Ertu með einhver markmið hvernig þú ætlar að gera það? „Spara meira, eyða minni pening í áfengi og djamm og allt það dæmi,“ sagði hann þá. „Halda strikinu sínu, halda áfram í ræktinni og þannig. Maður er búinn að standa sig fínt eins og er. Bara halda því áfram,“ sagði Addi. Fyrir Adda er nóg að halda sínu striki og það hefur gengið nokkuð vel.Vísir/Stöð 2 Önnur vill borða hollara, hinn vill verða betri maður Sólveig Bríet og Matheus voru með ólík áramótaheit. „Borða hollara og vera dugleg í skólanum. En ég er aldrei með neitt sérstakt, sko,“ sagði Sólveig. „Að verða betri eiginmaður og skipta kannski um vinnu ef ég get. Fyrir betri vinnu,“ sagði Matheus hins vegar. Hefurðu náð árangri á fyrstu dögunum? „Já, vonandi. En þú ættir að spyrja konuna mína. Hún er ekki með mér núna. Kannski er hún annarrar skoðunar. Kannski er ég of bjartsýnn,“ sagði hann hlæjandi að lokum.
Áramót Ástin og lífið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira