Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2025 14:28 Magnus Carlsen og Ella Victoria Malone virtust hamingjusöm fyrir utan kirkjuna. EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen og Ella Victoria Malone létu gefa sig saman í náinni athöfn í Holmenkollen-kapellunni í Osló síðdegis í gær. Norska ríkisútvarpið greinir frá því að snjór, frost og heiðskír himinn hafi einkennt daginn og brúðkaupsveislan svo tekið við á Grand Hotel. Einungis nokkrir dagar séu frá því að hjónin gáfu út að þau ætluðu að gifta sig um helgina og þau hafi kosið að halda upp á daginn í ró og næði. Magnus Carlsen giftist Ellu Victoria Malone í Holmenkollen-kapellunni í Osló.Epa/AMANDA PEDERSEN GISKE Magnus sem er margfaldur heimsmeistari í skák fæddist í Tønsberg í suðurhluta Noregs en ólst upp í Lommedalen. Ella kemur frá Osló og á norska móður og bandarískan föður en takmarkaðar upplýsingar er að finna um líf hennar. Hún hefur nokkrum sinnum sést á skákmótum með Magnusi, nú síðast á HM í at- og hraðskák í New York í desember. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi í gær, enda regluverði FIDE hvergi að finna.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Ella lýsti því í viðtali við norsku sjónvarpstöðina TV 2 í maí að hún kjósi oft að láta lítið á sér bera þrátt fyrir að hún geti verið virk í félagslífi. Stundum sé erfitt að vera með Magnusi á skákmótum en hún kjósi að gera það samt þar sem hún vilji styðja hann og vera honum góð kærasta. Brúðkaupið fór fram nokkrum dögum eftir viðburðaríkt heimsmeistaramót í skák þar sem Magnus var sektaður fyrir að brjóta reglur Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) með því að mæta í gallabuxum til keppni. Hann gagnrýndi ákvörðunina harðlega og dró sig úr mótinu. Hann skipti síðar um skoðun og sneri aftur til keppni en nú í öðrum gallabuxum. Endaði hann á því að deila heimsmeistaratitlinum í hraðskák árið 2024 með Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí eftir hafa gert þrjú jafntefli í bráðabana. Þessi niðurstaða mótsins var umdeild en þetta er í fyrsta skipti sem tveir deila heimsmeistaratitlinum í skák. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi fyrir utan kirkjuna í gær. Skák og mát.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Ástin og lífið Noregur Skák Tengdar fréttir Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. 2. janúar 2025 16:33 Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Norska ríkisútvarpið greinir frá því að snjór, frost og heiðskír himinn hafi einkennt daginn og brúðkaupsveislan svo tekið við á Grand Hotel. Einungis nokkrir dagar séu frá því að hjónin gáfu út að þau ætluðu að gifta sig um helgina og þau hafi kosið að halda upp á daginn í ró og næði. Magnus Carlsen giftist Ellu Victoria Malone í Holmenkollen-kapellunni í Osló.Epa/AMANDA PEDERSEN GISKE Magnus sem er margfaldur heimsmeistari í skák fæddist í Tønsberg í suðurhluta Noregs en ólst upp í Lommedalen. Ella kemur frá Osló og á norska móður og bandarískan föður en takmarkaðar upplýsingar er að finna um líf hennar. Hún hefur nokkrum sinnum sést á skákmótum með Magnusi, nú síðast á HM í at- og hraðskák í New York í desember. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi í gær, enda regluverði FIDE hvergi að finna.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Ella lýsti því í viðtali við norsku sjónvarpstöðina TV 2 í maí að hún kjósi oft að láta lítið á sér bera þrátt fyrir að hún geti verið virk í félagslífi. Stundum sé erfitt að vera með Magnusi á skákmótum en hún kjósi að gera það samt þar sem hún vilji styðja hann og vera honum góð kærasta. Brúðkaupið fór fram nokkrum dögum eftir viðburðaríkt heimsmeistaramót í skák þar sem Magnus var sektaður fyrir að brjóta reglur Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) með því að mæta í gallabuxum til keppni. Hann gagnrýndi ákvörðunina harðlega og dró sig úr mótinu. Hann skipti síðar um skoðun og sneri aftur til keppni en nú í öðrum gallabuxum. Endaði hann á því að deila heimsmeistaratitlinum í hraðskák árið 2024 með Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí eftir hafa gert þrjú jafntefli í bráðabana. Þessi niðurstaða mótsins var umdeild en þetta er í fyrsta skipti sem tveir deila heimsmeistaratitlinum í skák. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi fyrir utan kirkjuna í gær. Skák og mát.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE
Ástin og lífið Noregur Skák Tengdar fréttir Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. 2. janúar 2025 16:33 Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. 2. janúar 2025 16:33
Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03