Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 19:22 Í umfjöllun TMZ er að finna miður fallegar lýsingar á framferði Minaj í garð starfsmanns síns. Hún segir þær þó ekki réttar. Jamie McCarthy/Getty Maður að nafni Brandon Garrett hyggst höfða mál á hendur rapparanum og söngkonunni Nicki Minaj vegna meintrar líkamsárásar liðið vor. Lögmaður stórstjörnunnar segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Það er slúðurmiðillinn TMZ sem greinir frá málinu, og greinir frá því að Garrett, sem segist hafa starfað sem umboðsmaður Minaj í apríl á síðasta ári, hafi þegar lagt fram málshöfðun á hendur henni. Ástæðan sé sú að Minaj hafi reiðst Garrett vegna starfa hans, ausið yfir hann fúkyrðum og loks slegið hann í höfuðið með opnum lófa, með þeim afleiðingum að hann kastaðist til baka og missti hattinn sinn. Sakarefnið líkamsárás og tilfinningalegt uppnám Í kjölfarið hafi öryggisteymi Minaj umkringt Garrett, áður en hún sló hann í höndina þannig að skjöl sem hann hélt á féllu til jarðar. Að svo búnu hafi Minaj gargað og gólað skipanir um að Garrett ætti að „drulla sér út“. Samkvæmt TMZ hefur Garrett höfðað mál á hendur Minaj og krafist bóta fyrir líkamsárás, og að hafa vísvitandi komið honum í tilfinningalegt uppnám. Segir ásakanirnar byggðar á sandi Í upphaflegri frétt TMZ kom fram að engin svör hefðu fengist fré teymi Minaj við fyrirspurnum miðilsins. Fréttin hefur nú verið uppfærð, eftir að Judd Burstein, lögmaður Minaj, tjáði sig um málið. „Sem stendur hefur engin kæra verið lögð fram á hendur frú Petty (raunverulegt eftirnafn Minaj), og af þeim sökum könnumst við ekki við hinar umræddu ásakanir. Ef kæran er með þeim hætti sem TMZ fjallar um er hún hins vegar með öllu röng og ástæðulaus. Við erum fullviss um að þetta mál, lagt fram af fyrrverandi aðstoðarmanni, verði leyst greiðlega, Petty í vil.“ Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Það er slúðurmiðillinn TMZ sem greinir frá málinu, og greinir frá því að Garrett, sem segist hafa starfað sem umboðsmaður Minaj í apríl á síðasta ári, hafi þegar lagt fram málshöfðun á hendur henni. Ástæðan sé sú að Minaj hafi reiðst Garrett vegna starfa hans, ausið yfir hann fúkyrðum og loks slegið hann í höfuðið með opnum lófa, með þeim afleiðingum að hann kastaðist til baka og missti hattinn sinn. Sakarefnið líkamsárás og tilfinningalegt uppnám Í kjölfarið hafi öryggisteymi Minaj umkringt Garrett, áður en hún sló hann í höndina þannig að skjöl sem hann hélt á féllu til jarðar. Að svo búnu hafi Minaj gargað og gólað skipanir um að Garrett ætti að „drulla sér út“. Samkvæmt TMZ hefur Garrett höfðað mál á hendur Minaj og krafist bóta fyrir líkamsárás, og að hafa vísvitandi komið honum í tilfinningalegt uppnám. Segir ásakanirnar byggðar á sandi Í upphaflegri frétt TMZ kom fram að engin svör hefðu fengist fré teymi Minaj við fyrirspurnum miðilsins. Fréttin hefur nú verið uppfærð, eftir að Judd Burstein, lögmaður Minaj, tjáði sig um málið. „Sem stendur hefur engin kæra verið lögð fram á hendur frú Petty (raunverulegt eftirnafn Minaj), og af þeim sökum könnumst við ekki við hinar umræddu ásakanir. Ef kæran er með þeim hætti sem TMZ fjallar um er hún hins vegar með öllu röng og ástæðulaus. Við erum fullviss um að þetta mál, lagt fram af fyrrverandi aðstoðarmanni, verði leyst greiðlega, Petty í vil.“
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira