Talinn hafa staðið einn að verki Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2025 17:44 Frá New Orleans á aðfaranótt nýársdags. AP/George Walker IV Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt. Að minnsta kosti fjórtán létu lífið í árásinni á aðfaranótt nýársdags þegar Shamsud-Din Bahar Jabbar, 42 ára maður frá Texas, ók bíl inn í þvögu fólks. Þegar bíll hans stöðvaðist steig hann út með hálfsjálfvirkan riffil og skiptist á skotum við lögregluþjóna, sem skutu hann til bana. Hann hefur verið talinn sem sá fimmtándi sem dó. Á blaðamannafundi í dag sögðu starfsmenn FBI að Jabbar hefði „hundrað prósent“ verið innblásinn af Íslamska ríkinu. Þá kom fram að Jabbar hefði verið með tvær sprengjur í bílnum en þær hefðu ekki sprungið. AP fréttaveitan segir að upptökur úr öryggismyndavélum að koma tveimur sprengjum fyrir þar sem þær fundust. Ekki kom fram hvernig þær áttu að springa. Jabbar fæddist í Texas og þjónaði í bandaríska hernum í átta ár, meðal annars í Afganistan. New York Times hefur eftir fyrrverandi eiginkonu hans að hann hafi nýverið tekið upp íslams og að hann hafi hagað sér einkennilega að undanförnu. Bandaríkin Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26 Tala látinna hækkar í fimmtán Tala látinna eftir árás í New Orleans í morgun þar sem maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda hefur nú hækkað. Áður var greint frá að tíu hafi látist en nú eru 15 látnir og að minnsta kosti 35 aðrir særðir. 1. janúar 2025 23:10 Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn sem ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns hét Shamsud-Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari. Fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. 1. janúar 2025 19:44 Árásarmaðurinn skotinn til bana Árásarmaður sem ók bíll inn í mannfjölda í New Orleans í morgun, myrti tíu og særði um 35 manns, var skotinn til bana af lögreglu þegar hann steig út úr bíl sínum eftir árásina. 1. janúar 2025 14:05 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Að minnsta kosti fjórtán létu lífið í árásinni á aðfaranótt nýársdags þegar Shamsud-Din Bahar Jabbar, 42 ára maður frá Texas, ók bíl inn í þvögu fólks. Þegar bíll hans stöðvaðist steig hann út með hálfsjálfvirkan riffil og skiptist á skotum við lögregluþjóna, sem skutu hann til bana. Hann hefur verið talinn sem sá fimmtándi sem dó. Á blaðamannafundi í dag sögðu starfsmenn FBI að Jabbar hefði „hundrað prósent“ verið innblásinn af Íslamska ríkinu. Þá kom fram að Jabbar hefði verið með tvær sprengjur í bílnum en þær hefðu ekki sprungið. AP fréttaveitan segir að upptökur úr öryggismyndavélum að koma tveimur sprengjum fyrir þar sem þær fundust. Ekki kom fram hvernig þær áttu að springa. Jabbar fæddist í Texas og þjónaði í bandaríska hernum í átta ár, meðal annars í Afganistan. New York Times hefur eftir fyrrverandi eiginkonu hans að hann hafi nýverið tekið upp íslams og að hann hafi hagað sér einkennilega að undanförnu.
Bandaríkin Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26 Tala látinna hækkar í fimmtán Tala látinna eftir árás í New Orleans í morgun þar sem maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda hefur nú hækkað. Áður var greint frá að tíu hafi látist en nú eru 15 látnir og að minnsta kosti 35 aðrir særðir. 1. janúar 2025 23:10 Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn sem ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns hét Shamsud-Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari. Fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. 1. janúar 2025 19:44 Árásarmaðurinn skotinn til bana Árásarmaður sem ók bíll inn í mannfjölda í New Orleans í morgun, myrti tíu og særði um 35 manns, var skotinn til bana af lögreglu þegar hann steig út úr bíl sínum eftir árásina. 1. janúar 2025 14:05 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26
Tala látinna hækkar í fimmtán Tala látinna eftir árás í New Orleans í morgun þar sem maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda hefur nú hækkað. Áður var greint frá að tíu hafi látist en nú eru 15 látnir og að minnsta kosti 35 aðrir særðir. 1. janúar 2025 23:10
Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn sem ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns hét Shamsud-Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari. Fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. 1. janúar 2025 19:44
Árásarmaðurinn skotinn til bana Árásarmaður sem ók bíll inn í mannfjölda í New Orleans í morgun, myrti tíu og særði um 35 manns, var skotinn til bana af lögreglu þegar hann steig út úr bíl sínum eftir árásina. 1. janúar 2025 14:05