Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 08:00 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin muni ganga rösklega til verka í orkumálum með aðgerðum til að auka orkuöflun. Stjr Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. Þetta er meðal þess sem fram kom í fyrsta nýársávarpi Kristrúnar sem forsætisráðherra í gærkvöldi. Hún sagði að fyrsta verk ríkisstjórnarinnar sé að koma á stöðugleika í efnahagsmálum og vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Um leið sé nauðsynlegt að rjúfa kyrrstöðu og auka verðmætasköpun í atvinnulífi. Kristrún sagði að vandinn á umliðnum árum hefði verið sá að stjórnvöld hefðu gjarnan samþykkt að auka útgjöld án þess að ná saman um að afla fjár eða draga úr öðrum útgjöldum á móti. Þegar þessi háttur sé hafður á, og bætt ofan á mikla þenslu í hagkerfinu, þá kyndi það undir verðbólgu og leiði þar með til hærri vaxta en ella. „Því er afar mikilvægt, og gleðilegt, að ný ríkisstjórn hafi náð fullri samstöðu um að eyða ekki um efni fram. Þess í stað hyggst ríkisstjórnin hagræða og grípa til aðgerða til að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Einnig verða tekin upp almenn og réttlát auðlindagjöld til þess að standa undir aukinni fjárfestingu í innviðum. Þetta eru mikilsverð tíðindi sem lofa góðu. Þá er brýnt að skoða ofan í kjölinn ýmsa kerfislæga þætti sem valda ójafnvægi í íslensku hagkerfi – lánamarkað, húsnæðismál og gjaldmiðil,“ sagði forsætisráðherra. Ísland taki virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi Kristrún ræddi einnig stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og sagði að í alþjóðlegu samhengi sé staða Íslands góð. Hún lagði þó áherslu á að Ísland verði að taka virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi. „Við megum vera þakklát fyrir að búa við frið. En það eru viðsjárverðir tímar á alþjóðavísu og því fylgja alvarleg viðfangsefni fyrir stjórnvöld, hérlendis eins og annars staðar. Stríðsrekstur í okkar heimshluta minnir illilega á að öryggi og friður eru grundvallarforsenda frelsis og velmegunar. Við Íslendingar eigum allt okkar undir virðingu fyrir alþjóðlegum lögum og rétti fullvalda ríkja. Þess vegna verðum við að taka virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi og fordæma með afgerandi hætti hvers kyns brot á alþjóðalögum. Á næstu árum skulum við leitast við að efla enn frekar samstarf okkar við önnur vestræn lýðræðisríki – þar á meðal vinaþjóðir okkar á Norðurlöndum,“ sagði Kristrún. Ráðast í aukna orkuöflun Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin muni ganga rösklega til verka í orkumálum með aðgerðum til að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta nýtni. Þannig verði stutt við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. „Þá hyggst ríkisstjórnin leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, meðal annars fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun, og vinna að þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Og þjóðinni gefinn kostur á að segja hug sinn varðandi framhald á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, eigi síðar en á árinu 2027.“ Lesa má ávarp forstætisráðherra í heild sinni á vef forsætisráðuneytisins. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Samfylkingin Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í fyrsta nýársávarpi Kristrúnar sem forsætisráðherra í gærkvöldi. Hún sagði að fyrsta verk ríkisstjórnarinnar sé að koma á stöðugleika í efnahagsmálum og vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Um leið sé nauðsynlegt að rjúfa kyrrstöðu og auka verðmætasköpun í atvinnulífi. Kristrún sagði að vandinn á umliðnum árum hefði verið sá að stjórnvöld hefðu gjarnan samþykkt að auka útgjöld án þess að ná saman um að afla fjár eða draga úr öðrum útgjöldum á móti. Þegar þessi háttur sé hafður á, og bætt ofan á mikla þenslu í hagkerfinu, þá kyndi það undir verðbólgu og leiði þar með til hærri vaxta en ella. „Því er afar mikilvægt, og gleðilegt, að ný ríkisstjórn hafi náð fullri samstöðu um að eyða ekki um efni fram. Þess í stað hyggst ríkisstjórnin hagræða og grípa til aðgerða til að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Einnig verða tekin upp almenn og réttlát auðlindagjöld til þess að standa undir aukinni fjárfestingu í innviðum. Þetta eru mikilsverð tíðindi sem lofa góðu. Þá er brýnt að skoða ofan í kjölinn ýmsa kerfislæga þætti sem valda ójafnvægi í íslensku hagkerfi – lánamarkað, húsnæðismál og gjaldmiðil,“ sagði forsætisráðherra. Ísland taki virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi Kristrún ræddi einnig stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og sagði að í alþjóðlegu samhengi sé staða Íslands góð. Hún lagði þó áherslu á að Ísland verði að taka virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi. „Við megum vera þakklát fyrir að búa við frið. En það eru viðsjárverðir tímar á alþjóðavísu og því fylgja alvarleg viðfangsefni fyrir stjórnvöld, hérlendis eins og annars staðar. Stríðsrekstur í okkar heimshluta minnir illilega á að öryggi og friður eru grundvallarforsenda frelsis og velmegunar. Við Íslendingar eigum allt okkar undir virðingu fyrir alþjóðlegum lögum og rétti fullvalda ríkja. Þess vegna verðum við að taka virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi og fordæma með afgerandi hætti hvers kyns brot á alþjóðalögum. Á næstu árum skulum við leitast við að efla enn frekar samstarf okkar við önnur vestræn lýðræðisríki – þar á meðal vinaþjóðir okkar á Norðurlöndum,“ sagði Kristrún. Ráðast í aukna orkuöflun Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin muni ganga rösklega til verka í orkumálum með aðgerðum til að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta nýtni. Þannig verði stutt við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. „Þá hyggst ríkisstjórnin leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, meðal annars fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun, og vinna að þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Og þjóðinni gefinn kostur á að segja hug sinn varðandi framhald á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, eigi síðar en á árinu 2027.“ Lesa má ávarp forstætisráðherra í heild sinni á vef forsætisráðuneytisins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Samfylkingin Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira