Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 22:52 Ruben Amorim er í miklum vandræðum með lið Manchester United sem færist nær fallsvæðinu. Getty/Robbie Jay Barratt Ruben Amorim segir að Newcastle sé betra lið en Manchester United og viðurkennir að liðið sem hann tók við í nóvember sé að sogast niður í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir 2-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld, og fimm töp í síðustu sex deildarleikjum, fer Manchester United inn í nýja árið aðeins sjö stigum frá fallsæti. Newcastle komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og eftir það virtist aldrei mikill vafi um hvernig færi. „Það er alveg á hreinu [að United er að sogast niður í fallbaráttu] svo við verðum að berjast. Þetta eru mjög erfiðir tímar, einir þeir erfiðustu í sögu Manchester United og við verðum að vera hreinskilnir með það. Við verðum að berjast í næsta leik,“ sagði Amorim við Sky Sports í kvöld. Hann var spurður hvort að hann væri ófáanlegur til að skipta út hugmyndafræði sinni, til að koma United úr þeim miklu ógöngum sem liðið er í. „Kannski, eða þá að maður heldur sig við sína hugmyndafræði og þeir þurfa að breyta um þjálfara. Þetta er val sem allir þurfa að eiga við í fótbolta. Ef ég held að þetta sé fyrir bestu fyrir mitt lið þá held ég áfram með sömu skilaboð, án vafa. Maður getur ekki farið aftur í tímann. Við höfum bara átt fjórar æfingar allir saman. Ég held áfram með mína hugmyndafræði til enda,“ sagði Amorim. Portúgalinn sagði Newcastle einfaldlega vera með betra lið en Manchester United: „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur [í kvöld]. Þeir voru betra liðið og þeir byrjuðu af miklum krafti. Það var mjög erfitt fyrir okkur að snúa þessu við eftir fyrsta markið vegna undanfarinna úrslita og við vorum ekki rétt staðsettir til að eiga við erfiðu augnablikin. Leikmennirnir fórnuðu miklu á vellinum og þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Newcastle er betra lið.“ Amorim neyddist til að gera breytingu á sínu liði eftir hálftíma leik, og taka Joshua Zirkzee af velli til að bæta Kobbie Mainoo við inn á miðjuna. Zirkzee virtist í öngum sínum en klúðraði Amorim liðsvalinu? „Það er mjög auðvelt að meta það eftir að leikurinn er hafinn. Ég þarf að gera það áður og ég er sá eini sem getur gert það og þarf að skilja hvernig þeir spila. Josh [Zirkzee]er leikmaður fyrir Manchester United og stundum viljum við meiri kraft fram á við. Við höfum ítrekað lent í að fá fyrsta markið á okkur úr föstum leikatriðum og völdum því fleiri menn til að eiga við þau. Við erum að reyna að leysa vandamál liðsins en það eru mörg vandamál og stundum þegar maður ýtir einu til hliðar þá verður til nýtt vandamál.“ Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
Eftir 2-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld, og fimm töp í síðustu sex deildarleikjum, fer Manchester United inn í nýja árið aðeins sjö stigum frá fallsæti. Newcastle komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og eftir það virtist aldrei mikill vafi um hvernig færi. „Það er alveg á hreinu [að United er að sogast niður í fallbaráttu] svo við verðum að berjast. Þetta eru mjög erfiðir tímar, einir þeir erfiðustu í sögu Manchester United og við verðum að vera hreinskilnir með það. Við verðum að berjast í næsta leik,“ sagði Amorim við Sky Sports í kvöld. Hann var spurður hvort að hann væri ófáanlegur til að skipta út hugmyndafræði sinni, til að koma United úr þeim miklu ógöngum sem liðið er í. „Kannski, eða þá að maður heldur sig við sína hugmyndafræði og þeir þurfa að breyta um þjálfara. Þetta er val sem allir þurfa að eiga við í fótbolta. Ef ég held að þetta sé fyrir bestu fyrir mitt lið þá held ég áfram með sömu skilaboð, án vafa. Maður getur ekki farið aftur í tímann. Við höfum bara átt fjórar æfingar allir saman. Ég held áfram með mína hugmyndafræði til enda,“ sagði Amorim. Portúgalinn sagði Newcastle einfaldlega vera með betra lið en Manchester United: „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur [í kvöld]. Þeir voru betra liðið og þeir byrjuðu af miklum krafti. Það var mjög erfitt fyrir okkur að snúa þessu við eftir fyrsta markið vegna undanfarinna úrslita og við vorum ekki rétt staðsettir til að eiga við erfiðu augnablikin. Leikmennirnir fórnuðu miklu á vellinum og þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Newcastle er betra lið.“ Amorim neyddist til að gera breytingu á sínu liði eftir hálftíma leik, og taka Joshua Zirkzee af velli til að bæta Kobbie Mainoo við inn á miðjuna. Zirkzee virtist í öngum sínum en klúðraði Amorim liðsvalinu? „Það er mjög auðvelt að meta það eftir að leikurinn er hafinn. Ég þarf að gera það áður og ég er sá eini sem getur gert það og þarf að skilja hvernig þeir spila. Josh [Zirkzee]er leikmaður fyrir Manchester United og stundum viljum við meiri kraft fram á við. Við höfum ítrekað lent í að fá fyrsta markið á okkur úr föstum leikatriðum og völdum því fleiri menn til að eiga við þau. Við erum að reyna að leysa vandamál liðsins en það eru mörg vandamál og stundum þegar maður ýtir einu til hliðar þá verður til nýtt vandamál.“
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira