Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2024 20:31 Sigrún er sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vísir/Ragnar Dagur Húseigendur þurfa að hafa varann á og gera viðeigandi ráðstafanir í kuldakastinu sem nú gengur yfir. Þetta segir forvarnasérfræðingur. Vatnsleki geti haft sömu áhrif á eignir og húsabruni. Líkt og greint hefur verið frá er nokkur kuldatíð í veðurkortunum, og útlit fyrir að víða nái frost tveggja stafa tölu á hitamælum. Kaldast verður til innsveita, þar sem sums staðar er spáð allt að 20 stiga frosti. Sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélagi bendir á að eigendur sumarhúsa þurfi sérstaklega að hafa varann á í kuldakastinu sem nú gengur yfir. „Það er aðallega að vatnið sé ekki að frjósa. Það er bæði í sumarhúsum, þeir einstaklingar sem eiga sumarhús, en svo erum við líka að sjá í loftræstikerfum í fyrirtækjum og öðru þvíumlíku, það á til að frjósa í svona miklu frosti,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vatnslekar tíðir í árferði sem þessu Hún hvetur fólk eindregið til að huga að eignum sínum og athuga hvort merki séu um leka eða frost í lögnum. „Ef það er frosið í sumarhúsum þá þarf að passa vel upp á þegar þiðnar aftur, þá fer vatnið oft á tíðum að flæða.“ Þá bendir Sigrún á að kuldakastinu fylgi eðlilega hálka, en ekki síður þegar því sleppir. „Það er svo mikill klaki víða, og þegar fer að hlána aftur verður undirlagið mjög hált.“ Heitavatnsleki á við húsbruna Helsta hættan sé þó frost í lögnum, sem Sigrún segir fólk oft á tíðum ekki huga að, þar semhugsunarhátturinn sé sá að þetta komi ekki fyrir það sjálft. Hún geldur varhug við því. „Það er alveg skelfilegt að lenda í vatnstjóni. Það vita þeir sem hafa á það reynt, og ég tala nú ekki um ef heita vatnið lekur. Skemmdamáttur þess er alveg gríðarlegur og í raun og veru geta hús verið eins og eftir bruna þegar heitt vatn lekur. Það skemmir allt.“ Áramótin varhugaverð Svo eru það auðvitað áramótin, sem er forvarnaflokkur út af fyrir sig. „Það er náttúrulega bara að vera vel klæddur. Það má búast við ágætis mengun frá flugeldunum og ég hvet alla til að fara eftir leiðbeiningum í hvívetna við meðhöndlun flugelda: Nota öryggisgleraugu, nota skinnhanska á hendur, þeir sem eru að meðhöndla flugeldana, og þeir sem eru að horfa á eiga líka að vera með öryggisgleraugu.“ Veður Tryggingar Slysavarnir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá er nokkur kuldatíð í veðurkortunum, og útlit fyrir að víða nái frost tveggja stafa tölu á hitamælum. Kaldast verður til innsveita, þar sem sums staðar er spáð allt að 20 stiga frosti. Sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélagi bendir á að eigendur sumarhúsa þurfi sérstaklega að hafa varann á í kuldakastinu sem nú gengur yfir. „Það er aðallega að vatnið sé ekki að frjósa. Það er bæði í sumarhúsum, þeir einstaklingar sem eiga sumarhús, en svo erum við líka að sjá í loftræstikerfum í fyrirtækjum og öðru þvíumlíku, það á til að frjósa í svona miklu frosti,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vatnslekar tíðir í árferði sem þessu Hún hvetur fólk eindregið til að huga að eignum sínum og athuga hvort merki séu um leka eða frost í lögnum. „Ef það er frosið í sumarhúsum þá þarf að passa vel upp á þegar þiðnar aftur, þá fer vatnið oft á tíðum að flæða.“ Þá bendir Sigrún á að kuldakastinu fylgi eðlilega hálka, en ekki síður þegar því sleppir. „Það er svo mikill klaki víða, og þegar fer að hlána aftur verður undirlagið mjög hált.“ Heitavatnsleki á við húsbruna Helsta hættan sé þó frost í lögnum, sem Sigrún segir fólk oft á tíðum ekki huga að, þar semhugsunarhátturinn sé sá að þetta komi ekki fyrir það sjálft. Hún geldur varhug við því. „Það er alveg skelfilegt að lenda í vatnstjóni. Það vita þeir sem hafa á það reynt, og ég tala nú ekki um ef heita vatnið lekur. Skemmdamáttur þess er alveg gríðarlegur og í raun og veru geta hús verið eins og eftir bruna þegar heitt vatn lekur. Það skemmir allt.“ Áramótin varhugaverð Svo eru það auðvitað áramótin, sem er forvarnaflokkur út af fyrir sig. „Það er náttúrulega bara að vera vel klæddur. Það má búast við ágætis mengun frá flugeldunum og ég hvet alla til að fara eftir leiðbeiningum í hvívetna við meðhöndlun flugelda: Nota öryggisgleraugu, nota skinnhanska á hendur, þeir sem eru að meðhöndla flugeldana, og þeir sem eru að horfa á eiga líka að vera með öryggisgleraugu.“
Veður Tryggingar Slysavarnir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira