Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. desember 2024 11:01 Hálsmenið er eftir Ásdísi Sveinsdóttur og segir Tolli það hafa mikið tilfinningalegt gildi. Vísir/Samsett Hálsmen sem stolið var af Tolla Morthens í Kaupmannahöfn fyrir nær tveimur áratugum dúkkaði skyndilega upp á antíksölu í Kópavogi. Þegar Tolli varð þess áskynja var menið þó þegar selt og nú leitar hann logandi ljósi að nýjum eiganda þess. Tolli birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði frá þessu. Menið sem um ræðir var gert af Ásdís Sveinsdóttir og var því stolið, að sögn Tolla, þegar hann var með vinnustofu við Grábræðratorg árið 2006. Hann segist hafa haft nokkra vissu um hver bæri ábyrgð á stuldinum en að hann hafi ekkert getað aðhafst. Enginn geti borið þýfi um hálsinn Eftir öll þessi ár segir Tolli að menið hafi birst skyndilega á sölusíðu Antíksölunnar í Kópavogi. Hann hafði samband við eigendur sölunnar en þau voru grunlaus að um illfenginn grip væri að ræða. Menið hefði verið selt fyrir ekki svo löngu en þau vissu ekki hvert. „Því leita ég til ykkar þarna úti ef einhvert ykkar hefur þetta men í sínum fórum án þess að vita að þetta sé þýfi þá biðla ég til viðkomandi að koma þessu til mín og að sjálfsögðu skal ég borga það sem viðkomandi gaf fyrir gripinn því menið hefur fyrst og fremst tilfinningalegt gildi fyrir mig,“ skrifar Tolli. Hann heitir fullum trúnaði og segist ekki eiga von á því að nokkur geti borið menið eftir að hafa fengið það að vita að þýfi héngi um hálsinn. „Þetta men hefur fyrst og fremst tilfinningagildi. Mér þykir vænt um það og svo stendur þetta fyrir sjálfu sér sem listagripur,“ segir Tolli í samtali við fréttastofu. Engar fréttir borist enn Honum hafa ekki borist neinar fréttir enn af því hvar menið sé niðurkomið en vonast til þess að það komi í leitirnar sem fyrst. Hann lofar því að greiða núverandi eigenda mensins því sem greitt var fyrir menið. „Ég góðfúslega bið viðkomandi sem hefur menið að vera í jólastuði með guði og melda menið til mín,“ segir Tolli. „Og svo við eigum bara gleðileg jól,“ segir hann. Myndlist Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Tolli birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði frá þessu. Menið sem um ræðir var gert af Ásdís Sveinsdóttir og var því stolið, að sögn Tolla, þegar hann var með vinnustofu við Grábræðratorg árið 2006. Hann segist hafa haft nokkra vissu um hver bæri ábyrgð á stuldinum en að hann hafi ekkert getað aðhafst. Enginn geti borið þýfi um hálsinn Eftir öll þessi ár segir Tolli að menið hafi birst skyndilega á sölusíðu Antíksölunnar í Kópavogi. Hann hafði samband við eigendur sölunnar en þau voru grunlaus að um illfenginn grip væri að ræða. Menið hefði verið selt fyrir ekki svo löngu en þau vissu ekki hvert. „Því leita ég til ykkar þarna úti ef einhvert ykkar hefur þetta men í sínum fórum án þess að vita að þetta sé þýfi þá biðla ég til viðkomandi að koma þessu til mín og að sjálfsögðu skal ég borga það sem viðkomandi gaf fyrir gripinn því menið hefur fyrst og fremst tilfinningalegt gildi fyrir mig,“ skrifar Tolli. Hann heitir fullum trúnaði og segist ekki eiga von á því að nokkur geti borið menið eftir að hafa fengið það að vita að þýfi héngi um hálsinn. „Þetta men hefur fyrst og fremst tilfinningagildi. Mér þykir vænt um það og svo stendur þetta fyrir sjálfu sér sem listagripur,“ segir Tolli í samtali við fréttastofu. Engar fréttir borist enn Honum hafa ekki borist neinar fréttir enn af því hvar menið sé niðurkomið en vonast til þess að það komi í leitirnar sem fyrst. Hann lofar því að greiða núverandi eigenda mensins því sem greitt var fyrir menið. „Ég góðfúslega bið viðkomandi sem hefur menið að vera í jólastuði með guði og melda menið til mín,“ segir Tolli. „Og svo við eigum bara gleðileg jól,“ segir hann.
Myndlist Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira