Segir Grænland ekki falt Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 15:01 Múte Bourup Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, vill ekki verða Bandaríkjamaður. Vísir/EPA Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. Trump blés í glæður eins þeirra furðumála sem einkenndu fyrri forsetatíð hans þegar hann tilkynnti um tilnefningu sína til næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku í gær. Þar sagði hann að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru alger nauðsyn með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Milliríkjadeila koma upp árið 2019 þegar upplýst varð að Trump hefði ítrekað spurst fyrir um möguleikann á að Bandaríkin keyptu Grænland af Danmörku. Hann aflýsti heimsókn til Danmerkur eftir að forsætisráðherra landsins sagði hugmyndina fráleita. Hugmyndin virðist ekki mælast betur fyrir nú ef marka má orð Múte Bouroup Egede, formanns grænlensku landsstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Grænland er okkar. Við erum ekki til sölu og við verðum aldrei til sölu. Við megum ekki tapa langvinnri frelsisbaráttu okkar,“ sagði Egede vegna ummæla Trump í dag. Bandaríkjaher hefur aðstöðu í Pituffik-herstöðinni, sem áður var kennd við Thule, á norðvesturströnd Grænlands. Rasmus Jarlov, þingmaður Íhaldsflokksins og formaður varnarmálanefndar danska þingsins, sagði framtíð hennar í hættu ef Bandaríkjastjórn ætlaði að ásælast danskt landsvæði. „Það verður að banna og mæta aðgerðum Bandaríkjanna að því leyti sem þær beinast að því að ná völdum yfir dönsku yfirráðasvæði. Þá geta þau ekki verið þarna yfir höfuð,“ sagði Jarlov á samfélagsmiðlinum X. Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Trump blés í glæður eins þeirra furðumála sem einkenndu fyrri forsetatíð hans þegar hann tilkynnti um tilnefningu sína til næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku í gær. Þar sagði hann að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru alger nauðsyn með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Milliríkjadeila koma upp árið 2019 þegar upplýst varð að Trump hefði ítrekað spurst fyrir um möguleikann á að Bandaríkin keyptu Grænland af Danmörku. Hann aflýsti heimsókn til Danmerkur eftir að forsætisráðherra landsins sagði hugmyndina fráleita. Hugmyndin virðist ekki mælast betur fyrir nú ef marka má orð Múte Bouroup Egede, formanns grænlensku landsstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Grænland er okkar. Við erum ekki til sölu og við verðum aldrei til sölu. Við megum ekki tapa langvinnri frelsisbaráttu okkar,“ sagði Egede vegna ummæla Trump í dag. Bandaríkjaher hefur aðstöðu í Pituffik-herstöðinni, sem áður var kennd við Thule, á norðvesturströnd Grænlands. Rasmus Jarlov, þingmaður Íhaldsflokksins og formaður varnarmálanefndar danska þingsins, sagði framtíð hennar í hættu ef Bandaríkjastjórn ætlaði að ásælast danskt landsvæði. „Það verður að banna og mæta aðgerðum Bandaríkjanna að því leyti sem þær beinast að því að ná völdum yfir dönsku yfirráðasvæði. Þá geta þau ekki verið þarna yfir höfuð,“ sagði Jarlov á samfélagsmiðlinum X.
Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22