Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. desember 2024 21:47 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði ræddi áherslur nýrrar ríkisstjórnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Ívar Fannar Það kemur á óvart að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar sé ekki meira afgerandi um aðgerðir í velferðarmálum miðað við þær áherslur sem flokkarnir héldu á lofti fyrir kosningar. Tvö risavaxin mál er hins vegar að finna í sáttmálanum, annars vegar um auðlindir og hins vegar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 um nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar sem kynnt var í gær. „Það eru tvö tröllvaxin mál þarna. Það er annars vegar baráttan sem hefur verið í íslenskum stjórnmálum í áratugi um kvótakerfið og úthlutun veiðiheimilda og hvernig gjald skuli innheimt fyrir þau er tekið þarna upp og gefið til kynna að þarna eigi að sækja næstum því fullt gjald. Það á að setja þetta ákvæði í stjórnarskrá,“ segir Eiríkur. Hins vegar þurfi slíkar breytingar á stjórnarskrá að fara í gegnum tvö þing. „Þetta hefur verið bara menningarátök íslenskra stjórnmála frá því að kvótakerfið var sett á. Síðan er það Evrópusambandsaðildin sem hefur klofið þessa þjóð rækilega í herðar niður,“ sagði Eiríkur. „Þarna ertu með tvö meiriháttar mál. Og svo á að rétta hlut bótaþega.“ Viðreisn hafi stöðvað skattahækkanir Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa sagt að ekki standi til að hækka tekjuskatta, fjármagnstekjuskatta eða annað slíkt. Hins vegar er lögð áhersla á ýmis velferðarverkefni. Er þetta í einhvers konar búningi um skattahækkanir? „Nei það er þá þetta, það á að sækja þetta í auðlindirnar. Viðreisn hefur náð því í gegn að til dæmis fjármagnstekjuskattur er ekki hækkaður og skattar eru almennt ekki hækkaðir. En það á að sækja tekjurnar í fiskinn bara. En síðan er þetta nokkuð óljóst, hvað nákvæmlega á að gera í þessum velferðarmálum,“ svaraði Eiríkur. Formenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins sýndu á spilin og undirrituðu stefnuyfirlýsingu ríkistjórnar flokkanna þriggja í gær.Vísir/Vilhelm Skýrt markmið en þykir útfærslan ekki afgerandi Hann hafi átt von á meira afgerandi útspili frá stjórnarflokkunum hvað varðar stefnu og þær breytingar sem eigi að gera í velferðarmálum, einkum í ljósi þess hvernig Flokkur fólksins hafi talað fyrir kosningar. „Eina sem er fast í hendi er breyting á vísitölunni, að það sé miðað við launavísitölu í bótagreiðslum til ellilífeyrisþega og annarra bótaþega frekar heldur en verðlagsvísitölu. En nú er búið að binda kjarasamninga undir verðlagsþróun í landinu til einhvers tíma, þannig að það er ekki að fara að skila nokkru í vasann alveg á næstunni. Þannig þetta kemur örlítið á óvart,“ segir Eiríkur. Markmiðið hjá ríkisstjórninni virðist þó vera skýrt, það eigi bara eftir að koma betur í ljós hvernig á að útfæra það. Sindri Sindrason fréttaþulur rifjaði upp nokkur af kosningaloforðum Ingu Sæland, meðal annars sem snúi að því að útrýma fátækt og útrýma biðlistum í heilbrigðisþjónustu, og velti því upp við Eirík hversu langt mundi líða þar til hún myndi þurfa að sætta sig við að það gengi ekki eftir. „Eigum við ekki að leyfa einhverjum tíma að líða áður en við sláum því föstu að það takist ekki. En ég hef ekki séð neitt í gær og í dag sem að segir mér hvernig hún ætlar að fara að þessu,“ svaraði Eiríkur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Evrópusambandið Félagsmál Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 um nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar sem kynnt var í gær. „Það eru tvö tröllvaxin mál þarna. Það er annars vegar baráttan sem hefur verið í íslenskum stjórnmálum í áratugi um kvótakerfið og úthlutun veiðiheimilda og hvernig gjald skuli innheimt fyrir þau er tekið þarna upp og gefið til kynna að þarna eigi að sækja næstum því fullt gjald. Það á að setja þetta ákvæði í stjórnarskrá,“ segir Eiríkur. Hins vegar þurfi slíkar breytingar á stjórnarskrá að fara í gegnum tvö þing. „Þetta hefur verið bara menningarátök íslenskra stjórnmála frá því að kvótakerfið var sett á. Síðan er það Evrópusambandsaðildin sem hefur klofið þessa þjóð rækilega í herðar niður,“ sagði Eiríkur. „Þarna ertu með tvö meiriháttar mál. Og svo á að rétta hlut bótaþega.“ Viðreisn hafi stöðvað skattahækkanir Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa sagt að ekki standi til að hækka tekjuskatta, fjármagnstekjuskatta eða annað slíkt. Hins vegar er lögð áhersla á ýmis velferðarverkefni. Er þetta í einhvers konar búningi um skattahækkanir? „Nei það er þá þetta, það á að sækja þetta í auðlindirnar. Viðreisn hefur náð því í gegn að til dæmis fjármagnstekjuskattur er ekki hækkaður og skattar eru almennt ekki hækkaðir. En það á að sækja tekjurnar í fiskinn bara. En síðan er þetta nokkuð óljóst, hvað nákvæmlega á að gera í þessum velferðarmálum,“ svaraði Eiríkur. Formenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins sýndu á spilin og undirrituðu stefnuyfirlýsingu ríkistjórnar flokkanna þriggja í gær.Vísir/Vilhelm Skýrt markmið en þykir útfærslan ekki afgerandi Hann hafi átt von á meira afgerandi útspili frá stjórnarflokkunum hvað varðar stefnu og þær breytingar sem eigi að gera í velferðarmálum, einkum í ljósi þess hvernig Flokkur fólksins hafi talað fyrir kosningar. „Eina sem er fast í hendi er breyting á vísitölunni, að það sé miðað við launavísitölu í bótagreiðslum til ellilífeyrisþega og annarra bótaþega frekar heldur en verðlagsvísitölu. En nú er búið að binda kjarasamninga undir verðlagsþróun í landinu til einhvers tíma, þannig að það er ekki að fara að skila nokkru í vasann alveg á næstunni. Þannig þetta kemur örlítið á óvart,“ segir Eiríkur. Markmiðið hjá ríkisstjórninni virðist þó vera skýrt, það eigi bara eftir að koma betur í ljós hvernig á að útfæra það. Sindri Sindrason fréttaþulur rifjaði upp nokkur af kosningaloforðum Ingu Sæland, meðal annars sem snúi að því að útrýma fátækt og útrýma biðlistum í heilbrigðisþjónustu, og velti því upp við Eirík hversu langt mundi líða þar til hún myndi þurfa að sætta sig við að það gengi ekki eftir. „Eigum við ekki að leyfa einhverjum tíma að líða áður en við sláum því föstu að það takist ekki. En ég hef ekki séð neitt í gær og í dag sem að segir mér hvernig hún ætlar að fara að þessu,“ svaraði Eiríkur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Evrópusambandið Félagsmál Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira