Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar 20. desember 2024 14:02 Hér eru nokkur hvatningarorð til valkyrjanna og valkyrjustjórnar þeirra, að stjórnarsáttmálinn tali skýrt um lýðheilsu og standi vörð um forvarnir í landinu, sérstaklega áfengisforvarnir. Valkyrjur í norrænni goðafræði höfðu það hlutverk að „kjósa val“. Fara þær á vígvöll þar sem orrusta er háð og ákveða hvaða stríðsmenn eiga að falla í bardaganum. Þær geta bæði ráðið mönnum bana og verndað hetjur sínar á vígvellinum. Valkyrjurnar þrjár hafa val um hvort þær muni styðja eigendur fíkniefnaiðnaðarins og auka aðgengi að áfengi og niktótíni og öðrum fíkniefnum og hlaða þannig á valköstinn fleiri fórnarlömbum sem falla í valinn fyrir aldur fram í baráttunni við efnavopn iðnaðarsins, eða að valkyrjurnar velji almennig sem hetjur sínar og verndi almenning gegn fíknaefnaiðnaðinum með öflugum forvörnum og meðferð. Ísland hefur með öflugum tóbaksforvörnum náð ótrúlegum árangri á heimsvísu að minnka tóbaksreykingar, en við sofnuðum á verðinum og tóbaksiðnaðurinn hefur undanfarin ár herjað á íslensk ungmenni með veipi og nikótínpúðum. Nikótín er taugaeitur, skordýraeitur sem veldur skaða á taugakerfinu. Nikótín er feiknasterkt fíkniefni, eins ávanabindandi og heróín. Nikótín skaðar DNA, sjálft erfðaefnið. Nikótín getur valdið fósturskaða, framleiðir fötluð börn. Viljum við sem samfélag framleiða fötluð börn? Eða eru það stjórnarskrárvörð réttindi tóbakssala að pranga taugaeitri inn á íslensk ungmenni? Ykkar er valið. Árið 2016 voru um 55 milljón dauðsföll á heimsvísu. Þar af voru 8 milljón dauðsföll vegna tóbabsnotkunar og 3 milljón dauðsföll tengd áfengisneyslu, samanlagt 11 milljónir sem dóu fyrir aldur fram á vígvöllum tóbaks- og áfengisiðnarins. 11 af 55 milljónum, það er fimmta hvert dauðsfall í heiminum. Í Evrópu er 10. hvert dauðsfall vegna áfengisneyslu. Sem betur fer hefur neysla á áfengi á Íslandi verið minni en í Evrópu. En ef neyslan eykst upp í neysluna í Evrópu, þá má búast við að meira en 250 manns látist á hverju ári úr áfengisneyslu á Íslandi. Samfélagslegur skaði af áfengisneyslu er gífurlegur. Má ætla að kostnaðurinn á Íslandi nemi allt að 150 milljörðum á hverju einasta ári. Nú má nefna að fasteignamat fyrir Grindavík er 140-150 milljarðar. Sem sagt áfengisiðnaðurinn kostar samfélagið eina Grindavík á hverjum einasta ári. Nú hafa verið reistir garðar – forvarnagarðar kringum Grindavík, og þeir hafa sýnt gildi sitt. Samfélagið/ríkisvaldið er með forvarnagarða í kringum áfengisiðnaðinn en samt veldur áfengið þessum gríðarlega skaða. Það eru síðan ákveðnir stjórnmálamenn sem vilja ryðja niður forvarnagörðunum. Það mun auka neyslu og auka skaðann. Þegar bjórinn var leyfður árið 1989 þá var minna en 1 ár frá að Alþjóðlega krabbameinsstofnunin hafði lýst því yfir að áfengisneysla ylli krabbameini. Síðan á þessum 35 árum hefur komið æ betur í ljós skaðsemi áfengis (og annarra fíkniefna) á mörgum sviðum. Í fyrra, árið 2023 komu nýjar samnorrænar næringarráðleggingar. Um áfengi: „Þar sem ekki er hægt að gefa upp örugg viðmiðunarmörk um áfengisneyslu er í Norrænum næringarráðleggingum 2023 mælt með því að öll forðist neyslu áfengis. Sé áfengis neytt ber inntaka að vera í lágmarki. Þetta á einnig við um konur með börn á brjósti. Strangari ráðleggingar (algjört bindindi) eiga við um börn, unglinga og þungaðar konur.“ Stór hluti almennings veit ekki um að áfengi veldur krabbameini eða um nýju næringarráðleggingarnar. Við þurfum að bæta úr því. Í maí 2026, mun Írland að vissu leyti standa framar Íslandi í áfengisforvörnum, þegar Írland verður fyrsta landið í heiminum til að setja merkimiða á allar áfengisumbúðir. Á þessum miðum verður varað við að áfengi veldur lifrarsjúkdómum, fósturskaða, og krabbameinum. https://movendi.ngo/news/2023/01/10/green-light-for-alcohol-warning-labelling-in-ireland/ Við leggjum til að í stjórnarsáttmálanum standi að Ísland verði annað landið í heiminum að setja í lög slíka merkimiða. Betra að vera í fararbroddi í forvörnum heldur en eftir nokkur ár að taka þetta upp sem Evrópusambandstilskipun. Írland er í ESB og það er Danmörk líka. Alls 26 hagsmuna- og félagasamtök á sviði heilbrigðis- og lýðheilsumála, bæði sjúklinga og starfsfólks og fagstétta, ásamt Danica-lífeyrissjóðnum, hafa stofnað Forvarnafylkinguna (Forebyggelsesalliancen) og þau hafa nú sent danska þinginu 78 tillögur til bæta heilsu og lengja líf Dana. Tillaga 1. er að banna að selja níktínvörur öllum árgöngum fæddum eftir 1. Janúar 2008. Tillaga 4. Taka upp einkasölu ríkisins á tóbaki og áfengi. Sem sagt Danir vilja danskt ÁTVR. https://danicapension.dk/-/media/pdf/danica-pension/forebyggende-sundhed/det-politiske-idkatalog.pdf? A´fengi veldur krabbameinum. ESB setti fram árið 2022 áætlun til berjast á móti krabbameini, (e. Europe's Beating Cancer Plan). Í henni er lögð rík áhersla að minnka þurfi áfengisneyslu í Evrópu til að fækka krabbameinstilfellum. https://health.ec.europa.eu/system/files/2022-02/eu_cancer-plan_en_0.pdf Áfengi veldur brjóstakrabbameini. Rannsókn frá 2024, sýnir að áfengisneysla er stærsti áhættuþátturinn fyrir brjóstkrabbameini í Evrópu. Valkyrjurnar styðja væntanlega að fækka verði brjóstakrabbameinstilfellum. https://movendi.ngo/news/2024/10/10/understanding-the-direct-link-between-alcohol-and-breast-cancer/ „Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum. Aðalsmerki heimsmarkmiðanna er að þau eru algild og því hafa aðildarríkin skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra.“ Forsætisráðherra ber ábyrgð á framgangi HSÞ og hefur hann mætt í tvígang á þing hjá Sameinuðu þjóðunum, 2019 og 2023 og gefið skýrslu um framgang markmiðanna af Íslands hálfu. Næst gefur forsætisráðherra skýrslu 2027. Skaðsemi áfengisneyslu er mun víðtækari en flestir gera sér grein fyrir. Bæklingur, sem IOGT á Íslandi þýddi, - ÁFENGI OG HEIMSMARKMIÐ SJÁLFBÆRRAR ÞRÓUNAR 2020 – 2030 – sýnir hvernig áfengi hindrar og tálmar að við náum að uppfylla 14 af Heimsmarkmiðunum 17. Við væntum þess að forsætisráðherra árið 2027 hjá Sameinuðu þjóðunum lýsi hvernig Ísland vann að framgangi Heimsmarkmiðanna með því að viðhalda öflugum áfengisforvörnum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er lög á Íslandi. 33. greinin er um VERND GEGN SKAÐLEGUM VÍMUEFNUM. Áfengiskaupaaldur á Íslandi er 20 ára. Rannsóknir sýna að sumir unglingar í árgöngunum sem eru einu eða tveimur árum yngri en áfengiskaupaldurinn byrja að prufa áfengisneyslu. Það er núna sem sagt 18 og 19 ára. Ef áfengiskaupaaldurinn er lækkaður niður í 18 ára, þá verða það 16 og 17 ára börn sem prufa í meira mæli en nú er. Það er brot á Barnasáttmálanum. Að lækka áfengiskaupaaldur úr 20 ára í 18 ára er fásinna. Þeir sem græða á því er áfengisiðnaðurinn. Því fyrr sem einstaklingur neytir fíknisefnis, t.d. áfengis, því líklegri er hann að verða fíkill. Þjóðverjar tala um að 10 prósent fullorðinna neyta 50 % af áfenginu. Það þýðir að annað hvert glas af áfengi er neytt af fólki sem eru fíklar. Viðskiptamódel áfengisiðnaðarins byggir á fíklum. Grundvallaratriði fyrir hann er að allir prufi að neyta áfengis til að húkka mögulega fíkla og því yngri því betra fyrir iðnaðinn. Áfengisneysla getur valdið fósturskaða. Við á Íslandi höfum náð mjög góðum árangri í að vara við og minnka áfengisneyslu á meðgöngu. En það þarf að viðhalda þeim árangri. Hitt vita fæstir að áfengisneysla föðurs getur valdið skaða á sáðfrumum og valdið þannig fósturskaða. Aukið aðgengi veldur aukinni áfengisneyslu. Viljum við sem samfélag framleiða fleiri fötluð börn? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO samþykkti árið 2022 að draga úr áfengisneyslu um 20% fyrir árið 2030. 75. fundur Alþjóðaheilbrigðisþingsins (WHA75) samþykkti sögulega ákvörðun um alþjóðleg viðbrögð við skaða af völdum áfengisiðnaðarins. WHA75 samþykkti einróma alþjóðlega áfengisaðgerðaáætlun WHO (2022-230) og styður þar með yfirgripsmikla áætlun - forgangsverkefni í lýðheilsu - með metnaðarfullum markmiðum og aðgerðum gegn áfengi. Þar var einnig harmað hve forvarnir hafa veikst síðustu 10 ár. Ísland samþykkti þessa áætlun og því hlýtur ný ríkisstjórn vinna að því að ná markmiðum þessarrar áætlunar. Valkyrjurnar kjósa valinn, hvort almenningur er veginn fyrir aldur fram af fíkniefnaiðnaðinum eða hvort að almenningur fái að deyja úr elli. Kjósum öflugar forvarnir, öfluga meðferð og ellina. Virðingarfyllst, Björn Sævar Einarsson Höfundur er formaður Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Áfengi og tóbak Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Burt með stöðumælana! Björn Jón Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hér eru nokkur hvatningarorð til valkyrjanna og valkyrjustjórnar þeirra, að stjórnarsáttmálinn tali skýrt um lýðheilsu og standi vörð um forvarnir í landinu, sérstaklega áfengisforvarnir. Valkyrjur í norrænni goðafræði höfðu það hlutverk að „kjósa val“. Fara þær á vígvöll þar sem orrusta er háð og ákveða hvaða stríðsmenn eiga að falla í bardaganum. Þær geta bæði ráðið mönnum bana og verndað hetjur sínar á vígvellinum. Valkyrjurnar þrjár hafa val um hvort þær muni styðja eigendur fíkniefnaiðnaðarins og auka aðgengi að áfengi og niktótíni og öðrum fíkniefnum og hlaða þannig á valköstinn fleiri fórnarlömbum sem falla í valinn fyrir aldur fram í baráttunni við efnavopn iðnaðarsins, eða að valkyrjurnar velji almennig sem hetjur sínar og verndi almenning gegn fíknaefnaiðnaðinum með öflugum forvörnum og meðferð. Ísland hefur með öflugum tóbaksforvörnum náð ótrúlegum árangri á heimsvísu að minnka tóbaksreykingar, en við sofnuðum á verðinum og tóbaksiðnaðurinn hefur undanfarin ár herjað á íslensk ungmenni með veipi og nikótínpúðum. Nikótín er taugaeitur, skordýraeitur sem veldur skaða á taugakerfinu. Nikótín er feiknasterkt fíkniefni, eins ávanabindandi og heróín. Nikótín skaðar DNA, sjálft erfðaefnið. Nikótín getur valdið fósturskaða, framleiðir fötluð börn. Viljum við sem samfélag framleiða fötluð börn? Eða eru það stjórnarskrárvörð réttindi tóbakssala að pranga taugaeitri inn á íslensk ungmenni? Ykkar er valið. Árið 2016 voru um 55 milljón dauðsföll á heimsvísu. Þar af voru 8 milljón dauðsföll vegna tóbabsnotkunar og 3 milljón dauðsföll tengd áfengisneyslu, samanlagt 11 milljónir sem dóu fyrir aldur fram á vígvöllum tóbaks- og áfengisiðnarins. 11 af 55 milljónum, það er fimmta hvert dauðsfall í heiminum. Í Evrópu er 10. hvert dauðsfall vegna áfengisneyslu. Sem betur fer hefur neysla á áfengi á Íslandi verið minni en í Evrópu. En ef neyslan eykst upp í neysluna í Evrópu, þá má búast við að meira en 250 manns látist á hverju ári úr áfengisneyslu á Íslandi. Samfélagslegur skaði af áfengisneyslu er gífurlegur. Má ætla að kostnaðurinn á Íslandi nemi allt að 150 milljörðum á hverju einasta ári. Nú má nefna að fasteignamat fyrir Grindavík er 140-150 milljarðar. Sem sagt áfengisiðnaðurinn kostar samfélagið eina Grindavík á hverjum einasta ári. Nú hafa verið reistir garðar – forvarnagarðar kringum Grindavík, og þeir hafa sýnt gildi sitt. Samfélagið/ríkisvaldið er með forvarnagarða í kringum áfengisiðnaðinn en samt veldur áfengið þessum gríðarlega skaða. Það eru síðan ákveðnir stjórnmálamenn sem vilja ryðja niður forvarnagörðunum. Það mun auka neyslu og auka skaðann. Þegar bjórinn var leyfður árið 1989 þá var minna en 1 ár frá að Alþjóðlega krabbameinsstofnunin hafði lýst því yfir að áfengisneysla ylli krabbameini. Síðan á þessum 35 árum hefur komið æ betur í ljós skaðsemi áfengis (og annarra fíkniefna) á mörgum sviðum. Í fyrra, árið 2023 komu nýjar samnorrænar næringarráðleggingar. Um áfengi: „Þar sem ekki er hægt að gefa upp örugg viðmiðunarmörk um áfengisneyslu er í Norrænum næringarráðleggingum 2023 mælt með því að öll forðist neyslu áfengis. Sé áfengis neytt ber inntaka að vera í lágmarki. Þetta á einnig við um konur með börn á brjósti. Strangari ráðleggingar (algjört bindindi) eiga við um börn, unglinga og þungaðar konur.“ Stór hluti almennings veit ekki um að áfengi veldur krabbameini eða um nýju næringarráðleggingarnar. Við þurfum að bæta úr því. Í maí 2026, mun Írland að vissu leyti standa framar Íslandi í áfengisforvörnum, þegar Írland verður fyrsta landið í heiminum til að setja merkimiða á allar áfengisumbúðir. Á þessum miðum verður varað við að áfengi veldur lifrarsjúkdómum, fósturskaða, og krabbameinum. https://movendi.ngo/news/2023/01/10/green-light-for-alcohol-warning-labelling-in-ireland/ Við leggjum til að í stjórnarsáttmálanum standi að Ísland verði annað landið í heiminum að setja í lög slíka merkimiða. Betra að vera í fararbroddi í forvörnum heldur en eftir nokkur ár að taka þetta upp sem Evrópusambandstilskipun. Írland er í ESB og það er Danmörk líka. Alls 26 hagsmuna- og félagasamtök á sviði heilbrigðis- og lýðheilsumála, bæði sjúklinga og starfsfólks og fagstétta, ásamt Danica-lífeyrissjóðnum, hafa stofnað Forvarnafylkinguna (Forebyggelsesalliancen) og þau hafa nú sent danska þinginu 78 tillögur til bæta heilsu og lengja líf Dana. Tillaga 1. er að banna að selja níktínvörur öllum árgöngum fæddum eftir 1. Janúar 2008. Tillaga 4. Taka upp einkasölu ríkisins á tóbaki og áfengi. Sem sagt Danir vilja danskt ÁTVR. https://danicapension.dk/-/media/pdf/danica-pension/forebyggende-sundhed/det-politiske-idkatalog.pdf? A´fengi veldur krabbameinum. ESB setti fram árið 2022 áætlun til berjast á móti krabbameini, (e. Europe's Beating Cancer Plan). Í henni er lögð rík áhersla að minnka þurfi áfengisneyslu í Evrópu til að fækka krabbameinstilfellum. https://health.ec.europa.eu/system/files/2022-02/eu_cancer-plan_en_0.pdf Áfengi veldur brjóstakrabbameini. Rannsókn frá 2024, sýnir að áfengisneysla er stærsti áhættuþátturinn fyrir brjóstkrabbameini í Evrópu. Valkyrjurnar styðja væntanlega að fækka verði brjóstakrabbameinstilfellum. https://movendi.ngo/news/2024/10/10/understanding-the-direct-link-between-alcohol-and-breast-cancer/ „Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum. Aðalsmerki heimsmarkmiðanna er að þau eru algild og því hafa aðildarríkin skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra.“ Forsætisráðherra ber ábyrgð á framgangi HSÞ og hefur hann mætt í tvígang á þing hjá Sameinuðu þjóðunum, 2019 og 2023 og gefið skýrslu um framgang markmiðanna af Íslands hálfu. Næst gefur forsætisráðherra skýrslu 2027. Skaðsemi áfengisneyslu er mun víðtækari en flestir gera sér grein fyrir. Bæklingur, sem IOGT á Íslandi þýddi, - ÁFENGI OG HEIMSMARKMIÐ SJÁLFBÆRRAR ÞRÓUNAR 2020 – 2030 – sýnir hvernig áfengi hindrar og tálmar að við náum að uppfylla 14 af Heimsmarkmiðunum 17. Við væntum þess að forsætisráðherra árið 2027 hjá Sameinuðu þjóðunum lýsi hvernig Ísland vann að framgangi Heimsmarkmiðanna með því að viðhalda öflugum áfengisforvörnum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er lög á Íslandi. 33. greinin er um VERND GEGN SKAÐLEGUM VÍMUEFNUM. Áfengiskaupaaldur á Íslandi er 20 ára. Rannsóknir sýna að sumir unglingar í árgöngunum sem eru einu eða tveimur árum yngri en áfengiskaupaldurinn byrja að prufa áfengisneyslu. Það er núna sem sagt 18 og 19 ára. Ef áfengiskaupaaldurinn er lækkaður niður í 18 ára, þá verða það 16 og 17 ára börn sem prufa í meira mæli en nú er. Það er brot á Barnasáttmálanum. Að lækka áfengiskaupaaldur úr 20 ára í 18 ára er fásinna. Þeir sem græða á því er áfengisiðnaðurinn. Því fyrr sem einstaklingur neytir fíknisefnis, t.d. áfengis, því líklegri er hann að verða fíkill. Þjóðverjar tala um að 10 prósent fullorðinna neyta 50 % af áfenginu. Það þýðir að annað hvert glas af áfengi er neytt af fólki sem eru fíklar. Viðskiptamódel áfengisiðnaðarins byggir á fíklum. Grundvallaratriði fyrir hann er að allir prufi að neyta áfengis til að húkka mögulega fíkla og því yngri því betra fyrir iðnaðinn. Áfengisneysla getur valdið fósturskaða. Við á Íslandi höfum náð mjög góðum árangri í að vara við og minnka áfengisneyslu á meðgöngu. En það þarf að viðhalda þeim árangri. Hitt vita fæstir að áfengisneysla föðurs getur valdið skaða á sáðfrumum og valdið þannig fósturskaða. Aukið aðgengi veldur aukinni áfengisneyslu. Viljum við sem samfélag framleiða fleiri fötluð börn? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO samþykkti árið 2022 að draga úr áfengisneyslu um 20% fyrir árið 2030. 75. fundur Alþjóðaheilbrigðisþingsins (WHA75) samþykkti sögulega ákvörðun um alþjóðleg viðbrögð við skaða af völdum áfengisiðnaðarins. WHA75 samþykkti einróma alþjóðlega áfengisaðgerðaáætlun WHO (2022-230) og styður þar með yfirgripsmikla áætlun - forgangsverkefni í lýðheilsu - með metnaðarfullum markmiðum og aðgerðum gegn áfengi. Þar var einnig harmað hve forvarnir hafa veikst síðustu 10 ár. Ísland samþykkti þessa áætlun og því hlýtur ný ríkisstjórn vinna að því að ná markmiðum þessarrar áætlunar. Valkyrjurnar kjósa valinn, hvort almenningur er veginn fyrir aldur fram af fíkniefnaiðnaðinum eða hvort að almenningur fái að deyja úr elli. Kjósum öflugar forvarnir, öfluga meðferð og ellina. Virðingarfyllst, Björn Sævar Einarsson Höfundur er formaður Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun