Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2024 11:34 Því yngri sem börn eru, því verri einkenni fá þau ef þau sýkjast af RS-veirunni. Vísir/Vilhelm Sex börn liggja inni á Barnaspítala hringsins vegna RS-veirusýkingar. Læknir á spítalanum segir að langt sé í land hvað varðar faraldurinn þennan veturinn. Hann biðlar til fólks að fara varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðum. RS-veiran hefur lagst þungt á landann þennan veturinn. Fleiri börn hafa verið að veikjast en venjulega og þau fengið meiri einkenni. Nokkur börn hafa verið lögð inn á gjörgæslu með sýkingu. Veiran leggst á öndunarveg þeirra sem smitast og getur valdið berkju- og lungnabólgu, sérstaklega í börnum yngri en eins árs. Sindri Valdimarsson, læknir á Barnaspítalanum, segir mikið álag á starfsfólki spítalans þessa dagana. RS-veiran og fleiri pestir hrjái marga. „Þetta er því miður jólagjöfin okkar hvert einasta ár. Börnin sem leggjast inn þurfa þá oftast aðstoð með næringu, annað hvort með sondu eða í æð, eða þau sem þurfa aðstoð með súrefni,“ segir Sindri. Faraldurinn gengur hér yfir á hverju ári. Sindri segir langt í land í þetta sinn, faraldurinn sé nýhafinn. „Við búumst við því að þessi sýking verði töluvert ríkjandi af þeim sem koma til okkar í margar vikur í viðbót. Það getur alveg verið í einn til tvo mánuði í viðbót. Þannig það er mikilvægt að passa eins vel og hægt er eigin smitvarnir og ekki að smita nýfædd börn af kvefi í jólaboðunum. Fara sérstaklega varlega í kringum nýfædd börn,“ segir Sindri. Sóttvarnayfirvöld eru með til skoðunar nýtt mótefni gegn RS-veirunni. Frá og með næsta vetri gætu nýfædd börn fengið mótefnið sem góð reynsla er af í öðrum Evrópuríkjum. Með því sé hægt að koma í veg fyrir allt að áttatíu prósent af alvarlegum veikindum og innlögnum barna sem fá veiruna. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
RS-veiran hefur lagst þungt á landann þennan veturinn. Fleiri börn hafa verið að veikjast en venjulega og þau fengið meiri einkenni. Nokkur börn hafa verið lögð inn á gjörgæslu með sýkingu. Veiran leggst á öndunarveg þeirra sem smitast og getur valdið berkju- og lungnabólgu, sérstaklega í börnum yngri en eins árs. Sindri Valdimarsson, læknir á Barnaspítalanum, segir mikið álag á starfsfólki spítalans þessa dagana. RS-veiran og fleiri pestir hrjái marga. „Þetta er því miður jólagjöfin okkar hvert einasta ár. Börnin sem leggjast inn þurfa þá oftast aðstoð með næringu, annað hvort með sondu eða í æð, eða þau sem þurfa aðstoð með súrefni,“ segir Sindri. Faraldurinn gengur hér yfir á hverju ári. Sindri segir langt í land í þetta sinn, faraldurinn sé nýhafinn. „Við búumst við því að þessi sýking verði töluvert ríkjandi af þeim sem koma til okkar í margar vikur í viðbót. Það getur alveg verið í einn til tvo mánuði í viðbót. Þannig það er mikilvægt að passa eins vel og hægt er eigin smitvarnir og ekki að smita nýfædd börn af kvefi í jólaboðunum. Fara sérstaklega varlega í kringum nýfædd börn,“ segir Sindri. Sóttvarnayfirvöld eru með til skoðunar nýtt mótefni gegn RS-veirunni. Frá og með næsta vetri gætu nýfædd börn fengið mótefnið sem góð reynsla er af í öðrum Evrópuríkjum. Með því sé hægt að koma í veg fyrir allt að áttatíu prósent af alvarlegum veikindum og innlögnum barna sem fá veiruna.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46