Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar 20. desember 2024 11:01 Það líður að áramótum og tími uppgjörs er genginn í garð. Í fréttum RÚV á dögunum var greint frá því að „skautun“, eða „pólarísering“ á ensku, hefði orðið fyrir valinu sem orð ársins hjá Merriam-Webster orðabókinni. Það þarf ekki annað en að horfa á íslenskar fréttir, lesa íslenska fjölmiðlaumfjöllun eða samfélagsmiðla til þess að skilja að „skautun“ kemst nærri því að vera orð ársins á Íslandi líka. Þetta var einmitt inntak fréttarinnar, og sýndu fréttaúrklippur frá árinu ráðamenn og menningarvita taka hugtakið sér til munns til þess að lýsa stöðu samfélagsmála: þ.e. að bilið milli andstæðra radda og skoðana verður æ breiðara og því erfiðara að halda uppi uppbyggilegri umræðu. Skautun bar alloft á góma í nýafstaðinni kosningabaráttu. Frambjóðendum allra flokka var tíðrætt um fyrirbærið og lýstu miklum áhyggjum af því hvernig pólarísering væri að gegnsýra íslenskt samfélag og samfélagsumræðu. Ég get á vissan hátt tekið undir slíkar áhyggjur. Á sama tíma fannst mér orðræða í aðdraganda kosninganna bera vott um að raunverulegt vandamál pólitískrar umræðu á Íslandi væri djúpstæðara en svo að hægt væri að skýra það með hugtakinu „skautun“. Meira lýsandi væri að tala um „tvíhyggju“. Tvíhyggja kallast það þegar heimsmynd manna byggir á ákveðinni grundvallaraðgreiningu tilverunnar í tvo ólíka frumþætti, svo sem anda og efni, menningu og náttúru (eða, eins og ég vil koma að hér að neðan, borg og byggð). Þar að auki einkennast tengsl frumþáttanna tveggja gjarnan af stigveldi þar sem annar þátturinn er álitinn æðri hinum – andi ofar efni, menning ofar náttúru o.s.frv. Fremur en skautun er það tvíhyggja sem mér hefur fundist lita kappræður frambjóðenda og umfjöllun fjölmiðla síðastliðna mánuði. Raunar hefur mér fundist þetta einkenna íslenska pólitík lengi, en náði nú ákveðnu hámarki í skyndikosningum haustsins. Tilveran virtist skýrt aðgreind í höfuðborg og landsbyggð og oftar en ekki fannst mér eins og ég væri að fylgjast með kappræðum tengdum borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Húsnæðismál fjölluðu nær eingöngu um þéttingu byggðar og framboð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðismál hringhverfðust um Landspítala. Samgöngumál fjölluðu um Borgarlínu og mislæg gatnamót. Menntamál tengdust svokölluðum „hverfisskólum“, og svona mætti halda áfram. Með öðrum orðum, sú staðreynd að það býr fólk annarsstaðar á landinu, og að fólk á landsbyggðinni býr í húsnæði, sækir sér heilbrigðisþjónustu, ferðast á milli staða og sendir börn til skóla, var illskiljanleg þeim sem ekki vissi. Það sem verra er, og þrátt fyrir að kjósendur götunnar hafi aðspurðir nefnt náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál sem mikilvæg málefni kosninganna völdu fjölmiðlar að verulegu leyti að skauta fram hjá slíkum málum. Hvers vegna? Getur verið að það sé vegna þess að „náttúra“, „umhverfi“ og „loftslag“ er í heimsmynd íslenskra stjórnmála og fjölmiðla eitthvað sem fyrirfinnst „úti á landi“, og lýtur þess vegna í lægra haldi gagnvart „húsnæði“ og „hverfisskólum“ sem hafa póstnúmer á fyrsta hundraði? Landsmenn hafa, því miður, valið að úthýsa því eina stjórnmálaafli sem setur náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál í forgang. Það eitt og sér er stórt áhyggjuefni. Vandinn verður hins vegar ekki minni ef sjóndeildarhringur pólitískrar umræðu markast af Elliðaám eða Úlfarsfelli. Þessi pistill er vinsamleg áskorun til hinna 34 nýju þingmanna á Alþingi – sem sumir hverjir eru „utan af landi“: Viljiði gera það að markmiði ykkar að afnema þessa þrálátu tvíhyggju? Eruði til í að láta málflutning ykkar um landsmálapólitík taka til landsins alls og fólksins sem byggir það? Viljiði muna að borgarmál og byggðamál eru jafnvæg og eiga mikilvægt erindi hvert við annað? Og, viljiði sjá til þess að Alþingi gleymi því ekki að umhverfis- og loftslagsmál eru ein stærsta áskorun samtímans og brýnt verkefni okkar allra, allsstaðar? Höfundur er prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Það líður að áramótum og tími uppgjörs er genginn í garð. Í fréttum RÚV á dögunum var greint frá því að „skautun“, eða „pólarísering“ á ensku, hefði orðið fyrir valinu sem orð ársins hjá Merriam-Webster orðabókinni. Það þarf ekki annað en að horfa á íslenskar fréttir, lesa íslenska fjölmiðlaumfjöllun eða samfélagsmiðla til þess að skilja að „skautun“ kemst nærri því að vera orð ársins á Íslandi líka. Þetta var einmitt inntak fréttarinnar, og sýndu fréttaúrklippur frá árinu ráðamenn og menningarvita taka hugtakið sér til munns til þess að lýsa stöðu samfélagsmála: þ.e. að bilið milli andstæðra radda og skoðana verður æ breiðara og því erfiðara að halda uppi uppbyggilegri umræðu. Skautun bar alloft á góma í nýafstaðinni kosningabaráttu. Frambjóðendum allra flokka var tíðrætt um fyrirbærið og lýstu miklum áhyggjum af því hvernig pólarísering væri að gegnsýra íslenskt samfélag og samfélagsumræðu. Ég get á vissan hátt tekið undir slíkar áhyggjur. Á sama tíma fannst mér orðræða í aðdraganda kosninganna bera vott um að raunverulegt vandamál pólitískrar umræðu á Íslandi væri djúpstæðara en svo að hægt væri að skýra það með hugtakinu „skautun“. Meira lýsandi væri að tala um „tvíhyggju“. Tvíhyggja kallast það þegar heimsmynd manna byggir á ákveðinni grundvallaraðgreiningu tilverunnar í tvo ólíka frumþætti, svo sem anda og efni, menningu og náttúru (eða, eins og ég vil koma að hér að neðan, borg og byggð). Þar að auki einkennast tengsl frumþáttanna tveggja gjarnan af stigveldi þar sem annar þátturinn er álitinn æðri hinum – andi ofar efni, menning ofar náttúru o.s.frv. Fremur en skautun er það tvíhyggja sem mér hefur fundist lita kappræður frambjóðenda og umfjöllun fjölmiðla síðastliðna mánuði. Raunar hefur mér fundist þetta einkenna íslenska pólitík lengi, en náði nú ákveðnu hámarki í skyndikosningum haustsins. Tilveran virtist skýrt aðgreind í höfuðborg og landsbyggð og oftar en ekki fannst mér eins og ég væri að fylgjast með kappræðum tengdum borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Húsnæðismál fjölluðu nær eingöngu um þéttingu byggðar og framboð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðismál hringhverfðust um Landspítala. Samgöngumál fjölluðu um Borgarlínu og mislæg gatnamót. Menntamál tengdust svokölluðum „hverfisskólum“, og svona mætti halda áfram. Með öðrum orðum, sú staðreynd að það býr fólk annarsstaðar á landinu, og að fólk á landsbyggðinni býr í húsnæði, sækir sér heilbrigðisþjónustu, ferðast á milli staða og sendir börn til skóla, var illskiljanleg þeim sem ekki vissi. Það sem verra er, og þrátt fyrir að kjósendur götunnar hafi aðspurðir nefnt náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál sem mikilvæg málefni kosninganna völdu fjölmiðlar að verulegu leyti að skauta fram hjá slíkum málum. Hvers vegna? Getur verið að það sé vegna þess að „náttúra“, „umhverfi“ og „loftslag“ er í heimsmynd íslenskra stjórnmála og fjölmiðla eitthvað sem fyrirfinnst „úti á landi“, og lýtur þess vegna í lægra haldi gagnvart „húsnæði“ og „hverfisskólum“ sem hafa póstnúmer á fyrsta hundraði? Landsmenn hafa, því miður, valið að úthýsa því eina stjórnmálaafli sem setur náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál í forgang. Það eitt og sér er stórt áhyggjuefni. Vandinn verður hins vegar ekki minni ef sjóndeildarhringur pólitískrar umræðu markast af Elliðaám eða Úlfarsfelli. Þessi pistill er vinsamleg áskorun til hinna 34 nýju þingmanna á Alþingi – sem sumir hverjir eru „utan af landi“: Viljiði gera það að markmiði ykkar að afnema þessa þrálátu tvíhyggju? Eruði til í að láta málflutning ykkar um landsmálapólitík taka til landsins alls og fólksins sem byggir það? Viljiði muna að borgarmál og byggðamál eru jafnvæg og eiga mikilvægt erindi hvert við annað? Og, viljiði sjá til þess að Alþingi gleymi því ekki að umhverfis- og loftslagsmál eru ein stærsta áskorun samtímans og brýnt verkefni okkar allra, allsstaðar? Höfundur er prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun