Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar 20. desember 2024 08:02 Vetrarsólstöður eru á næsta leiti. Þegar klukkan er 19 mínútur yfir níu, nú á laugardaginn kemur. þá hefst hið fyrirsjáanlega undanhald skammdegis hér á Norðurhveli. Plánetan okkar hallar jú með tilliti til sólargangsins og senn hefst þá sá hluti hringferðar hennar, þar sem norðurhvelið sækir æ meiri birtu og yl allt þar til kemur að sjálfri jónsmessunni. Já, þannig er jú þessi hringferð öll. Eftir hálft ár ríkir ljósið eitt á himinhvolfinu. Sú bjarta nótt er í kristnum samfélögum kennd við manninn sem boðaði komu Krists, Jóhannes skírara. Jónsmessa dregur heiti sitt af honum og fyrir því eru ástæður sem mér finnast alltaf svo áhugaverðar. Því Jóhannes þessi var víst mikill ræðuskörungur og fólk flykktist að úr öllum áttum til að hlýða á erindi hans og boðskap. Og þar birtist okkur kunnuglegt stef úr mannlegu samfélagi. Vinsældir og lýðhylli geta gripið fólk heljartökum. Spyrjandi andlit, augu full aðdáunar og fólk sem hlýðir án þess að spyrja spurninga – slík viðbrögð geta dregið fram það versta úr fólki. Hversu mörg dæmi eigum við um leiðtoga sem gleymdu boðskap sínum, ef einhver var, og gerðu sjálfa sig að markmiði fylgjendanna? Hégóminn rís upp fyrir öll velsæmismörk. Já, þegar við stöfum íslenska orðið hégómi sjáum við að inni í því leynist þriggja stafa orð sem dregur saman þá ógn sem fólki getur stafað af slíkum vinsældum. Já, það er hið alþjóðlega hugtak ,,egó”. Hégóminn felur það inni í sér. Jóhannes þessi fær þess vegna þann heiður að bjartasta nótt ársins er kennd við hann. Honum virðist hafa verið ljós hættan sem fylgir egóinu. Hann ýtti frá sér öllu stórlæti þegar fólkið spurði hvort hann væri sá leiðtogi sem þau ættu að fylgja. Nei, Jóhannes skírari boðaði komu Krists. Hann kvaðst vera sá sem myndi ryðja brautina fyrir Jesú. Svo sagði hann þessi orð: ,,Hann á að vaxa en ég að minnka.” Svona tala einstaklingar sem eru hluti af einhverju stærra og meira en þeir sjálfir, hafa hugmyndir um betri heim, gæði sem standa ofar athygli, völdum og auði. Jóhannes boðaði að Jesús myndi hefja þjónustu sína. Hann dró sig svo í hlé svo Kristur mætti flytja sinn boðskap. Þegar sólin er hæst á lofti um sumarsólstöður, þá minnumst við Jóhannesar. Svo styttist sólargangurinn allt til þess, að myrkur grúfir yfir norðurhveli jarðar. Í dag erum við alveg hinum megin hvað möndulhallann varðar, nú eru vetrarsólstöður. Við íslendingar tölum reyndar um jól, en enskumælandi um Christmas, Kristsmessu. Sólin, í þeim skilningi miðlar boðskap Jóhannesar og Jesú. Ljósið og myrkrið eru sterk tákn, eins og messur Jóhannesar og Krists bera með sér. Jóhannes var spámaður. Spámenn benda á aðalatriðin, fá okkur til að hugsa um það sem mestu varðar en týna okkur ekki í öllu því sem hefur engin áhrif þegar upp er staðið. Það mikilvægasta er að við getum farið að dæmi Jóhannesar og hvílt egóið okkar þegar önnur og mikilvægari verðmæti standa okkur til boða. „Hann á að vaxa en ég á að minnka.“ Þessi orð ættu að vera okkur hugstæð ef við viljum berjast fyrir bættum heimi og betra samfélagi sem byggir á raunverulegum gildum og björtum hugsjónum. Og í kjölfar Kristsmessunnar tekur sólin að hækka á lofti að nýju. Sigur ljóssins á myrkrinu á sér ekki eingöngu stað í ríki náttúrunnar. Sú sigurstund getur með sama hætti orðið í sálarlífi okkar mannanna, þegar við veljum þann góða kost að fylgja boðskap Jesú Krists, sem sjálfur gekk fram í hógværð og hófsemd. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Skoðun Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vetrarsólstöður eru á næsta leiti. Þegar klukkan er 19 mínútur yfir níu, nú á laugardaginn kemur. þá hefst hið fyrirsjáanlega undanhald skammdegis hér á Norðurhveli. Plánetan okkar hallar jú með tilliti til sólargangsins og senn hefst þá sá hluti hringferðar hennar, þar sem norðurhvelið sækir æ meiri birtu og yl allt þar til kemur að sjálfri jónsmessunni. Já, þannig er jú þessi hringferð öll. Eftir hálft ár ríkir ljósið eitt á himinhvolfinu. Sú bjarta nótt er í kristnum samfélögum kennd við manninn sem boðaði komu Krists, Jóhannes skírara. Jónsmessa dregur heiti sitt af honum og fyrir því eru ástæður sem mér finnast alltaf svo áhugaverðar. Því Jóhannes þessi var víst mikill ræðuskörungur og fólk flykktist að úr öllum áttum til að hlýða á erindi hans og boðskap. Og þar birtist okkur kunnuglegt stef úr mannlegu samfélagi. Vinsældir og lýðhylli geta gripið fólk heljartökum. Spyrjandi andlit, augu full aðdáunar og fólk sem hlýðir án þess að spyrja spurninga – slík viðbrögð geta dregið fram það versta úr fólki. Hversu mörg dæmi eigum við um leiðtoga sem gleymdu boðskap sínum, ef einhver var, og gerðu sjálfa sig að markmiði fylgjendanna? Hégóminn rís upp fyrir öll velsæmismörk. Já, þegar við stöfum íslenska orðið hégómi sjáum við að inni í því leynist þriggja stafa orð sem dregur saman þá ógn sem fólki getur stafað af slíkum vinsældum. Já, það er hið alþjóðlega hugtak ,,egó”. Hégóminn felur það inni í sér. Jóhannes þessi fær þess vegna þann heiður að bjartasta nótt ársins er kennd við hann. Honum virðist hafa verið ljós hættan sem fylgir egóinu. Hann ýtti frá sér öllu stórlæti þegar fólkið spurði hvort hann væri sá leiðtogi sem þau ættu að fylgja. Nei, Jóhannes skírari boðaði komu Krists. Hann kvaðst vera sá sem myndi ryðja brautina fyrir Jesú. Svo sagði hann þessi orð: ,,Hann á að vaxa en ég að minnka.” Svona tala einstaklingar sem eru hluti af einhverju stærra og meira en þeir sjálfir, hafa hugmyndir um betri heim, gæði sem standa ofar athygli, völdum og auði. Jóhannes boðaði að Jesús myndi hefja þjónustu sína. Hann dró sig svo í hlé svo Kristur mætti flytja sinn boðskap. Þegar sólin er hæst á lofti um sumarsólstöður, þá minnumst við Jóhannesar. Svo styttist sólargangurinn allt til þess, að myrkur grúfir yfir norðurhveli jarðar. Í dag erum við alveg hinum megin hvað möndulhallann varðar, nú eru vetrarsólstöður. Við íslendingar tölum reyndar um jól, en enskumælandi um Christmas, Kristsmessu. Sólin, í þeim skilningi miðlar boðskap Jóhannesar og Jesú. Ljósið og myrkrið eru sterk tákn, eins og messur Jóhannesar og Krists bera með sér. Jóhannes var spámaður. Spámenn benda á aðalatriðin, fá okkur til að hugsa um það sem mestu varðar en týna okkur ekki í öllu því sem hefur engin áhrif þegar upp er staðið. Það mikilvægasta er að við getum farið að dæmi Jóhannesar og hvílt egóið okkar þegar önnur og mikilvægari verðmæti standa okkur til boða. „Hann á að vaxa en ég á að minnka.“ Þessi orð ættu að vera okkur hugstæð ef við viljum berjast fyrir bættum heimi og betra samfélagi sem byggir á raunverulegum gildum og björtum hugsjónum. Og í kjölfar Kristsmessunnar tekur sólin að hækka á lofti að nýju. Sigur ljóssins á myrkrinu á sér ekki eingöngu stað í ríki náttúrunnar. Sú sigurstund getur með sama hætti orðið í sálarlífi okkar mannanna, þegar við veljum þann góða kost að fylgja boðskap Jesú Krists, sem sjálfur gekk fram í hógværð og hófsemd. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun