Anton kveður sem sundmaður ársins og Snæfríður best fimmta árið í röð Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 15:13 Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir eru sundfólk ársins 2024 líkt og síðustu ár. SSÍ Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee eru sundfólk ársins 2024, en þetta tilkynnti Sundsamband Íslands í dag. Anton hefur verið valinn sundmaður ársins á hverju ári frá og með árinu 2018 en ljóst er að þetta er í síðasta sinn sem þessi ferfaldi Ólympíufari hlýtur nafnbótina, því hann hefur nú lagt sundskýluna á hilluna. Snæfríður hefur nú verið valin sundkona ársins fimm ár í röð en er aðeins 24 ára og gæti því átt mörg ár eftir í greininni. Hér að neðan má sjá rökstuðning Sundsambands Íslands fyrir vali sínu. Sundkona ársins 2024 er Snæfríður Sól Jórunnardóttir Snæfríður Sól er 24 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi á árinu 2024, samkvæmt útgefnum viðmiðum SSÍ. Snæfríður Sól varð í 4. sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Belgrad 17 – 23 júní 2024. Snæfríður Sól tók þátt í Ólympíuleikunum í París í júlí og ágúst 2024. Þar synti hún 200m skriðsund og komst í undanúrslit en varð í fimmtánda sæti af öllum keppendum. Hún synti einnig 100m skriðsund og hafnaði í 19. sæti. Í desember 2024 keppti Snæfríður Sól á Heimsmeistaramótinu í 25m laug í Búdapest þar sem hún varð í 13. sæti í 100m skriðsundi og tvíbætti Íslandsmetið í þeirri grein. Snæfríður keppti einnig í 200m skriðsundi og varð í 14. sæti í þeirri grein. Snæfríður Sól setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Frábær árangur hjá Snæfríði Sól á þessu ári. Snæfríður Sól er í 7. sæti á lista yfir hröðustu sundkonur í 200m skriðsundi í Evrópu í 25m laug. Hún er í 9. sæti á sama lista í 100m skriðsundi í 25m laug. Snæfríður er í 15. sæti á Evrópulistanum í 200m skriðsundi í 50m laug. Snæfríður synti á sínum yngri árum í Hveragerði fyrir Sundfélagið Hamar, en flutti til Árósa þegar hún var 11 ára gömul. Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Buenos Aires 2018. Snæfríður Sól keppti á Ólympíuleikunum í París 2024 en tók líka þátt í Ólympíuleikum í Tokyo 2021. Snæfríður er góð fyrirmynd jafnt sem sundkona og íþróttamaður utan laugar. Snæfríður Sól stundar nú Sálfræði nám í Háskólanum í Álaborg. Snæfríður Sól er verðugur fulltrúi sundhreyfingarinnar og hún er vel að viðurkenningunni komin. Við hjá SSÍ óskum Snæfríði innilega til hamingju með að vera valin Sundkona ársins 2024. Sundmaður ársins 2024 er Anton Sveinn McKee Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, er sundmaður ársins, sjöunda árið í röð. Anton Sveinn synti í úrslitum á Evrópumeistaramótinu í 50m í Belgrad í júni 2024 og varð í 4. sæti í 200m bringusundi. Anton tók þátt í Ólympíuleikunum í París í júlí og ágúst 2024. Þar synti hann 200m bringusund og komst í undanúrslit. Hann varð í fimmtánda sæti af öllum keppendum. Hann keppti einnig í 100m bringusundi og hafnaði í 25 sæti. Anton Sveinn er í 6. sæti á Evrópulistanum í 200m bringusundi í 50m laug og í 20. sæti á heimslistanum í sömu grein. Anton er fluttur heim eftir langa dvöl erlendis. Anton er hættur að æfa og keppa í sundi eftir langan og farsælan feril. Hann fór á ferna Ólympíuleika, vann silfur á EM og komst í úrslit á HM. Anton Sveinn er góð fyrirmynd jafnt sem sundmaður og íþróttamaður utan laugar. Hann hefur sýnt góða ástundun og mikla þrautseigju á ferlinum. Anton hefur verið eljusamur/duglegur við að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungra og upprennandi sundmanna á undanförnum misserum. Anton er afar vel að tilnefningunni kominn og við hjá SSÍ óskum Antoni Sveini til hamingju með að vera valinn Sundmaður ársins 2024. Sund Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Anton hefur verið valinn sundmaður ársins á hverju ári frá og með árinu 2018 en ljóst er að þetta er í síðasta sinn sem þessi ferfaldi Ólympíufari hlýtur nafnbótina, því hann hefur nú lagt sundskýluna á hilluna. Snæfríður hefur nú verið valin sundkona ársins fimm ár í röð en er aðeins 24 ára og gæti því átt mörg ár eftir í greininni. Hér að neðan má sjá rökstuðning Sundsambands Íslands fyrir vali sínu. Sundkona ársins 2024 er Snæfríður Sól Jórunnardóttir Snæfríður Sól er 24 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi á árinu 2024, samkvæmt útgefnum viðmiðum SSÍ. Snæfríður Sól varð í 4. sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Belgrad 17 – 23 júní 2024. Snæfríður Sól tók þátt í Ólympíuleikunum í París í júlí og ágúst 2024. Þar synti hún 200m skriðsund og komst í undanúrslit en varð í fimmtánda sæti af öllum keppendum. Hún synti einnig 100m skriðsund og hafnaði í 19. sæti. Í desember 2024 keppti Snæfríður Sól á Heimsmeistaramótinu í 25m laug í Búdapest þar sem hún varð í 13. sæti í 100m skriðsundi og tvíbætti Íslandsmetið í þeirri grein. Snæfríður keppti einnig í 200m skriðsundi og varð í 14. sæti í þeirri grein. Snæfríður Sól setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Frábær árangur hjá Snæfríði Sól á þessu ári. Snæfríður Sól er í 7. sæti á lista yfir hröðustu sundkonur í 200m skriðsundi í Evrópu í 25m laug. Hún er í 9. sæti á sama lista í 100m skriðsundi í 25m laug. Snæfríður er í 15. sæti á Evrópulistanum í 200m skriðsundi í 50m laug. Snæfríður synti á sínum yngri árum í Hveragerði fyrir Sundfélagið Hamar, en flutti til Árósa þegar hún var 11 ára gömul. Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Buenos Aires 2018. Snæfríður Sól keppti á Ólympíuleikunum í París 2024 en tók líka þátt í Ólympíuleikum í Tokyo 2021. Snæfríður er góð fyrirmynd jafnt sem sundkona og íþróttamaður utan laugar. Snæfríður Sól stundar nú Sálfræði nám í Háskólanum í Álaborg. Snæfríður Sól er verðugur fulltrúi sundhreyfingarinnar og hún er vel að viðurkenningunni komin. Við hjá SSÍ óskum Snæfríði innilega til hamingju með að vera valin Sundkona ársins 2024. Sundmaður ársins 2024 er Anton Sveinn McKee Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, er sundmaður ársins, sjöunda árið í röð. Anton Sveinn synti í úrslitum á Evrópumeistaramótinu í 50m í Belgrad í júni 2024 og varð í 4. sæti í 200m bringusundi. Anton tók þátt í Ólympíuleikunum í París í júlí og ágúst 2024. Þar synti hann 200m bringusund og komst í undanúrslit. Hann varð í fimmtánda sæti af öllum keppendum. Hann keppti einnig í 100m bringusundi og hafnaði í 25 sæti. Anton Sveinn er í 6. sæti á Evrópulistanum í 200m bringusundi í 50m laug og í 20. sæti á heimslistanum í sömu grein. Anton er fluttur heim eftir langa dvöl erlendis. Anton er hættur að æfa og keppa í sundi eftir langan og farsælan feril. Hann fór á ferna Ólympíuleika, vann silfur á EM og komst í úrslit á HM. Anton Sveinn er góð fyrirmynd jafnt sem sundmaður og íþróttamaður utan laugar. Hann hefur sýnt góða ástundun og mikla þrautseigju á ferlinum. Anton hefur verið eljusamur/duglegur við að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungra og upprennandi sundmanna á undanförnum misserum. Anton er afar vel að tilnefningunni kominn og við hjá SSÍ óskum Antoni Sveini til hamingju með að vera valinn Sundmaður ársins 2024.
Sund Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira