Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar 19. desember 2024 08:33 Síðastliðin ár hefur raforkuöryggi verið mikið í umræðunni. Lág lónstaða, umframeftirspurn og hækkandi verð á heildsölumarkaði gefa skýr merki um að það sé raforkuskortur. Kallað hefur verið eftir því að hér þurfi að virkja meira til að tryggja raforkuöryggi til framtíðar. Það er þó ekkert í íslenskri löggjöf sem tryggir það að orka úr nýjum virkjunum, né þeim sem fyrir eru, rati til almennings. Því er alls ekki fast í hendi að nýjar virkjanir auki raforkuöryggi almennings. Hvað er þá til ráða? Tillagan að lausn, sem hvarf? Í júní 2022 lagði starfshópur, sem samanstóð af öllum helstu hagaðilum í orkumálum, fram tillögu að reglugerð sem átti að tryggja raforkuöryggi almennings. Tillagan byggði á framboðsskyldu raforkuframleiðenda, þar sem ábyrgðin dreifðist sanngjarnt í hlutfalli við framleiðslu þeirra árið áður. Þessi lausn hefði tryggt að grunnþarfir almennings væru ávallt í forgangi, óháð sveiflum í framboði og eftirspurn. Nánari umfjöllun um þessa tillögu má finna í greininni: Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar, þar sem hún er rakin ítarlega. Þrátt fyrir þessa skýru og sanngjörnu nálgun hefur tillagan horfið í ráðuneytinu án frekari umfjöllunar eða umræðu á Alþingi. Það vekur furðu að tillaga, sem byggð var á víðtækri samvinnu hagaðila, hafi ekki enn hlotið frekari umræðu eða meðferð. Lausnin er til staðar og er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir tveimur árum. Með því að taka málið til skoðunar og fylgja tillögunni eftir gæti raforkuöryggi almennings verið tryggt til framtíðar á sanngjarnan og skynsamlegan hátt. Hlutverk Landsvirkjunar á almennum markaði Landsvirkjun hefur bent á að þeirra hlutdeild af framleiðslu fyrir almenning hafi aukist töluvert frá árinu 2021 og sé nú komin yfir 50% og látið í ljósi liggja að það sé óeðlileg hækkun. Það sem kemur ekki fram, er að sú aukning helgast að hluta til af því að hlutdeild fyrirtækisins var í sögulegu lágmarki árið 2021. Eins og sést á grafinu[1] þá hefur hlutdeild Landsvirkjunar verið milli 50% og 60% fram til ársins 2020. Á Covid-árunum, 2020 og 2021, var raforkumarkaður á Íslandi ekki í eðlilegu ástandi frekar en aðrir heimsmarkaðir, þannig þýðir aukning frá 2021 ekki endilega að aukning umfram eðlilegt ástand hafi átt sér stað. Ekki sátt um hver eigi að bera ábyrgð Flest, ef ekki öll, fyrirtæki á raforkumarkaði eru sammála um að tryggja þurfi framboð á raforku til almennings og að vænlegasta leiðin sé að leggja á einhvers konar framboðsskyldu á raforkuframleiðendur. Það eru þó ekki öll fyrirtækin sammála um hvernig sú skylda eða ábyrgð skuli ákvörðuð. Orka náttúrunnar telur að lausnin sem starfshópurinn lagði til sumarið 2022 sé best til þess fallin að leysa málið, sé hægt að finna henni lagalega stoð. Samkeppniseftirlitið hefur einnig tekið undir þau sjónarmið með umsögn sinni fyrir rétt rúmu ári síðan[2]. Sú lausn tryggir bæði að allar núverandi virkjanir taki þátt í þessari skyldu ásamt því að tryggja aðkomu nýrra virkjana. Með þessari lausn ber öllum raforkuframleiðendum að huga að almenningi í öllum sínum viðskiptum. Einnig að þeim beri, að sama skapi, að haga sínum samningum við aðra þannig að raforkuframleiðendur geti staðið vörð um raforkuþörf almennings þegar þörf er á. Aðrar leiðir til að ákvarða framboðsskyldu hafa ýmsa vankanta. Ein slík leið, sem hefur komið fram, felst í að taka ákveðna punktstöðu, þ.e. horfa til núverandi markaðshlutdeildar fyrirtækja fyrir þennan markað. Þá myndi t.d. Landsvirkjun, sem framleiðir um 73% af raforku landsins, aðeins þurfa að sinna 40-55% af raforkuþörf almennings; Orka náttúrunnar, sem framleiðir um 17%, að sinna 20-30%; og HS Orka, sem framleiðir um 7%, að sinna 5-15%. Slíkt fyrirkomulag tryggir hvorki þátttöku nýrra framleiðenda í þessari ábyrgð né hvetur til aukinnar áherslu á almenning. Þvert á móti gæti sú lausn leitt til þess að framleiðendur forðist að sinna þessum markaði, af ótta við að missa stjórn á hluta framleiðslu sinnar til framtíðar. Af hverju finnst einhverjum það eðlilegra að skipta framboðsskyldu til almennings frá núverandi markaðshlutdeild? Einfalda svarið er að einhverjir raforkuframleiðendur geta mögulega ekki staðið við sína skyldu ef hún færi eftir framleiðsluhlutfalli. Það væri þá líklega vegna þess að búið er að selja orku sem myndi falla undir skylduna í aðra langtímasamninga. Við skulum þó ekki taka upp fyrirkomulag sem leggur skyldur á önnur fyrirtæki með ósanngjarnri skiptingu bara vegna þessa. Hvernig er hægt að leysa hnútinn? Til að mynda væri hægt að vera með einhvers konar aðlögunartímabil þar sem raforkuframleiðendur fengju tól til að tryggja sinn hlut án þess að það væri mjög kostnaðarsamt, hér væri t.d. hægt að gera framboðsskylduna framseljanlega. Þannig gætu raforkuframleiðendur samið við aðra framleiðendur um að taka á sig hluta af sínum skyldum tímabundið og í fösum. Þetta myndi tryggja það að almenningur byggi við raforkuöryggi nú og til framtíðar. Önnur leið væri að „orkufyrirtæki þjóðarinnar“ myndi fá tækifæri til að standa undir þeim titli og þannig verði Landsvirkjun gert að tryggja alla raforku fyrir þjóðina. Landsvirkjun býr yfir nánast allri sveigjanlegri framleiðslu á landinu sem þarf einmitt töluvert af, til að mæta sveiflum í raforkunotkun almennings. Það er löngu kominn tími til að grípa til aðgerða. Raforkuöryggi almennings er ekki bara skynsamlegt - það er nauðsynlegt. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar hjá Orku náttúrunnar [1] Graf fengið með því að sameina upplýsingar frá: a) greinaskrifum Landsvirkjunar síðastliðin ár; b) nýjustu útgáfu raforkuvísa Orkustofnunar, sem sýnir framleiðsluhlutdeild allra raforkuframleiðenda til almennings, heildsölu og flutningstapa aftur til 2018; c) skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Öryggi á almennum markaði með rafmagn. [2] Umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvarp til breytinga á raforkulögum (forgangsraforka) 11.12.2023: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1153.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Síðastliðin ár hefur raforkuöryggi verið mikið í umræðunni. Lág lónstaða, umframeftirspurn og hækkandi verð á heildsölumarkaði gefa skýr merki um að það sé raforkuskortur. Kallað hefur verið eftir því að hér þurfi að virkja meira til að tryggja raforkuöryggi til framtíðar. Það er þó ekkert í íslenskri löggjöf sem tryggir það að orka úr nýjum virkjunum, né þeim sem fyrir eru, rati til almennings. Því er alls ekki fast í hendi að nýjar virkjanir auki raforkuöryggi almennings. Hvað er þá til ráða? Tillagan að lausn, sem hvarf? Í júní 2022 lagði starfshópur, sem samanstóð af öllum helstu hagaðilum í orkumálum, fram tillögu að reglugerð sem átti að tryggja raforkuöryggi almennings. Tillagan byggði á framboðsskyldu raforkuframleiðenda, þar sem ábyrgðin dreifðist sanngjarnt í hlutfalli við framleiðslu þeirra árið áður. Þessi lausn hefði tryggt að grunnþarfir almennings væru ávallt í forgangi, óháð sveiflum í framboði og eftirspurn. Nánari umfjöllun um þessa tillögu má finna í greininni: Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar, þar sem hún er rakin ítarlega. Þrátt fyrir þessa skýru og sanngjörnu nálgun hefur tillagan horfið í ráðuneytinu án frekari umfjöllunar eða umræðu á Alþingi. Það vekur furðu að tillaga, sem byggð var á víðtækri samvinnu hagaðila, hafi ekki enn hlotið frekari umræðu eða meðferð. Lausnin er til staðar og er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir tveimur árum. Með því að taka málið til skoðunar og fylgja tillögunni eftir gæti raforkuöryggi almennings verið tryggt til framtíðar á sanngjarnan og skynsamlegan hátt. Hlutverk Landsvirkjunar á almennum markaði Landsvirkjun hefur bent á að þeirra hlutdeild af framleiðslu fyrir almenning hafi aukist töluvert frá árinu 2021 og sé nú komin yfir 50% og látið í ljósi liggja að það sé óeðlileg hækkun. Það sem kemur ekki fram, er að sú aukning helgast að hluta til af því að hlutdeild fyrirtækisins var í sögulegu lágmarki árið 2021. Eins og sést á grafinu[1] þá hefur hlutdeild Landsvirkjunar verið milli 50% og 60% fram til ársins 2020. Á Covid-árunum, 2020 og 2021, var raforkumarkaður á Íslandi ekki í eðlilegu ástandi frekar en aðrir heimsmarkaðir, þannig þýðir aukning frá 2021 ekki endilega að aukning umfram eðlilegt ástand hafi átt sér stað. Ekki sátt um hver eigi að bera ábyrgð Flest, ef ekki öll, fyrirtæki á raforkumarkaði eru sammála um að tryggja þurfi framboð á raforku til almennings og að vænlegasta leiðin sé að leggja á einhvers konar framboðsskyldu á raforkuframleiðendur. Það eru þó ekki öll fyrirtækin sammála um hvernig sú skylda eða ábyrgð skuli ákvörðuð. Orka náttúrunnar telur að lausnin sem starfshópurinn lagði til sumarið 2022 sé best til þess fallin að leysa málið, sé hægt að finna henni lagalega stoð. Samkeppniseftirlitið hefur einnig tekið undir þau sjónarmið með umsögn sinni fyrir rétt rúmu ári síðan[2]. Sú lausn tryggir bæði að allar núverandi virkjanir taki þátt í þessari skyldu ásamt því að tryggja aðkomu nýrra virkjana. Með þessari lausn ber öllum raforkuframleiðendum að huga að almenningi í öllum sínum viðskiptum. Einnig að þeim beri, að sama skapi, að haga sínum samningum við aðra þannig að raforkuframleiðendur geti staðið vörð um raforkuþörf almennings þegar þörf er á. Aðrar leiðir til að ákvarða framboðsskyldu hafa ýmsa vankanta. Ein slík leið, sem hefur komið fram, felst í að taka ákveðna punktstöðu, þ.e. horfa til núverandi markaðshlutdeildar fyrirtækja fyrir þennan markað. Þá myndi t.d. Landsvirkjun, sem framleiðir um 73% af raforku landsins, aðeins þurfa að sinna 40-55% af raforkuþörf almennings; Orka náttúrunnar, sem framleiðir um 17%, að sinna 20-30%; og HS Orka, sem framleiðir um 7%, að sinna 5-15%. Slíkt fyrirkomulag tryggir hvorki þátttöku nýrra framleiðenda í þessari ábyrgð né hvetur til aukinnar áherslu á almenning. Þvert á móti gæti sú lausn leitt til þess að framleiðendur forðist að sinna þessum markaði, af ótta við að missa stjórn á hluta framleiðslu sinnar til framtíðar. Af hverju finnst einhverjum það eðlilegra að skipta framboðsskyldu til almennings frá núverandi markaðshlutdeild? Einfalda svarið er að einhverjir raforkuframleiðendur geta mögulega ekki staðið við sína skyldu ef hún færi eftir framleiðsluhlutfalli. Það væri þá líklega vegna þess að búið er að selja orku sem myndi falla undir skylduna í aðra langtímasamninga. Við skulum þó ekki taka upp fyrirkomulag sem leggur skyldur á önnur fyrirtæki með ósanngjarnri skiptingu bara vegna þessa. Hvernig er hægt að leysa hnútinn? Til að mynda væri hægt að vera með einhvers konar aðlögunartímabil þar sem raforkuframleiðendur fengju tól til að tryggja sinn hlut án þess að það væri mjög kostnaðarsamt, hér væri t.d. hægt að gera framboðsskylduna framseljanlega. Þannig gætu raforkuframleiðendur samið við aðra framleiðendur um að taka á sig hluta af sínum skyldum tímabundið og í fösum. Þetta myndi tryggja það að almenningur byggi við raforkuöryggi nú og til framtíðar. Önnur leið væri að „orkufyrirtæki þjóðarinnar“ myndi fá tækifæri til að standa undir þeim titli og þannig verði Landsvirkjun gert að tryggja alla raforku fyrir þjóðina. Landsvirkjun býr yfir nánast allri sveigjanlegri framleiðslu á landinu sem þarf einmitt töluvert af, til að mæta sveiflum í raforkunotkun almennings. Það er löngu kominn tími til að grípa til aðgerða. Raforkuöryggi almennings er ekki bara skynsamlegt - það er nauðsynlegt. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar hjá Orku náttúrunnar [1] Graf fengið með því að sameina upplýsingar frá: a) greinaskrifum Landsvirkjunar síðastliðin ár; b) nýjustu útgáfu raforkuvísa Orkustofnunar, sem sýnir framleiðsluhlutdeild allra raforkuframleiðenda til almennings, heildsölu og flutningstapa aftur til 2018; c) skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Öryggi á almennum markaði með rafmagn. [2] Umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvarp til breytinga á raforkulögum (forgangsraforka) 11.12.2023: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1153.pdf
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun