Sjötugur en kláraði sjö maraþon í sjö heimsálfum á sjö dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2024 08:32 Mike Rogers segir að allir vinir hans og allir í fjölskyldunni segi hann vera klikkaðan að reyna þetta. KCBD11 Mike Rogers er 71 árs gamall maður frá Texas fylki í Bandaríkjunum en hann er enginn meðalmaður. Í síðasta mánuði kláraði Rogers magnað afrek þegar hann varð sá elsti í sögunni til að klára Great World Race áskorunina. Þetta er áskorunin að klára sjö maraþonhlaup í sjö heimsálfum á sjö dögum. Jú við erum að tala um 42 kílómetra hlaup á hverjum degi í heila viku að viðbættum löngum ferðalögum. Hann hljóp fyrsta maraþonið á Suðurskautslandinu, næsta í Höfðaborg í Suður-Afríku og svo það þriðja í Perth í Ástralíu. Hann var klókur í Istanbul í Tyrklandi því hann hljóð eitt maraþonhlaup Evrópumegin og annað Asíumegin. Síðustu maraþonhlaupin hans voru síðan í Cartagena í Kólumbíu og í Miami í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Þegar Rogers hljóp maraþonhlaupið á Suðurskautslandinu þá var meira en 26 stiga frost en þegar hann hljóp í Kólumbíu var hitastigið meira en 37 gráður. Þarna munar því 63 gráðum. Annað hlaupanna í Istanbul hljóp hann síðan í grenjandi rigningu um miðja nótt. Það er vissulega af mörgu að taka ef ætlunin er að gera meira úr þessu magnaða afreki þessa manns á áttræðisaldri. Það er eitt að detta í hug að reyna þetta á þessum aldri en allt annað að klára dæmið. Rogers segist hafa byrjað að hlaupa til að vinna gegn sykursýki og það hefur tekist auk þess sem hann hefur minnkað blóðþrýstinginn hjá sér og finnur líka minna fyrir astmanu sínu. Ég spái því samt að hann hvíli sig vel og slappi af um jólin. Hér fyrir neðan má sjá meira um afrekið og viðtal við kappann. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JTbV3Vz7I6U">watch on YouTube</a> Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Í síðasta mánuði kláraði Rogers magnað afrek þegar hann varð sá elsti í sögunni til að klára Great World Race áskorunina. Þetta er áskorunin að klára sjö maraþonhlaup í sjö heimsálfum á sjö dögum. Jú við erum að tala um 42 kílómetra hlaup á hverjum degi í heila viku að viðbættum löngum ferðalögum. Hann hljóp fyrsta maraþonið á Suðurskautslandinu, næsta í Höfðaborg í Suður-Afríku og svo það þriðja í Perth í Ástralíu. Hann var klókur í Istanbul í Tyrklandi því hann hljóð eitt maraþonhlaup Evrópumegin og annað Asíumegin. Síðustu maraþonhlaupin hans voru síðan í Cartagena í Kólumbíu og í Miami í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Þegar Rogers hljóp maraþonhlaupið á Suðurskautslandinu þá var meira en 26 stiga frost en þegar hann hljóp í Kólumbíu var hitastigið meira en 37 gráður. Þarna munar því 63 gráðum. Annað hlaupanna í Istanbul hljóp hann síðan í grenjandi rigningu um miðja nótt. Það er vissulega af mörgu að taka ef ætlunin er að gera meira úr þessu magnaða afreki þessa manns á áttræðisaldri. Það er eitt að detta í hug að reyna þetta á þessum aldri en allt annað að klára dæmið. Rogers segist hafa byrjað að hlaupa til að vinna gegn sykursýki og það hefur tekist auk þess sem hann hefur minnkað blóðþrýstinginn hjá sér og finnur líka minna fyrir astmanu sínu. Ég spái því samt að hann hvíli sig vel og slappi af um jólin. Hér fyrir neðan má sjá meira um afrekið og viðtal við kappann. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JTbV3Vz7I6U">watch on YouTube</a>
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira