Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 12:17 Gagnrýnið bréf Evrópuþingmanna er stílað á Gianni Infantino, forseta FIFA. Vísir/EPA Hópur Evrópuþingmanna hefur sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) bréf þar sem lýst er þungum áhyggjum af ákvörðun sambandsins um að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu. Hún veki spurningar um hvort FIFA láti sig mannréttindi varða. FIFA ákvað formlega að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu á fundi FIFA-ráðsins í síðustu viku. Ákvörðunin var þó í reynd löngu tekin í fámennri kreðsu í kringum Gianni Infantino, forseta sambandsins, sem kom því þannig fyrir að Sádar fengu mótið án mótframboðs. Ákvörðunin um að færa Sádum mótið á silfurfati var tekin þrátt fyrir loforð FIFA um taka tillit til stöðu mannréttindamála við val á gestgjöfum heimsmeistaramóta eftir mikinn úlfaþyt í kringum mótið í Katar árið 2022. Ástand mannréttindamála er þó enn verra í Sádi-Arabíu en Katar. Hvergi eru fleiri teknir af lífi á byggðu bóli ef miðað er við höfðatölu. Dauðarefsing liggur meðal annars við samkynhneigð, hjúskaparbrotum, guðlasti og að ganga af trúnni í Sádi-Arabíu. Heimsmeistaramótið er liður í umfangsmikilli fjárfestingu Sáda í alþjóðlegum íþróttum sem er ætlað að lappa upp á ímynd landsins með því sem hefur verið nefnt íþróttaþvotti. Þeir hafa meðal annars ausið fé í atvinnugolf, hnefaleika og fleiri íþróttir fyrir utan knattspyrnuna. Efasemdir um hversu annt FIFA er raunverulega um mannréttindi Í bréfi þrjátíu Evrópuþingmannanna sem Niels Fuglsang, fulltrúi danskra sósíalista, er í forsvari fyrir til Infantino segir að ákvörðunin grafi undan stofngildum FIFA og hversu annt sambandinu sé í raun og veru um mannréttindi. „Þessar ákvarðanir vekja alvarlega áhyggjur af því hver gildi FIFA eru og hvort sambandið styðji jafnrétti kynjanna, mannréttindi og umhverfislega sjálfbærni,“ segir í bréfinu sem dagblaðið Politico komst yfir. Hvetja þingmennirnir FIFA til þess að tryggja að knattspyrnuaðdáendur sæti ekki mismunun hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, trúar eða kynhneigðar, að íbúar í Sádi-Arabíu verði ekki fluttir nauðgunarflutningum í tengslum við mótið, að farandverkamenn verði ekki arðrændir og að loftslagsáætlun verði fylgt til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Glenn Micallef, nýr íþróttamálstjóri Evrópusambandsins, gaf í skyn að sambandið gæti blandað sér í málið í ræðu á mánudag. Sjálfræði alþjóðlegra íþróttasambanda væri grunngildi evrópskra íþrótta en það væri þó ekki algilt lögmál. „Það verður að vega það upp á móti grunngildum alþjóðalaga, heimsgilda og mannréttinda,“ sagði Micallef. FIFA hefur verið gegnsýrt af spillingu um árabil. Sjö hátt settir embættismenn sambandsins voru handteknir í tengslum við spillingarrannsókn bandarískra yfirvalda rétt fyrir aðalþing þess árið 2015. Hneykslið varð til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, neyddist til þess að stíga til hliðar. Infantino tók við af Blatter og hét bót og betrun. Allt hefur þó leitað í sama farið hjá sambandinu aftur. Völd innan sambandsins hafa færst á færri hendur fámennrar kreðsu í kringum forsetann sem hefur hækkað laun sín og breytt reglum til þess að hann geti setið lengur í embætti. Evrópusambandið FIFA Sádi-Arabía HM 2034 í fótbolta Mannréttindi Fótbolti Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
FIFA ákvað formlega að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu á fundi FIFA-ráðsins í síðustu viku. Ákvörðunin var þó í reynd löngu tekin í fámennri kreðsu í kringum Gianni Infantino, forseta sambandsins, sem kom því þannig fyrir að Sádar fengu mótið án mótframboðs. Ákvörðunin um að færa Sádum mótið á silfurfati var tekin þrátt fyrir loforð FIFA um taka tillit til stöðu mannréttindamála við val á gestgjöfum heimsmeistaramóta eftir mikinn úlfaþyt í kringum mótið í Katar árið 2022. Ástand mannréttindamála er þó enn verra í Sádi-Arabíu en Katar. Hvergi eru fleiri teknir af lífi á byggðu bóli ef miðað er við höfðatölu. Dauðarefsing liggur meðal annars við samkynhneigð, hjúskaparbrotum, guðlasti og að ganga af trúnni í Sádi-Arabíu. Heimsmeistaramótið er liður í umfangsmikilli fjárfestingu Sáda í alþjóðlegum íþróttum sem er ætlað að lappa upp á ímynd landsins með því sem hefur verið nefnt íþróttaþvotti. Þeir hafa meðal annars ausið fé í atvinnugolf, hnefaleika og fleiri íþróttir fyrir utan knattspyrnuna. Efasemdir um hversu annt FIFA er raunverulega um mannréttindi Í bréfi þrjátíu Evrópuþingmannanna sem Niels Fuglsang, fulltrúi danskra sósíalista, er í forsvari fyrir til Infantino segir að ákvörðunin grafi undan stofngildum FIFA og hversu annt sambandinu sé í raun og veru um mannréttindi. „Þessar ákvarðanir vekja alvarlega áhyggjur af því hver gildi FIFA eru og hvort sambandið styðji jafnrétti kynjanna, mannréttindi og umhverfislega sjálfbærni,“ segir í bréfinu sem dagblaðið Politico komst yfir. Hvetja þingmennirnir FIFA til þess að tryggja að knattspyrnuaðdáendur sæti ekki mismunun hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, trúar eða kynhneigðar, að íbúar í Sádi-Arabíu verði ekki fluttir nauðgunarflutningum í tengslum við mótið, að farandverkamenn verði ekki arðrændir og að loftslagsáætlun verði fylgt til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Glenn Micallef, nýr íþróttamálstjóri Evrópusambandsins, gaf í skyn að sambandið gæti blandað sér í málið í ræðu á mánudag. Sjálfræði alþjóðlegra íþróttasambanda væri grunngildi evrópskra íþrótta en það væri þó ekki algilt lögmál. „Það verður að vega það upp á móti grunngildum alþjóðalaga, heimsgilda og mannréttinda,“ sagði Micallef. FIFA hefur verið gegnsýrt af spillingu um árabil. Sjö hátt settir embættismenn sambandsins voru handteknir í tengslum við spillingarrannsókn bandarískra yfirvalda rétt fyrir aðalþing þess árið 2015. Hneykslið varð til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, neyddist til þess að stíga til hliðar. Infantino tók við af Blatter og hét bót og betrun. Allt hefur þó leitað í sama farið hjá sambandinu aftur. Völd innan sambandsins hafa færst á færri hendur fámennrar kreðsu í kringum forsetann sem hefur hækkað laun sín og breytt reglum til þess að hann geti setið lengur í embætti.
Evrópusambandið FIFA Sádi-Arabía HM 2034 í fótbolta Mannréttindi Fótbolti Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent