Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar 17. desember 2024 12:01 Ríkisstjórn í landi sem vill láta taka mark á sér þarf að taka ábyrgð á umhverfismálum. Þetta er svo augljóst að ekki þarf að kynna fyrir þeim flokkum sem nú undirbúa sáttmála um stjórn landsins. Það er líka fullkomlega ljóst að við núverandi aðstæður þarf að líta til margra átta og taka á óþörfum búksorgum vellystingasamfélagsins, svo sem að koma upp bráðamótttöku fyrir eitt ríkasta land í heimi og breyta því að þúsundir barna teljist undir fátæktarmörkum. Hafa má á því fullan skilning að ný ríkisstjórn verði ekki búin að bjarga heiminum eins og hann er á þorranum. En með hækkandi sól verðum við að hafa plan. PLAN með hástöfum. Það eru einungis fimm ár í að tímabili Heimsmarkmiðanna ljúki og fimm ár í að Ísland þurfi að standa skil á samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda svo um munar. Næsta kjörtímabil skilgreinir okkur sem þjóð á meðal þjóða sem virðir Móður náttúru. Fyrirheit um stóra PLANIÐ þurfa að birtast í nýjum stjórnarsáttmála. Sem betur fer hefur ný ríkisstjórn sem hugsanlega af verður góðan stuðning náttúruvina og umhverfisverndarsinna sem eru tilbúnir að veita alla þá aðstoð sem að gagni má koma. Móðir náttúra er þolandi í skefjalausu heimilisofbeldi á plánetunni jörð og hefur verið í gjörgæslu á innsta gangi í konukoti alþjóðasamfélagsins. Orðið lífsnauðsyn hefur sjaldan átt jafn vel við og nú. Meginþættir í stóra PLANINU fyrir Móður náttúru Á dögunum birtu mörg samtök náttúruvina tilllögur um efnisatriði í nýjan stjórnarsáttamála. Þau eru í megindráttum svona: - Ný ríkisstjórnþarf að taka alvarlega brýningu frá Loftslagsráði og setja bráðnauðsynleg verkefni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í forgang. Ábatinn verður umtalsverður fyrir samfélagið. Markmiðin verða vera magnbundin og tímasett sem fyrst svo standaa megi við samninga um samdrátt í losun fyrir 2030. -Skuldbindingar um verndun líffræðilegrar fjölbreytni sem Ísland hefur undirgengist kalla á stefnu í málaflokknum. Banna má með lögum strax á næsta þingi að ræsa fram mýrlendi með skurðum, en stutt við endurheimt votlendis svo dæmi sé tekið um borðleggjandi verkefni. Skógrækt verði sett eðlileg mörk vegna náttúrlegra vistkerfa og engin ástæða til að líða ,,grænþvott” í þágu umdeilanlegrar kolefnisbindingar sem kemur bara óorði á náttúruvernd. -Stefna Íslands um verndun hafsins fagnar nú 20 ára afmæli og þarf að uppfæra.Þingsályktunartillaga um það mál var flutt nýlega og studd af þingmönnum Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar. Því verður rakið fyrir þessa flokka að ljúka stefnumótun um málefni hafsins, bæði innan eigin efnahagslögsögu og á alþjóðavettvangi. Móta ætti stefnu um verndun hafsvæða og fylgja eftir tillögum stýrihóps um verndun hafsins. Er ekki bara best að vernda hvali með með nýjum lögum um dýravelferð? -Íslandi ætti aðbanna svartolíu innan 12 mílna landhelgi og tryggja að skemmtiferðaskip sem hingað koma notist við hreinsibúnað sem kemur í veg fyrir stórfellda mengun. -Ekki verði ráðist í frekari útþenslu sjókvíaeldis fyrr en tekið hefur verið á öllum umhverfisverndarsjónarmiðum með vistkerfisnálgun og varúðarreglu náttúruverndar að leiðarljósi. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar og er brýnt. Þetta á heima í stjórnarsáttmála og er lífsnauðsyn til verndar villta laxastofninum á Íslandi. Norður-Atlandshafslaxinn er á válista og ábyrgðin er okkar. -Þjóðgarðar á miðhálendinu og á Vestfjörðum ættu að komast aftur á dagskrá enda skynsamleg nýting náttúru landsins. -Forgangsraða ætti orku í þágu orkuskipta. Það hefur ekki verið gert þótt orkuvinnsla hafi aukist töluvert á undanförnum árum. Móta þarf stefnu um vindorku inni í heildarorkuáætlun. Tryggja þarf hagsmuni heimila og almenns atvinnulífs til að koma í veg fyrir að uppboðsmarkaður á orku stórhækki verð til almennings. Aðgerðir í loftslagsmálum kalla á að gætt sé að félagslegu réttlæti og að ábata af aðgerðum sem og íþyngjandi kvöðum sé réttlátlega skipt. -Er góð reynsla af því að hafa umhverfis- orku og auðlindamál í einu ráðuneyti? Hér er bent á að frjáls félagasamtök hvetja til þess að sérstakt ráðuneyti umhverfisins sem hafi það hlutverk að vernda loftslag og náttúru verði stofnað. -Umhverfis- og auðlindamál eru risastórt samfélagslegt verkefni en ekki bara tæknilegt úrlausnaratriði. Lögbinda ætti samráð við frjáls félagasamtök líkt og kveðið er á um í evrópskri löggjöf um loftslagsmál til að tryggja víðtækt samráð og gagnsæi við mótun loftslagsmarkmiða, þar með talið verndun landsvæða og líffræðilegrar fjölbreytni. Ný ríkisstjórn gæti náð miklum ábata í þessum efnum með því að nýta sér samtakamátt fjöldans. Mannauður og þekking er mikil í þeim félagasamtökum sem vilja stuðla að framförum í umhverfismálum. Hér er bent á að samtök umhverfisverndarsinna og náttúruvinir hafa heitið nýrri ríkisstjórn stuðningi við brýn verkefni. Yfirlýsing þess efnis var birt fyrir hönd Ungra umhverfissinna, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Fuglaverndar og Aldins, samtaka eldri aðgerðarsinna. Nú er tækifæri til að breyta svo um munar. Móðir náttúra er þolandi í skefjalausu heimilisofbeldi á plánetunni jörð og hefur verið í gjörgæslu á innsta gangi í konukoti alþjóðasamfélagsins. Orðið lífsnauðsyn hefur sjaldan átt jafn vel við og nú. Höfundur er félagi í Aldin, samtökum eldri umhverfisverndarsinna og höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn í landi sem vill láta taka mark á sér þarf að taka ábyrgð á umhverfismálum. Þetta er svo augljóst að ekki þarf að kynna fyrir þeim flokkum sem nú undirbúa sáttmála um stjórn landsins. Það er líka fullkomlega ljóst að við núverandi aðstæður þarf að líta til margra átta og taka á óþörfum búksorgum vellystingasamfélagsins, svo sem að koma upp bráðamótttöku fyrir eitt ríkasta land í heimi og breyta því að þúsundir barna teljist undir fátæktarmörkum. Hafa má á því fullan skilning að ný ríkisstjórn verði ekki búin að bjarga heiminum eins og hann er á þorranum. En með hækkandi sól verðum við að hafa plan. PLAN með hástöfum. Það eru einungis fimm ár í að tímabili Heimsmarkmiðanna ljúki og fimm ár í að Ísland þurfi að standa skil á samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda svo um munar. Næsta kjörtímabil skilgreinir okkur sem þjóð á meðal þjóða sem virðir Móður náttúru. Fyrirheit um stóra PLANIÐ þurfa að birtast í nýjum stjórnarsáttmála. Sem betur fer hefur ný ríkisstjórn sem hugsanlega af verður góðan stuðning náttúruvina og umhverfisverndarsinna sem eru tilbúnir að veita alla þá aðstoð sem að gagni má koma. Móðir náttúra er þolandi í skefjalausu heimilisofbeldi á plánetunni jörð og hefur verið í gjörgæslu á innsta gangi í konukoti alþjóðasamfélagsins. Orðið lífsnauðsyn hefur sjaldan átt jafn vel við og nú. Meginþættir í stóra PLANINU fyrir Móður náttúru Á dögunum birtu mörg samtök náttúruvina tilllögur um efnisatriði í nýjan stjórnarsáttamála. Þau eru í megindráttum svona: - Ný ríkisstjórnþarf að taka alvarlega brýningu frá Loftslagsráði og setja bráðnauðsynleg verkefni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í forgang. Ábatinn verður umtalsverður fyrir samfélagið. Markmiðin verða vera magnbundin og tímasett sem fyrst svo standaa megi við samninga um samdrátt í losun fyrir 2030. -Skuldbindingar um verndun líffræðilegrar fjölbreytni sem Ísland hefur undirgengist kalla á stefnu í málaflokknum. Banna má með lögum strax á næsta þingi að ræsa fram mýrlendi með skurðum, en stutt við endurheimt votlendis svo dæmi sé tekið um borðleggjandi verkefni. Skógrækt verði sett eðlileg mörk vegna náttúrlegra vistkerfa og engin ástæða til að líða ,,grænþvott” í þágu umdeilanlegrar kolefnisbindingar sem kemur bara óorði á náttúruvernd. -Stefna Íslands um verndun hafsins fagnar nú 20 ára afmæli og þarf að uppfæra.Þingsályktunartillaga um það mál var flutt nýlega og studd af þingmönnum Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar. Því verður rakið fyrir þessa flokka að ljúka stefnumótun um málefni hafsins, bæði innan eigin efnahagslögsögu og á alþjóðavettvangi. Móta ætti stefnu um verndun hafsvæða og fylgja eftir tillögum stýrihóps um verndun hafsins. Er ekki bara best að vernda hvali með með nýjum lögum um dýravelferð? -Íslandi ætti aðbanna svartolíu innan 12 mílna landhelgi og tryggja að skemmtiferðaskip sem hingað koma notist við hreinsibúnað sem kemur í veg fyrir stórfellda mengun. -Ekki verði ráðist í frekari útþenslu sjókvíaeldis fyrr en tekið hefur verið á öllum umhverfisverndarsjónarmiðum með vistkerfisnálgun og varúðarreglu náttúruverndar að leiðarljósi. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar og er brýnt. Þetta á heima í stjórnarsáttmála og er lífsnauðsyn til verndar villta laxastofninum á Íslandi. Norður-Atlandshafslaxinn er á válista og ábyrgðin er okkar. -Þjóðgarðar á miðhálendinu og á Vestfjörðum ættu að komast aftur á dagskrá enda skynsamleg nýting náttúru landsins. -Forgangsraða ætti orku í þágu orkuskipta. Það hefur ekki verið gert þótt orkuvinnsla hafi aukist töluvert á undanförnum árum. Móta þarf stefnu um vindorku inni í heildarorkuáætlun. Tryggja þarf hagsmuni heimila og almenns atvinnulífs til að koma í veg fyrir að uppboðsmarkaður á orku stórhækki verð til almennings. Aðgerðir í loftslagsmálum kalla á að gætt sé að félagslegu réttlæti og að ábata af aðgerðum sem og íþyngjandi kvöðum sé réttlátlega skipt. -Er góð reynsla af því að hafa umhverfis- orku og auðlindamál í einu ráðuneyti? Hér er bent á að frjáls félagasamtök hvetja til þess að sérstakt ráðuneyti umhverfisins sem hafi það hlutverk að vernda loftslag og náttúru verði stofnað. -Umhverfis- og auðlindamál eru risastórt samfélagslegt verkefni en ekki bara tæknilegt úrlausnaratriði. Lögbinda ætti samráð við frjáls félagasamtök líkt og kveðið er á um í evrópskri löggjöf um loftslagsmál til að tryggja víðtækt samráð og gagnsæi við mótun loftslagsmarkmiða, þar með talið verndun landsvæða og líffræðilegrar fjölbreytni. Ný ríkisstjórn gæti náð miklum ábata í þessum efnum með því að nýta sér samtakamátt fjöldans. Mannauður og þekking er mikil í þeim félagasamtökum sem vilja stuðla að framförum í umhverfismálum. Hér er bent á að samtök umhverfisverndarsinna og náttúruvinir hafa heitið nýrri ríkisstjórn stuðningi við brýn verkefni. Yfirlýsing þess efnis var birt fyrir hönd Ungra umhverfissinna, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Fuglaverndar og Aldins, samtaka eldri aðgerðarsinna. Nú er tækifæri til að breyta svo um munar. Móðir náttúra er þolandi í skefjalausu heimilisofbeldi á plánetunni jörð og hefur verið í gjörgæslu á innsta gangi í konukoti alþjóðasamfélagsins. Orðið lífsnauðsyn hefur sjaldan átt jafn vel við og nú. Höfundur er félagi í Aldin, samtökum eldri umhverfisverndarsinna og höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun