Landspítala falið að undirbúa nýtt meðferðarúrræði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. desember 2024 14:02 Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, sat í kjarnahóp starfshóps um stefnu og aðgerðir í skaðaminnkun. vísir/Arnar Lagt er til að Landspítala verði falið að hefja undirbúning að nýju úrræði fyrir fólk með alvarlegan og langvinnan ópíóíðavanda í skýrslu starfshóps um skaðaminnkun. Fulltrúi í hópnum segir þetta geta nýst tugum sem hafa ekki náð árangri í hefðbundnum meðferðum. Heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn í september í fyrra og var honum falið að semja stefnu í skaðaminnkun og leggja til aðgerðaráætlun sem byggir á henni. Svala Ragnheiðar Jóhannesdóttir formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, segir skýrsluna byggja á víðtæku samráði og marka tímamót. Í henni eru fimmtán tillögur að aðgerðum. Meðal annars er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefni um nýja lyfjameðferð við ópíóíðafíkn fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan fíknivanda. „Þannig að það verði notuð mögulega ný lyf og að mögulega verði fólki leyft að nota lyfin á annars konar hátt. Það hefur verið mikil umræða, bæði frá notendum og samtökum, um að það þurfi að koma á laggirnar sértækari viðhaldsmeðferð fyrir veikasta hópinn okkar. Þannig að það er mikið fagnaðarefni að þetta sé ein af tillögunum.“ Hópurinn telur líklega tugi einstaklinga sem hafa ekki svarað hefðbundnari meðferðum og eru í brýnni neyð. Úrræði sem þetta hefur meðal annars verið í umræðunni eftir að Árni Tómas Ragnarsson, gigtarlæknir, var sviptur leyfi til að ávísa tilteknum lyfjum en þá hafði hann verið að skrifa út morfínlyf fyrir fólk með alvarlegan vanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. „Þetta eru einstaklingar sem eru kannski á þeim stað að geta ekki eða vilja ekki hætta að nota vímuefni í æð eða reykja ópíóíðalyf. Þetta er hópur sem er að glíma við mjög fjölbreyttan vanda. Er með alvarlegan félagslegan vanda, þungan fíknivanda og oft miklar heilbrigðisþarfir og því þarf bara mjög sértæka lyfjameðferð fyrir þennan hóp og samþætta félags- og heilbrigðisaðstoð,“ segir Svala. „Þessar lyfjameðferðir hafa verið starfræktar um allan heim og hafa gefið mjög góðan árangur og því er gríðarlega mikilvægt að við förum að þróa slíka meðferð hér heima.“ Skýrsla starfshópsins er nú í samráðsgátt en í henni er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefnið og byggja á reynslu og þekkingu þeirra landa sem hafa þróað sambærilega meðferð.vísir/Vilhelm Landspítala er falið að útfæra úrræðið í samvinnu við nokkra samstarfsaðila. Svala bendir á aðstæður einstaklinga í hópnum séu misjafnar og að úrræðið þurfi að taka mið af því. „Það þarf að huga að hópnum sem á sérstaklega erfitt með að sækja sér þjónustu á ákveðnum stað og mögulega þyrfti að nota einhverja færanlega lyfjameðferð fyrir þann hóp. Og einnig eins og hefur verið mjög ríkt erlendis, að fólk mæti í ákveðið þjónustuúrræði og fær þar lyfið og notar það á staðnum.“ Aðgerðirnar eru ekki tímasettar en Svala bindur vonir við að ný ríkisstjórn samþykki stefnuna í þingsályktun. „Þingið þarf að ákveða hvaða tillögur eigi að fara í, hvernig eigi að forgangsraða þeim og fjármögnun. Það eru tillögur þarna sem er hægt að vinna hratt en aðrar þurfa lengri tíma og ákveðið fjármagn með.“ Fíkn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn í september í fyrra og var honum falið að semja stefnu í skaðaminnkun og leggja til aðgerðaráætlun sem byggir á henni. Svala Ragnheiðar Jóhannesdóttir formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, segir skýrsluna byggja á víðtæku samráði og marka tímamót. Í henni eru fimmtán tillögur að aðgerðum. Meðal annars er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefni um nýja lyfjameðferð við ópíóíðafíkn fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan fíknivanda. „Þannig að það verði notuð mögulega ný lyf og að mögulega verði fólki leyft að nota lyfin á annars konar hátt. Það hefur verið mikil umræða, bæði frá notendum og samtökum, um að það þurfi að koma á laggirnar sértækari viðhaldsmeðferð fyrir veikasta hópinn okkar. Þannig að það er mikið fagnaðarefni að þetta sé ein af tillögunum.“ Hópurinn telur líklega tugi einstaklinga sem hafa ekki svarað hefðbundnari meðferðum og eru í brýnni neyð. Úrræði sem þetta hefur meðal annars verið í umræðunni eftir að Árni Tómas Ragnarsson, gigtarlæknir, var sviptur leyfi til að ávísa tilteknum lyfjum en þá hafði hann verið að skrifa út morfínlyf fyrir fólk með alvarlegan vanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. „Þetta eru einstaklingar sem eru kannski á þeim stað að geta ekki eða vilja ekki hætta að nota vímuefni í æð eða reykja ópíóíðalyf. Þetta er hópur sem er að glíma við mjög fjölbreyttan vanda. Er með alvarlegan félagslegan vanda, þungan fíknivanda og oft miklar heilbrigðisþarfir og því þarf bara mjög sértæka lyfjameðferð fyrir þennan hóp og samþætta félags- og heilbrigðisaðstoð,“ segir Svala. „Þessar lyfjameðferðir hafa verið starfræktar um allan heim og hafa gefið mjög góðan árangur og því er gríðarlega mikilvægt að við förum að þróa slíka meðferð hér heima.“ Skýrsla starfshópsins er nú í samráðsgátt en í henni er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefnið og byggja á reynslu og þekkingu þeirra landa sem hafa þróað sambærilega meðferð.vísir/Vilhelm Landspítala er falið að útfæra úrræðið í samvinnu við nokkra samstarfsaðila. Svala bendir á aðstæður einstaklinga í hópnum séu misjafnar og að úrræðið þurfi að taka mið af því. „Það þarf að huga að hópnum sem á sérstaklega erfitt með að sækja sér þjónustu á ákveðnum stað og mögulega þyrfti að nota einhverja færanlega lyfjameðferð fyrir þann hóp. Og einnig eins og hefur verið mjög ríkt erlendis, að fólk mæti í ákveðið þjónustuúrræði og fær þar lyfið og notar það á staðnum.“ Aðgerðirnar eru ekki tímasettar en Svala bindur vonir við að ný ríkisstjórn samþykki stefnuna í þingsályktun. „Þingið þarf að ákveða hvaða tillögur eigi að fara í, hvernig eigi að forgangsraða þeim og fjármögnun. Það eru tillögur þarna sem er hægt að vinna hratt en aðrar þurfa lengri tíma og ákveðið fjármagn með.“
Fíkn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira