„Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 17:44 Sigurður Ingi mun að öllum líkindum taka sæti í stjórnarandstöðu. Hann gefur lítið fyrir ummæli formanns Samfylkingarinnar, sem nú leiðir stjórnarmyndunarviðræður. vísir/vilhelm „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur, því þetta lá fyrir við afgreiðslu fjárlaga,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra í samtali við fréttastofu. Þar bregst formaður Framsóknarflokksins við orðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar um að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari,“ sagði Kristrún í vikunni um gang stjórnarmyndunarviðræðna sem hún leiðir. „Það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða“ Vísar hún þar til fregna úr fjármálaráðuneytinu af því að afkomuhorfur ríkissjóðs, fyrir árin 2026-2029, væru lakari en síðustu birtu afkomuhorfur þar á undan. Sigurður Ingi vill meina að umræddar horfur hafi legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga í nóvember. „Þá vorum við fyrst og fremst að horfa á árið 2025,“ segir Sigurður Ingi. Hægt hafi verið að reikna horfurnar fram í tímann, „að öðru óbreyttu“. „En eitt er víst, að spáin um hagvöxt næstu ára verður örugglega rangur. Honum hefur verið vanspáð, ellefu ársfjórðunga í röð. Hins vegar er stóra myndin er sú að við erum að ná að lenda þessari mjúku lendingu hraðar en við höfðum væntingar til. Afleiðingin er síðan bara útreiknaðar stærðir og það er verkefni ríkisstjórnar á hverjum tíma að bregðast við,“ segir Sigurður Ingi. Ekkert komi á óvart í nýjustu hagspám. Skilaboðin séu þau að ríkisstjórnin hafi verið á réttri leið. „Tekjur næsta árs minnka um tuttugu milljarða vegna þess að spá um hagvöxt er lægri í ár. Verður hún rétt? Það á eftir að koma í ljós.“ Lykilatriði sé að vernda verðmætasköpun. „Það eru allar horfur á að það gangi vel áfram. Allar alþjóðastofnanir hafa margoft gefið okkur stimpilinn um að við séum á réttri leið.“ Sigurður Ingi hafnar sömuleiðis þeim orðrómi að hann sé á leiðinni út úr pólitík. Eina breytingin sem verði á hans högum á næstunni, fyrir utan það að taka líklega sæti í stjórnarandstöðu, er að hann mun mæta aftur á karlakórsæfingar. Hér að neðan er viðtalið við hann í heild sinni. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Þar bregst formaður Framsóknarflokksins við orðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar um að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari,“ sagði Kristrún í vikunni um gang stjórnarmyndunarviðræðna sem hún leiðir. „Það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða“ Vísar hún þar til fregna úr fjármálaráðuneytinu af því að afkomuhorfur ríkissjóðs, fyrir árin 2026-2029, væru lakari en síðustu birtu afkomuhorfur þar á undan. Sigurður Ingi vill meina að umræddar horfur hafi legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga í nóvember. „Þá vorum við fyrst og fremst að horfa á árið 2025,“ segir Sigurður Ingi. Hægt hafi verið að reikna horfurnar fram í tímann, „að öðru óbreyttu“. „En eitt er víst, að spáin um hagvöxt næstu ára verður örugglega rangur. Honum hefur verið vanspáð, ellefu ársfjórðunga í röð. Hins vegar er stóra myndin er sú að við erum að ná að lenda þessari mjúku lendingu hraðar en við höfðum væntingar til. Afleiðingin er síðan bara útreiknaðar stærðir og það er verkefni ríkisstjórnar á hverjum tíma að bregðast við,“ segir Sigurður Ingi. Ekkert komi á óvart í nýjustu hagspám. Skilaboðin séu þau að ríkisstjórnin hafi verið á réttri leið. „Tekjur næsta árs minnka um tuttugu milljarða vegna þess að spá um hagvöxt er lægri í ár. Verður hún rétt? Það á eftir að koma í ljós.“ Lykilatriði sé að vernda verðmætasköpun. „Það eru allar horfur á að það gangi vel áfram. Allar alþjóðastofnanir hafa margoft gefið okkur stimpilinn um að við séum á réttri leið.“ Sigurður Ingi hafnar sömuleiðis þeim orðrómi að hann sé á leiðinni út úr pólitík. Eina breytingin sem verði á hans högum á næstunni, fyrir utan það að taka líklega sæti í stjórnarandstöðu, er að hann mun mæta aftur á karlakórsæfingar. Hér að neðan er viðtalið við hann í heild sinni.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira