Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 12:22 Frá Þórshöfn í Langanesbyggð. Vísir/Vilhelm Innviðaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita kjörnum fulltrúa um stutta bókun á fundi sveitarstjórnar hafi ekki verið í samræmi við lög. Fulltrúinn vildi þakka sjálfboðaliða fyrir vel unnin störf. Í áliti ráðuneytisins, sem birt var 20. nóvember, er farið yfir málsatvik. Þar segir að kvörtun hafi borist frá fulltrúum L-lista í sveitarstjórn vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á sveitarstjórnarfundi í desember á síðasta ári hafi verið verið að skipa nýjan varamann í kjörstjórn sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúi hafi þá óskað eftir því að bóka í fundargerð þakkir til fráfarandi varamanns, en oddviti neitað honum um bókunina. Töldu fulltrúar L-lista þetta ekki í samræmi við lög, venjur eða samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Vildu leiðbeiningar um almennar kveðjur Ráðuneytið óskaði eftir skýringum sveitarfélagsins um kvörtunina og fékk þau svör að oddviti hafi ekki talið bókunina í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, þar sem hún varðaði ekki málið sem til umfjöllunar var í sveitarstjórn. „Það er mat sveitarfélagsins, þ.e. telji ráðuneytið að fundir sveitarstjórna séu rétti vettvangur fyrir almennar kveðjur sveitarstjórnarmanna, að þá verði að hlutast til um og veita sveitarstjórnum almennar leiðbeiningar um hvernig málsmeðferð skuli háttað í slíkum tilvikum,“ sagði meðal annars í svarbréfi sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Þá var bent á að fulltrúar í sveitastjórnum ættu þess jafnan kost að koma á framfæri kveðjum sínum við samborgara og aðra, með margvíslegum hætti á tímum nútímatækni og „margháttaðra venja sem hafa þróast á löngum tíma.“ Sveitarfélagið kynni sér álitið Ráðuneytið tók málið til umfjöllunar á grundvelli framkominna gagna, en í áliti þess segir að í ákvæðum sveitarstjórnarlaga sé kveðið á um málfrelsi sveitarstjórnarmanna, en til að eiga rétt á að fá athugasemdir bókaðar í fundargerð verði þær að vera stuttar og tengjast afstöðu sveitarstjórnarmanns til þeirra mála sem til umræðu eru. Í áliti ráðuneytisins segir að ljóst sé að um hafi verið að ræða stutta athugasemd, þar sem hún var ein setning. Þar kemur einnig fram að túlka beri takmarkanir á rétti sveitastjórnarmanns til að bóka stutta athugasemd um afstöðu sína til máls sem er til umræðu með þröngum hætti. Niðurstaða ráðuneytisins var því sú að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita fulltrúanum um bókunina hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Hins vegar telji ráðuneytið ekki ástæðu til að fella úr gildi úrskurð oddvitans, og málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins. „Er sveitarfélaginu bent á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu,“ segir í niðurlagi álits ráðuneytisins. Langanesbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Í áliti ráðuneytisins, sem birt var 20. nóvember, er farið yfir málsatvik. Þar segir að kvörtun hafi borist frá fulltrúum L-lista í sveitarstjórn vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á sveitarstjórnarfundi í desember á síðasta ári hafi verið verið að skipa nýjan varamann í kjörstjórn sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúi hafi þá óskað eftir því að bóka í fundargerð þakkir til fráfarandi varamanns, en oddviti neitað honum um bókunina. Töldu fulltrúar L-lista þetta ekki í samræmi við lög, venjur eða samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Vildu leiðbeiningar um almennar kveðjur Ráðuneytið óskaði eftir skýringum sveitarfélagsins um kvörtunina og fékk þau svör að oddviti hafi ekki talið bókunina í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, þar sem hún varðaði ekki málið sem til umfjöllunar var í sveitarstjórn. „Það er mat sveitarfélagsins, þ.e. telji ráðuneytið að fundir sveitarstjórna séu rétti vettvangur fyrir almennar kveðjur sveitarstjórnarmanna, að þá verði að hlutast til um og veita sveitarstjórnum almennar leiðbeiningar um hvernig málsmeðferð skuli háttað í slíkum tilvikum,“ sagði meðal annars í svarbréfi sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Þá var bent á að fulltrúar í sveitastjórnum ættu þess jafnan kost að koma á framfæri kveðjum sínum við samborgara og aðra, með margvíslegum hætti á tímum nútímatækni og „margháttaðra venja sem hafa þróast á löngum tíma.“ Sveitarfélagið kynni sér álitið Ráðuneytið tók málið til umfjöllunar á grundvelli framkominna gagna, en í áliti þess segir að í ákvæðum sveitarstjórnarlaga sé kveðið á um málfrelsi sveitarstjórnarmanna, en til að eiga rétt á að fá athugasemdir bókaðar í fundargerð verði þær að vera stuttar og tengjast afstöðu sveitarstjórnarmanns til þeirra mála sem til umræðu eru. Í áliti ráðuneytisins segir að ljóst sé að um hafi verið að ræða stutta athugasemd, þar sem hún var ein setning. Þar kemur einnig fram að túlka beri takmarkanir á rétti sveitastjórnarmanns til að bóka stutta athugasemd um afstöðu sína til máls sem er til umræðu með þröngum hætti. Niðurstaða ráðuneytisins var því sú að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita fulltrúanum um bókunina hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Hins vegar telji ráðuneytið ekki ástæðu til að fella úr gildi úrskurð oddvitans, og málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins. „Er sveitarfélaginu bent á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu,“ segir í niðurlagi álits ráðuneytisins.
Langanesbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira