Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 12:22 Frá Þórshöfn í Langanesbyggð. Vísir/Vilhelm Innviðaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita kjörnum fulltrúa um stutta bókun á fundi sveitarstjórnar hafi ekki verið í samræmi við lög. Fulltrúinn vildi þakka sjálfboðaliða fyrir vel unnin störf. Í áliti ráðuneytisins, sem birt var 20. nóvember, er farið yfir málsatvik. Þar segir að kvörtun hafi borist frá fulltrúum L-lista í sveitarstjórn vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á sveitarstjórnarfundi í desember á síðasta ári hafi verið verið að skipa nýjan varamann í kjörstjórn sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúi hafi þá óskað eftir því að bóka í fundargerð þakkir til fráfarandi varamanns, en oddviti neitað honum um bókunina. Töldu fulltrúar L-lista þetta ekki í samræmi við lög, venjur eða samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Vildu leiðbeiningar um almennar kveðjur Ráðuneytið óskaði eftir skýringum sveitarfélagsins um kvörtunina og fékk þau svör að oddviti hafi ekki talið bókunina í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, þar sem hún varðaði ekki málið sem til umfjöllunar var í sveitarstjórn. „Það er mat sveitarfélagsins, þ.e. telji ráðuneytið að fundir sveitarstjórna séu rétti vettvangur fyrir almennar kveðjur sveitarstjórnarmanna, að þá verði að hlutast til um og veita sveitarstjórnum almennar leiðbeiningar um hvernig málsmeðferð skuli háttað í slíkum tilvikum,“ sagði meðal annars í svarbréfi sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Þá var bent á að fulltrúar í sveitastjórnum ættu þess jafnan kost að koma á framfæri kveðjum sínum við samborgara og aðra, með margvíslegum hætti á tímum nútímatækni og „margháttaðra venja sem hafa þróast á löngum tíma.“ Sveitarfélagið kynni sér álitið Ráðuneytið tók málið til umfjöllunar á grundvelli framkominna gagna, en í áliti þess segir að í ákvæðum sveitarstjórnarlaga sé kveðið á um málfrelsi sveitarstjórnarmanna, en til að eiga rétt á að fá athugasemdir bókaðar í fundargerð verði þær að vera stuttar og tengjast afstöðu sveitarstjórnarmanns til þeirra mála sem til umræðu eru. Í áliti ráðuneytisins segir að ljóst sé að um hafi verið að ræða stutta athugasemd, þar sem hún var ein setning. Þar kemur einnig fram að túlka beri takmarkanir á rétti sveitastjórnarmanns til að bóka stutta athugasemd um afstöðu sína til máls sem er til umræðu með þröngum hætti. Niðurstaða ráðuneytisins var því sú að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita fulltrúanum um bókunina hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Hins vegar telji ráðuneytið ekki ástæðu til að fella úr gildi úrskurð oddvitans, og málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins. „Er sveitarfélaginu bent á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu,“ segir í niðurlagi álits ráðuneytisins. Langanesbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Í áliti ráðuneytisins, sem birt var 20. nóvember, er farið yfir málsatvik. Þar segir að kvörtun hafi borist frá fulltrúum L-lista í sveitarstjórn vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á sveitarstjórnarfundi í desember á síðasta ári hafi verið verið að skipa nýjan varamann í kjörstjórn sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúi hafi þá óskað eftir því að bóka í fundargerð þakkir til fráfarandi varamanns, en oddviti neitað honum um bókunina. Töldu fulltrúar L-lista þetta ekki í samræmi við lög, venjur eða samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Vildu leiðbeiningar um almennar kveðjur Ráðuneytið óskaði eftir skýringum sveitarfélagsins um kvörtunina og fékk þau svör að oddviti hafi ekki talið bókunina í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, þar sem hún varðaði ekki málið sem til umfjöllunar var í sveitarstjórn. „Það er mat sveitarfélagsins, þ.e. telji ráðuneytið að fundir sveitarstjórna séu rétti vettvangur fyrir almennar kveðjur sveitarstjórnarmanna, að þá verði að hlutast til um og veita sveitarstjórnum almennar leiðbeiningar um hvernig málsmeðferð skuli háttað í slíkum tilvikum,“ sagði meðal annars í svarbréfi sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Þá var bent á að fulltrúar í sveitastjórnum ættu þess jafnan kost að koma á framfæri kveðjum sínum við samborgara og aðra, með margvíslegum hætti á tímum nútímatækni og „margháttaðra venja sem hafa þróast á löngum tíma.“ Sveitarfélagið kynni sér álitið Ráðuneytið tók málið til umfjöllunar á grundvelli framkominna gagna, en í áliti þess segir að í ákvæðum sveitarstjórnarlaga sé kveðið á um málfrelsi sveitarstjórnarmanna, en til að eiga rétt á að fá athugasemdir bókaðar í fundargerð verði þær að vera stuttar og tengjast afstöðu sveitarstjórnarmanns til þeirra mála sem til umræðu eru. Í áliti ráðuneytisins segir að ljóst sé að um hafi verið að ræða stutta athugasemd, þar sem hún var ein setning. Þar kemur einnig fram að túlka beri takmarkanir á rétti sveitastjórnarmanns til að bóka stutta athugasemd um afstöðu sína til máls sem er til umræðu með þröngum hætti. Niðurstaða ráðuneytisins var því sú að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita fulltrúanum um bókunina hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Hins vegar telji ráðuneytið ekki ástæðu til að fella úr gildi úrskurð oddvitans, og málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins. „Er sveitarfélaginu bent á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu,“ segir í niðurlagi álits ráðuneytisins.
Langanesbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira