Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2024 10:26 Úkraínskir hermenn á ferðinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint AP/Evgeniy Maloletka Rússneski herinn skaut í morgun nærri því hundrað eldflaugum og rúmlega tvö hundruð drónum að Úkraínu. Árásin beindist að miklu leyti að orkuinnviðum ríkisins, eins og svo margar árásir hafa gert áður, en þessi þykir hafa verið einstaklega umfangsmikil. Af 93 eldflaugum sem skotið var að Úkraínu segjast Úkraínumenn hafa skotið niður 81. Þar af hafi ellefu stýriflaugar verið skotnar niður af flugmönnum F-16 orrustuþota. Þá segjast þeir hafa skotið niður áttatíu dróna. We work 🫡 pic.twitter.com/7tHFdzsBEj— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) December 13, 2024 Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir árásina í morgun hafa verið gerða sem viðbrögð við árás Úkraínumanna á herflugvöll í Rússlandi með bandarískum eldflaugum á miðvikudaginn. Árásin í morgun er þó ekki frábrugðin fjölmörgum sambærilegum árásum Rússa á undanförnum þremur árum. „Þetta er „friðaráætlun“ Pútíns,“ segir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu í færslu á X í morgun. „Að rústa öllu. Þannig vill hann „viðræður“, með því að hrella milljónir manna.“ Selenskí segir fáar hömlur á Pútín, hvorki varðandi getu til langdrægra árása né þegar kemur að því að verða Rússum út um aðföng í framleiðslu eldflauga. Hann kallar eftir hörðum viðbrögðum og varar við því að ef Pútín telji sig finna fyrir hræðslu meðal ráðamanna á Vesturlöndum líti hann á það sem frelsi til að ganga enn lengra. „Heimurinn getur stöðvað þessa geðveiki, og til þess þarf fyrst að stöðva bilunina í Moskvu sem hefur fyrirskipað hryðjuverk í rúm tuttugu ár. Styrkur er það sem þarf. Úkraína er þakklát öllum þeim sem hjálpa.“ Eins og segir hér að ofan hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eða að minnsta kosti ellefu á þessu ári. Þessar árásir hafa valdið miklum skaða á orkuframleiðslu og dreifikerfi landsins og hefur það leitt til umfangsmikils rafmagnsleysis víðsvegar um Úkraínu. AP fréttaveitan segir um helming orkuinnviða Úkraínu hafa verið eyðilagða í árásum Rússa. Forsvarsmenn eins stærsta orkufyrirtækis Úkraínu segja árásirnar hafa valdið miklum skaða á orkuverum þess. Unnið er að viðgerðum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Af 93 eldflaugum sem skotið var að Úkraínu segjast Úkraínumenn hafa skotið niður 81. Þar af hafi ellefu stýriflaugar verið skotnar niður af flugmönnum F-16 orrustuþota. Þá segjast þeir hafa skotið niður áttatíu dróna. We work 🫡 pic.twitter.com/7tHFdzsBEj— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) December 13, 2024 Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir árásina í morgun hafa verið gerða sem viðbrögð við árás Úkraínumanna á herflugvöll í Rússlandi með bandarískum eldflaugum á miðvikudaginn. Árásin í morgun er þó ekki frábrugðin fjölmörgum sambærilegum árásum Rússa á undanförnum þremur árum. „Þetta er „friðaráætlun“ Pútíns,“ segir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu í færslu á X í morgun. „Að rústa öllu. Þannig vill hann „viðræður“, með því að hrella milljónir manna.“ Selenskí segir fáar hömlur á Pútín, hvorki varðandi getu til langdrægra árása né þegar kemur að því að verða Rússum út um aðföng í framleiðslu eldflauga. Hann kallar eftir hörðum viðbrögðum og varar við því að ef Pútín telji sig finna fyrir hræðslu meðal ráðamanna á Vesturlöndum líti hann á það sem frelsi til að ganga enn lengra. „Heimurinn getur stöðvað þessa geðveiki, og til þess þarf fyrst að stöðva bilunina í Moskvu sem hefur fyrirskipað hryðjuverk í rúm tuttugu ár. Styrkur er það sem þarf. Úkraína er þakklát öllum þeim sem hjálpa.“ Eins og segir hér að ofan hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eða að minnsta kosti ellefu á þessu ári. Þessar árásir hafa valdið miklum skaða á orkuframleiðslu og dreifikerfi landsins og hefur það leitt til umfangsmikils rafmagnsleysis víðsvegar um Úkraínu. AP fréttaveitan segir um helming orkuinnviða Úkraínu hafa verið eyðilagða í árásum Rússa. Forsvarsmenn eins stærsta orkufyrirtækis Úkraínu segja árásirnar hafa valdið miklum skaða á orkuverum þess. Unnið er að viðgerðum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32
„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53
Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent