Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 08:00 Timo Werner olli stjóra sínum miklum vonbrigðum í gær. Getty/Robbie Jay Barratt Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var ekki feiminn við að viðurkenna að hann var hundóánægður með Þjóðverjann Timo Werner í Evrópudeildarleiknum við Rangers í gærkvöld. Postecoglou tók hinn 28 ára gamla og 57 landsleikja Werner af velli eftir fyrri hálfleik og setti Dejan Kulusevski inn á, og náði Svíinn að tryggja Tottenham 1-1 jafntefli með marki í seinni hálfleiknum. Í byrjunarliði Tottenham var hinn 18 ára gamli Archie Gray í vörninni, vegna meiðslakrísu hjá miðvörðum liðsins, en það var Werner sem olli Postecoglou vonbrigðum: „Hann var ekki einu sinni nálægt því stigi sem hann á að vera að spila á. Þegar maður er með 18 ára menn að spila þá get ég ekki liðið svona, og ég sagði það við Timo. Hann er reyndur, þýskur landsliðsmaður,“ sagði Postecoglou við Sky Sports. Ange Postecoglou var ósáttur í Glasgow í gær.Getty/Steve Welsh „Eins og staðan er núna þá höfum við ekki marga valmöguleika. Ég þarf á því að halda að allir reyni að minnsta kosti sitt besta. Frammistaða hans í fyrri hálfleik var óviðunandi,“ sagði Postecoglou. Aðspurður hvernig Werner hefði tekið því að vera kippt svona af velli svaraði stjórinn: „Ég veit það ekki. Það skiptir í raun ekki máli. Við þurfum á því að halda að allir, hann þar á meðal, leggi sitt af mörkum því breiddin er ekki næg til þess að við getum haft menn utan hóps ef þeir standa sig ekki. Menn verða að sinna sínu hlutverki, sérstaklega reyndari leikmenn. Þegar ég bið unga leikmenn um að taka að sér risahlutverk þá ætlast ég til ákveðinnar frammistöðu frá eldri leikmönnum og þannig var það ekki í dag.“ Werner kom að láni til Tottenham frá RB Leipzig í janúar og framlengdi svo dvöl sína út þessa leiktíð. Hann hefur spilað nítján leiki á þessari leiktíð og skorað eitt mark. Eftir sex umferðir af átta í Evrópudeildinni er Tottenham með ellefu stig í 9. sæti, en átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit. Liðin í 9.-24. sæti komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Síðustu tvær umferðirnar verða kláraðar eftir áramót. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Postecoglou tók hinn 28 ára gamla og 57 landsleikja Werner af velli eftir fyrri hálfleik og setti Dejan Kulusevski inn á, og náði Svíinn að tryggja Tottenham 1-1 jafntefli með marki í seinni hálfleiknum. Í byrjunarliði Tottenham var hinn 18 ára gamli Archie Gray í vörninni, vegna meiðslakrísu hjá miðvörðum liðsins, en það var Werner sem olli Postecoglou vonbrigðum: „Hann var ekki einu sinni nálægt því stigi sem hann á að vera að spila á. Þegar maður er með 18 ára menn að spila þá get ég ekki liðið svona, og ég sagði það við Timo. Hann er reyndur, þýskur landsliðsmaður,“ sagði Postecoglou við Sky Sports. Ange Postecoglou var ósáttur í Glasgow í gær.Getty/Steve Welsh „Eins og staðan er núna þá höfum við ekki marga valmöguleika. Ég þarf á því að halda að allir reyni að minnsta kosti sitt besta. Frammistaða hans í fyrri hálfleik var óviðunandi,“ sagði Postecoglou. Aðspurður hvernig Werner hefði tekið því að vera kippt svona af velli svaraði stjórinn: „Ég veit það ekki. Það skiptir í raun ekki máli. Við þurfum á því að halda að allir, hann þar á meðal, leggi sitt af mörkum því breiddin er ekki næg til þess að við getum haft menn utan hóps ef þeir standa sig ekki. Menn verða að sinna sínu hlutverki, sérstaklega reyndari leikmenn. Þegar ég bið unga leikmenn um að taka að sér risahlutverk þá ætlast ég til ákveðinnar frammistöðu frá eldri leikmönnum og þannig var það ekki í dag.“ Werner kom að láni til Tottenham frá RB Leipzig í janúar og framlengdi svo dvöl sína út þessa leiktíð. Hann hefur spilað nítján leiki á þessari leiktíð og skorað eitt mark. Eftir sex umferðir af átta í Evrópudeildinni er Tottenham með ellefu stig í 9. sæti, en átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit. Liðin í 9.-24. sæti komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Síðustu tvær umferðirnar verða kláraðar eftir áramót.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira