Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Aron Guðmundsson skrifar 11. desember 2024 17:04 Benóný Breki Andrésson sést hér í bláum búningi Stockport County. Stockport County Enska C-deildar liðið Stockport County hefur keypt sóknarmanninn Benóny Breka Andrésson frá Bestu deildar liði KR. Þetta staðfestir enska félagið í tilkynningu. Lengi hefur verið á kreiki orðrómur þess efnis að Stockport County ætlaði sér að krækja í Benóný Breka og nú hefur verið staðfest að sá orðrómur var á rökum reistur. Benóný Breki skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við félagið en hann verður leikmaður félagsins 1. janúar svo framarlega sem hann fái atvinnuleyfi strax. Benóný Breki fór á kostum með KR á síðasta tímabili í Bestu deildinni hér heima þar sem að hann skoraði 21 mark í 26 leikjum. Ellefu þeirra komu í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar en KR endaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar. Stockport County leikur í C-deildinni á Englandi og er sem stendur í 5.sæti sem mun veita þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku B-deildinni að lokinni deildarkeppni á yfirstandandi tímabili. Þjálfari liðsins er Englendingurinn David Challinor sem hafði þjálfað lið á borð við AFC Fylde og Hartlepool United í neðri deildum Englands áður en að hann tók við þjálfun Stockport County árið 2021 en hann er fyrrverandi leikmaður liðsins. Stockport Conty er rótgróið félag á Englandi sem á sér langa sögu. Liðið vann ensku D-deildin á síðasta tímabili og stefnir nú á að komast beint upp í ensku B-deildina. Benóný Breki á að baki 50 leiki í efstu deild hér á landi og hefur í þeim leikjum skorað 30 mörk. Þá á hann á ferilskrá sinni landsleiki fyrir U21, U19 og U17 ára landslið Íslands. Hann spilaði með Gróttu og Breiðabliki í yngri flokkunum en gekk svo til liðs við ítalska félagið Bologna árið 2021 og lék þar með yngri liðum félagsins áður en hann sneri aftur hingað til lands og þá til KR. ✍️ #StockportCounty is delighted to announce that we have agreed terms with Icelandic Club KR for the transfer of exciting young forward, Benoný Breki Andrésson.Benoný will officially join us in January, subject to receiving a work permit and international clearance 🇮🇸— Stockport County (@StockportCounty) December 11, 2024 Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Lengi hefur verið á kreiki orðrómur þess efnis að Stockport County ætlaði sér að krækja í Benóný Breka og nú hefur verið staðfest að sá orðrómur var á rökum reistur. Benóný Breki skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við félagið en hann verður leikmaður félagsins 1. janúar svo framarlega sem hann fái atvinnuleyfi strax. Benóný Breki fór á kostum með KR á síðasta tímabili í Bestu deildinni hér heima þar sem að hann skoraði 21 mark í 26 leikjum. Ellefu þeirra komu í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar en KR endaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar. Stockport County leikur í C-deildinni á Englandi og er sem stendur í 5.sæti sem mun veita þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku B-deildinni að lokinni deildarkeppni á yfirstandandi tímabili. Þjálfari liðsins er Englendingurinn David Challinor sem hafði þjálfað lið á borð við AFC Fylde og Hartlepool United í neðri deildum Englands áður en að hann tók við þjálfun Stockport County árið 2021 en hann er fyrrverandi leikmaður liðsins. Stockport Conty er rótgróið félag á Englandi sem á sér langa sögu. Liðið vann ensku D-deildin á síðasta tímabili og stefnir nú á að komast beint upp í ensku B-deildina. Benóný Breki á að baki 50 leiki í efstu deild hér á landi og hefur í þeim leikjum skorað 30 mörk. Þá á hann á ferilskrá sinni landsleiki fyrir U21, U19 og U17 ára landslið Íslands. Hann spilaði með Gróttu og Breiðabliki í yngri flokkunum en gekk svo til liðs við ítalska félagið Bologna árið 2021 og lék þar með yngri liðum félagsins áður en hann sneri aftur hingað til lands og þá til KR. ✍️ #StockportCounty is delighted to announce that we have agreed terms with Icelandic Club KR for the transfer of exciting young forward, Benoný Breki Andrésson.Benoný will officially join us in January, subject to receiving a work permit and international clearance 🇮🇸— Stockport County (@StockportCounty) December 11, 2024
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira