Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 08:50 Framkvæmdastjóri móðurfélags The Onion segir félagið enn staðráðið í því að eignast Infowars. Getty/Mario Tama Dómari í Houston í Bandaríkjunum hefur ógilt söluna á Infowars, heimasíðu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones, til háðsmiðilsins The Onion. Infowars og tengdar eignir voru boðnar upp á dögunum, eftir að Jones var dæmdur til að greiða fjölskyldum einstaklinganna sem skotnir voru til bana í Sandy Hook árið 2012 samtals 1,4 milljarð Bandaríkjadollara í miskabætur. Jones hélt því fram í mörg ár að skotárásin hefði aldrei átt sér stað og að umræddar fjölskyldur væru leikarar sem hefðu verið fengnir til að hjálpa til við að setja harmleikinn á svið. Dómarinn Christopher M. Lopez komst að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt enginn hefði gert neitt rangt þegar Infowars var selt The Onion hefði skiptastjóri þrotabúsins, Christopher Murray, ekki gert allt sem hann gat til að hámarka virði eigna þrotabúsins. Aðeins tveir buðu í eignirnar; The Onion og First United American Companies, sem hefur tengsl við Jones. Málareksturinn fyrir dóminum varðaði að stórum hluta það hvort fjölskyldurnar sem fengu dæmdar bætur hefðu mátt ráðstafa þeim til að taka þátt í uppboðinu með The Onion. Infowars var slegið The Onion á sjö milljónir dollara, þar af kom 1,75 milljón frá móðurfélagi The Onion en restin frá fjölskyldunum. Þannig virðast þær í raun hafa ætlað að afsala sér umræddri upphæð en bróðurparturinn af ágóða sölunnar á Infowars mun renna í þeirra vasa upp í miskabæturnar sem þeim voru dæmdar. Tilboð First United American Companies hljóðaði upp á 3,5 milljónir dollara. Lopez sagði að skiljanlega væri málið tilfinningaþrungið, bæði fyrir fjölskyldurnar og fyrir stuðningsmenn Jones. Hins vegar hefði mátt standa betur að því að hámarka virði eignanna, til dæmis með því að bjóða Infowars upp fyrir opnum tjöldum og leyfa aðilum að keppast um bitann. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Infowars og tengdar eignir voru boðnar upp á dögunum, eftir að Jones var dæmdur til að greiða fjölskyldum einstaklinganna sem skotnir voru til bana í Sandy Hook árið 2012 samtals 1,4 milljarð Bandaríkjadollara í miskabætur. Jones hélt því fram í mörg ár að skotárásin hefði aldrei átt sér stað og að umræddar fjölskyldur væru leikarar sem hefðu verið fengnir til að hjálpa til við að setja harmleikinn á svið. Dómarinn Christopher M. Lopez komst að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt enginn hefði gert neitt rangt þegar Infowars var selt The Onion hefði skiptastjóri þrotabúsins, Christopher Murray, ekki gert allt sem hann gat til að hámarka virði eigna þrotabúsins. Aðeins tveir buðu í eignirnar; The Onion og First United American Companies, sem hefur tengsl við Jones. Málareksturinn fyrir dóminum varðaði að stórum hluta það hvort fjölskyldurnar sem fengu dæmdar bætur hefðu mátt ráðstafa þeim til að taka þátt í uppboðinu með The Onion. Infowars var slegið The Onion á sjö milljónir dollara, þar af kom 1,75 milljón frá móðurfélagi The Onion en restin frá fjölskyldunum. Þannig virðast þær í raun hafa ætlað að afsala sér umræddri upphæð en bróðurparturinn af ágóða sölunnar á Infowars mun renna í þeirra vasa upp í miskabæturnar sem þeim voru dæmdar. Tilboð First United American Companies hljóðaði upp á 3,5 milljónir dollara. Lopez sagði að skiljanlega væri málið tilfinningaþrungið, bæði fyrir fjölskyldurnar og fyrir stuðningsmenn Jones. Hins vegar hefði mátt standa betur að því að hámarka virði eignanna, til dæmis með því að bjóða Infowars upp fyrir opnum tjöldum og leyfa aðilum að keppast um bitann.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira