Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 10:31 Annika Lott skoraði umdeilt mark gegn Noregi á EM í gær. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Noregur vann Þýskaland af öryggi í gær og Ólympíumeistararnir hans Þóris Hergeirssonar komust því á flugi í undanúrslit EM. Eitt marka Þýskalands í leiknum þótti hins vegar skorað með afar óheiðarlegum hætti. Noregur vann 32-27 þrátt fyrir slakan seinni hálfleik, en liðið var sex mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn. Mark númer 25 hjá Þýskalandi féll illa í kramið hjá þeim norsku. Katrine Lunde, markvörður Noregs, var þá farin aðeins úr markinu til þess að þurrka upp bleytu á vellinum. Þjóðverjum var hins vegar alveg sama um það og fékk Annika Lott boltann úr aukakasti og flýtti sér að skora í autt markið. „Þetta voru bellibrögð,“ sagði Stine Skogrand, leikmaður norska liðsins, við VG. Hægt er að sjá atvikið á vef RÚV en það kemur eftir 01:26:28, þegar Lott minnkaði muninn í 29-25 og tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum. „Við héldum að dómarinn hefði stoppað tímann og svo skýtur Annika Lot í tómt markið þegar Katrine er að reyna að þurrka gólfið. Þannig komust þær enn nær okkur,“ sagði Skogrand sem var ekki par sátt: „Neeeiii! Ég varð að klappa aðeins í áttina að Anniku Lott þarna.“ Þórir ósáttur við sínar konur í seinni Þórir Hergeirsson var ekki sáttur með spilamennsku norska liðsins í seinni hálfleik og messaði yfir sínum konum í leikhléi seint í leiknum, og sagði þeim að standa af meiri hörku í vörninni. „Mér fannst þær verða aðeins of flatar. Ég held að þær hefðu gert meira ef það hefði allt verið undir,“ sagði Þórir við VG eftir leikinn. Noregur hefur unnið alla leiki sína til þessa og tryggt sér efsta sætið í milliriðli 2, þrátt fyrir að eiga enn eftir leik við Sviss á morgun. Þær norsku spila því í undanúrslitum á föstudaginn og svo um verðlaun á sunnudaginn. Þýskaland er aftur á móti úr leik. EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Noregur vann 32-27 þrátt fyrir slakan seinni hálfleik, en liðið var sex mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn. Mark númer 25 hjá Þýskalandi féll illa í kramið hjá þeim norsku. Katrine Lunde, markvörður Noregs, var þá farin aðeins úr markinu til þess að þurrka upp bleytu á vellinum. Þjóðverjum var hins vegar alveg sama um það og fékk Annika Lott boltann úr aukakasti og flýtti sér að skora í autt markið. „Þetta voru bellibrögð,“ sagði Stine Skogrand, leikmaður norska liðsins, við VG. Hægt er að sjá atvikið á vef RÚV en það kemur eftir 01:26:28, þegar Lott minnkaði muninn í 29-25 og tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum. „Við héldum að dómarinn hefði stoppað tímann og svo skýtur Annika Lot í tómt markið þegar Katrine er að reyna að þurrka gólfið. Þannig komust þær enn nær okkur,“ sagði Skogrand sem var ekki par sátt: „Neeeiii! Ég varð að klappa aðeins í áttina að Anniku Lott þarna.“ Þórir ósáttur við sínar konur í seinni Þórir Hergeirsson var ekki sáttur með spilamennsku norska liðsins í seinni hálfleik og messaði yfir sínum konum í leikhléi seint í leiknum, og sagði þeim að standa af meiri hörku í vörninni. „Mér fannst þær verða aðeins of flatar. Ég held að þær hefðu gert meira ef það hefði allt verið undir,“ sagði Þórir við VG eftir leikinn. Noregur hefur unnið alla leiki sína til þessa og tryggt sér efsta sætið í milliriðli 2, þrátt fyrir að eiga enn eftir leik við Sviss á morgun. Þær norsku spila því í undanúrslitum á föstudaginn og svo um verðlaun á sunnudaginn. Þýskaland er aftur á móti úr leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27