Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 07:00 Sýrlenska landsliðið stillir sér hér upp fyrir framan þjóðfánann sinn fyrir landsleik á móti Íran. Hér má sjá þá í rauðu landsliðsbúningunum sínum en þeir spila ekki í þeim lengur. Getty/Adam Nurkiewicz Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli af uppreisnarmönnum um helgina en borgarastríð hefur geisað þar í þrettán ár. Þessi breyting á valdhafa í landinu hefur bein áhrif á útlit sýrlenska fótboltalandsliðsins. Sýrlenska fótboltasambandið gaf það fljótlega út eftir að Al-Assad flúði land að stjórn sambandsins hafi ákveðið að breyta um lit á landsliðsbúningnum. Sýrlensku landsliðsmennirnir hafa síðustu ár klæðst rauðum landsliðstreyjum en núna skipta þeir yfir í grænt. Um leið breytti sambandið um lit á merki sambandsins þar sem rauði liturinn víkur fyrir þeim græna. The Syrian national football team officially changed its logo. pic.twitter.com/M8iebRRkRj— Clash Report (@clashreport) December 8, 2024 „Þetta er nýi landsliðsbúningur okkar liðs. Þetta er fyrsta sögulega breytingin í sögu sýrlenskra íþrótta og tákn fyrir það að við erum laus við frændahyglingu, laus við hlutdrægni og mismunun og laus við spillingu,“ stóð í færslunni. Rauði liturinn spilaði stórt hlutverk hjá stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Sá rauði litur táknaði meðal annars uppreisn Araba gegn Tyrkjaveldi [Ottoman Empire] í fyrri heimsstyrjöldinni. Græni liturinn er aftur á móti mjög mikilvægur í múhameðstrúnni. Fyrir marga múslíma þá stendur liturinn fyrir hreinleika og lífi í paradís eftir dauðann. Sýrlenska knattspyrnulandsliðið var í 95. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Liðið komst hæst í 68. sæti í júlí árið 2018 en þremur árum fyrr var liðið í 152. sæti (Mars 2015). Sýrland hefur aldrei komist á HM og liðið á ekki lengur möguleika á því að komst á næsta heimsmeistaramót sem fer fram næsta sumar. Liðið sat eftir í annarri umferð undankeppni Asíu en Japan og Norður-Kórea fóru upp úr þeirra riðli. 🗣️ "The first historic change to happen in the history of Syrian sports, far from nepotism, favoritism and corruption."🇸🇾The Syrian FA announced a new kit and logo, shifting from their traditional red to green. The change comes after rebels toppled the regime of Syrian… pic.twitter.com/OXhNvqlskP— DW Sports (@dw_sports) December 9, 2024 Sýrland Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
Sýrlenska fótboltasambandið gaf það fljótlega út eftir að Al-Assad flúði land að stjórn sambandsins hafi ákveðið að breyta um lit á landsliðsbúningnum. Sýrlensku landsliðsmennirnir hafa síðustu ár klæðst rauðum landsliðstreyjum en núna skipta þeir yfir í grænt. Um leið breytti sambandið um lit á merki sambandsins þar sem rauði liturinn víkur fyrir þeim græna. The Syrian national football team officially changed its logo. pic.twitter.com/M8iebRRkRj— Clash Report (@clashreport) December 8, 2024 „Þetta er nýi landsliðsbúningur okkar liðs. Þetta er fyrsta sögulega breytingin í sögu sýrlenskra íþrótta og tákn fyrir það að við erum laus við frændahyglingu, laus við hlutdrægni og mismunun og laus við spillingu,“ stóð í færslunni. Rauði liturinn spilaði stórt hlutverk hjá stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Sá rauði litur táknaði meðal annars uppreisn Araba gegn Tyrkjaveldi [Ottoman Empire] í fyrri heimsstyrjöldinni. Græni liturinn er aftur á móti mjög mikilvægur í múhameðstrúnni. Fyrir marga múslíma þá stendur liturinn fyrir hreinleika og lífi í paradís eftir dauðann. Sýrlenska knattspyrnulandsliðið var í 95. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Liðið komst hæst í 68. sæti í júlí árið 2018 en þremur árum fyrr var liðið í 152. sæti (Mars 2015). Sýrland hefur aldrei komist á HM og liðið á ekki lengur möguleika á því að komst á næsta heimsmeistaramót sem fer fram næsta sumar. Liðið sat eftir í annarri umferð undankeppni Asíu en Japan og Norður-Kórea fóru upp úr þeirra riðli. 🗣️ "The first historic change to happen in the history of Syrian sports, far from nepotism, favoritism and corruption."🇸🇾The Syrian FA announced a new kit and logo, shifting from their traditional red to green. The change comes after rebels toppled the regime of Syrian… pic.twitter.com/OXhNvqlskP— DW Sports (@dw_sports) December 9, 2024
Sýrland Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira