Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 13:24 Það verður að segjast eins og er að félagsfundur Félags ungra mæðra var einstaklega krúttlegur. Vísir/Sigurjón Það getur verið einmanalegt að vera ung móðir. Þetta segja mæður sem nýlega stofnuðu Félag ungra mæðra sem hefur það að meginmarkmiði að rjúfa félagslega einangrun eftir fæðingu. Margrét Helga, fréttamaður, fékk að sitja fund með framtakssömum ungum mæðrum og börnum þeirra. Fjórtán ungar mæður ákváðu að stofna félagið eftir að hafa fundið fyrir einmanaleika eftir fæðingu og vildu finna aðrar í sömu stöðu. Þetta byrjaði allt í Facebookhópnum Mæðratips. „Það var alltaf að aukast póstar þar inni þar sem ungar mæður sögðu frá því að þær væru kannski bara einmana og búnar að missa margar vinkonur og vini út frá því að eignast börn. Fólk einangrar sig og það var alveg eins hjá mér,“ segir Rósa Björk Einarsdóttir, formaður Félags ungra mæðra. Rósa Björk. formaður, á góðum degi með dóttur sinni.Aðsend Þær vilja þó taka skýrt fram að það sé yndislegt að vera móðir en stundum geti það verið einmanalegt. „Líka bara því ég er fyrst til að eignast barn í mínum vinahópi þannig að viðkvæðið var oft "ekki vera að trufla Álfheiði, hún er með nýfætt barn" en mig langar að fá boð,“ segir Álfheiður Björk. Ásókn í félagið er slík að á nokkrum dögum telur fjöldi félagskvenna nokkur hundruð. „Okkur langar að geta haft dagskrá og haft vikulega eitthvað planað, svo við getum hist með og án barna þannig að okkur langar að við þurfum ekki alltaf að vera með börnin og fá að kynnast okkur aftur og að fara úr mömmuhlutverkinu og vera bara við sjálfar sem við vorum áður en við eignuðumst börn, það er stórt fyrir okkur,“ segir María Rós, varaformaður félagsins en bætir við að auðvitað fái börnin líka oft að vera með. Félagsskapurinn og stuðningurinn sé aðalatriðið. „Mér finnst líka bara svo mikilvægt að mæður sem eru með fæðingarþunglyndi, eða eru kvíðnar fyrir, að við séum samfélag sem þú getur leitað til, að það er alltaf einhver hér. Þú ert kannski vakandi um miðja nótt hágrátandi og þá getur þú sent inn í hópinn „er einhver annar vakandi?“ og þá segir einhver, „ég er hér,“ segir Álfheiður og réttir upp hönd og bætir við að hún sjálf hefði virkilega þurft á slíkum félagsskap og stuðningi að halda. „Mig langar að vera þessi manneskja fyrir aðra.“ Mæðurnar ungu eru stórhuga og ætla að safna dósum til að byggja upp félagið og benda fyrirtækjum á að vera ófeimin við að hafa samband ef þau eru með einhverjar hugmyndir. Ungu mæðurnar láta verkin tala - og þær vilja flöskurnar þínar.aðsend „Svo við getum boðið ungum mömmum og samfélaginu sem við erum að búa til hérna upp á einhverja viðburði og hittinga og ég hvet fyrirtæki ef þau hafi einhverjar hugmyndir sem við gætum gert eitthvað saman og þá væri það ótrúlega gaman. Við ætlum allavega á rúntinn að sækja dósir í vikunni þannig að ef þið eigið dósapoka liggjandi heima og ég veit að þið eruð öll með það, það eru allir með nokkra poka inni í bílskúr þá endilega leyfið okkur að koma og sækja þá,“ segir Rósa Björk, til þjónustu reiðubúin! Hér er slóðin á Facebooksíðu Félags ungra mæðra og hér er slóðin á Instagramsíðu félagsins. Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Fjórtán ungar mæður ákváðu að stofna félagið eftir að hafa fundið fyrir einmanaleika eftir fæðingu og vildu finna aðrar í sömu stöðu. Þetta byrjaði allt í Facebookhópnum Mæðratips. „Það var alltaf að aukast póstar þar inni þar sem ungar mæður sögðu frá því að þær væru kannski bara einmana og búnar að missa margar vinkonur og vini út frá því að eignast börn. Fólk einangrar sig og það var alveg eins hjá mér,“ segir Rósa Björk Einarsdóttir, formaður Félags ungra mæðra. Rósa Björk. formaður, á góðum degi með dóttur sinni.Aðsend Þær vilja þó taka skýrt fram að það sé yndislegt að vera móðir en stundum geti það verið einmanalegt. „Líka bara því ég er fyrst til að eignast barn í mínum vinahópi þannig að viðkvæðið var oft "ekki vera að trufla Álfheiði, hún er með nýfætt barn" en mig langar að fá boð,“ segir Álfheiður Björk. Ásókn í félagið er slík að á nokkrum dögum telur fjöldi félagskvenna nokkur hundruð. „Okkur langar að geta haft dagskrá og haft vikulega eitthvað planað, svo við getum hist með og án barna þannig að okkur langar að við þurfum ekki alltaf að vera með börnin og fá að kynnast okkur aftur og að fara úr mömmuhlutverkinu og vera bara við sjálfar sem við vorum áður en við eignuðumst börn, það er stórt fyrir okkur,“ segir María Rós, varaformaður félagsins en bætir við að auðvitað fái börnin líka oft að vera með. Félagsskapurinn og stuðningurinn sé aðalatriðið. „Mér finnst líka bara svo mikilvægt að mæður sem eru með fæðingarþunglyndi, eða eru kvíðnar fyrir, að við séum samfélag sem þú getur leitað til, að það er alltaf einhver hér. Þú ert kannski vakandi um miðja nótt hágrátandi og þá getur þú sent inn í hópinn „er einhver annar vakandi?“ og þá segir einhver, „ég er hér,“ segir Álfheiður og réttir upp hönd og bætir við að hún sjálf hefði virkilega þurft á slíkum félagsskap og stuðningi að halda. „Mig langar að vera þessi manneskja fyrir aðra.“ Mæðurnar ungu eru stórhuga og ætla að safna dósum til að byggja upp félagið og benda fyrirtækjum á að vera ófeimin við að hafa samband ef þau eru með einhverjar hugmyndir. Ungu mæðurnar láta verkin tala - og þær vilja flöskurnar þínar.aðsend „Svo við getum boðið ungum mömmum og samfélaginu sem við erum að búa til hérna upp á einhverja viðburði og hittinga og ég hvet fyrirtæki ef þau hafi einhverjar hugmyndir sem við gætum gert eitthvað saman og þá væri það ótrúlega gaman. Við ætlum allavega á rúntinn að sækja dósir í vikunni þannig að ef þið eigið dósapoka liggjandi heima og ég veit að þið eruð öll með það, það eru allir með nokkra poka inni í bílskúr þá endilega leyfið okkur að koma og sækja þá,“ segir Rósa Björk, til þjónustu reiðubúin! Hér er slóðin á Facebooksíðu Félags ungra mæðra og hér er slóðin á Instagramsíðu félagsins.
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira