Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 15:25 Ólafur Margeirsson hagfræðingur segir dæmi um lánakvóta í mörgum öðrum löndum. Vísir Hagfræðingur leggur til að stjórnvöld geri Seðlabanka Íslands kleift að nota lánakvóta til að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Mikilvægt sé að bankinn geti náð markmiðum sínum með öðrum hætti en tíðum og miklum stýrivaxtabreytingum. Þannig væri auðveldara að halda lánsvöxtum bæði lægri og stöðugri. „Ef Seðlabankinn notar lánakvóta til þess ná verðbólgumarkmiði sínu má gera ráð fyrir að minni þörf yrði á stýrivaxtabreytingum. Auðvelt er raunar að sjá fyrir sér að lækka mætti stýrivexti hraðar en ella því lánakvótar sæju til þess að takmarka magn fjármagns sem kæmi frá bankastofnunum sem og að beina því í farvegi sem hjálpaði Seðlabankanum við að ná verðbólgumarkmiði sínu,“ segir Ólafur Margeirsson hagfræðingur í aðsendri grein á Vísi. Lánakvótar eru kvótar eða skilyrði á lán sem bankastofnanir veita. Ólafur segir þá ekki ósvipaða fiskveiðikvótanum sem notaður er til þess að ákveða hámark afla hvers árs með það að markmiði að viðhalda sjálfbærri nýtingu á auðlindum sjávar. Vextir á húsnæðislánum hækkuðu mikið í kjölfar stýrivaxtahækkana Seðlabankans.vísir/vilhelm Gætu hvatt bankastofnanir til að lána meira til byggingaraðila Ólafur segir að lánakvótarnir ættu í fyrsta lagi að beinast að því að minnka framboðsskort á vörum og þjónustu til að draga úr verðbólguþrýstingi á viðkomandi markaði og þar með í hagkerfinu öllu. „Í samhengi húsnæðismarkaðsins myndu lánakvótar hvetja bankastofnanir til þess að lána meira til byggingaraðila og annarra sem væru að byggja íbúðir til þess auka nýbyggingarmagn og draga úr leiguverðs- og verðbólguþrýstingi. „Í öðru lagi myndu lánakvótarnir beinast að því að draga úr eftirspurn eftir vörum og þjónustu, líkt og stýrivaxtahækkanir gera, aftur með það að markmiði að draga úr verðbólgu,“ segir Ólafur í grein sinni. Lánakvótar verið notaðir í fjölda landa „Lánakvótar geta tekið ýmsum breytingum og verða að gera það – líkt og kvótar í sjávarútvegi gera – eftir því hvernig viðrar í hagkerfinu. Þróun þeirra og framkvæmd er líka mismunandi en til einföldunar má draga þá saman í tvo flokka: lánakvótar sem eru háðir einhvers konar hlutfallstölum, t.d. miðað við eignir banka, tekjur lántaka eða verðbólgu, og lánakvótar sem tiltaka heildarmagn lána, þ.e. heildarflæði, yfir ákveðið tímabil.” Ólafur segir að það kæmi í hlut Seðlabanka Íslands að þróa, ákveða, uppfæra og fylgja eftir lánakvótum á Íslandi með það að markmiði að ná verðbólgumarkmiði bankans. Mörg lönd á borð við Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Frakkland, Japan, Kína og Indland hafi notað lánakvóta í gegnum tíðina. Hann bætir við að til dæmis væri hægt að beita lánakvótum á verðtryggð lán til að draga úr umfangi þeirra. „Núverandi seðlabankastjóri benti á það árið 2012 að „verðtrygging þvælist fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans, einkum þó leiðni stýrivaxta yfir til langtímavaxta“ svo minna af verðtryggðum lánum þýddi að peningamálastefna Seðlabankans virkaði betur og hægt væri að lækka vexti.“ Að mati Ólafs skortir pólitískan vilja til þess að leyfa Seðlabankanum að nota umrædda lánakvóta. Til þess þurfi nýtt Alþingi að breyta lögum og reglum er viðkoma starfsemi Seðlabanka Íslands. Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Segir að vel væri hægt að lækka vexti Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá. 5. desember 2024 09:49 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Ef Seðlabankinn notar lánakvóta til þess ná verðbólgumarkmiði sínu má gera ráð fyrir að minni þörf yrði á stýrivaxtabreytingum. Auðvelt er raunar að sjá fyrir sér að lækka mætti stýrivexti hraðar en ella því lánakvótar sæju til þess að takmarka magn fjármagns sem kæmi frá bankastofnunum sem og að beina því í farvegi sem hjálpaði Seðlabankanum við að ná verðbólgumarkmiði sínu,“ segir Ólafur Margeirsson hagfræðingur í aðsendri grein á Vísi. Lánakvótar eru kvótar eða skilyrði á lán sem bankastofnanir veita. Ólafur segir þá ekki ósvipaða fiskveiðikvótanum sem notaður er til þess að ákveða hámark afla hvers árs með það að markmiði að viðhalda sjálfbærri nýtingu á auðlindum sjávar. Vextir á húsnæðislánum hækkuðu mikið í kjölfar stýrivaxtahækkana Seðlabankans.vísir/vilhelm Gætu hvatt bankastofnanir til að lána meira til byggingaraðila Ólafur segir að lánakvótarnir ættu í fyrsta lagi að beinast að því að minnka framboðsskort á vörum og þjónustu til að draga úr verðbólguþrýstingi á viðkomandi markaði og þar með í hagkerfinu öllu. „Í samhengi húsnæðismarkaðsins myndu lánakvótar hvetja bankastofnanir til þess að lána meira til byggingaraðila og annarra sem væru að byggja íbúðir til þess auka nýbyggingarmagn og draga úr leiguverðs- og verðbólguþrýstingi. „Í öðru lagi myndu lánakvótarnir beinast að því að draga úr eftirspurn eftir vörum og þjónustu, líkt og stýrivaxtahækkanir gera, aftur með það að markmiði að draga úr verðbólgu,“ segir Ólafur í grein sinni. Lánakvótar verið notaðir í fjölda landa „Lánakvótar geta tekið ýmsum breytingum og verða að gera það – líkt og kvótar í sjávarútvegi gera – eftir því hvernig viðrar í hagkerfinu. Þróun þeirra og framkvæmd er líka mismunandi en til einföldunar má draga þá saman í tvo flokka: lánakvótar sem eru háðir einhvers konar hlutfallstölum, t.d. miðað við eignir banka, tekjur lántaka eða verðbólgu, og lánakvótar sem tiltaka heildarmagn lána, þ.e. heildarflæði, yfir ákveðið tímabil.” Ólafur segir að það kæmi í hlut Seðlabanka Íslands að þróa, ákveða, uppfæra og fylgja eftir lánakvótum á Íslandi með það að markmiði að ná verðbólgumarkmiði bankans. Mörg lönd á borð við Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Frakkland, Japan, Kína og Indland hafi notað lánakvóta í gegnum tíðina. Hann bætir við að til dæmis væri hægt að beita lánakvótum á verðtryggð lán til að draga úr umfangi þeirra. „Núverandi seðlabankastjóri benti á það árið 2012 að „verðtrygging þvælist fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans, einkum þó leiðni stýrivaxta yfir til langtímavaxta“ svo minna af verðtryggðum lánum þýddi að peningamálastefna Seðlabankans virkaði betur og hægt væri að lækka vexti.“ Að mati Ólafs skortir pólitískan vilja til þess að leyfa Seðlabankanum að nota umrædda lánakvóta. Til þess þurfi nýtt Alþingi að breyta lögum og reglum er viðkoma starfsemi Seðlabanka Íslands.
Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Segir að vel væri hægt að lækka vexti Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá. 5. desember 2024 09:49 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Segir að vel væri hægt að lækka vexti Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá. 5. desember 2024 09:49