Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 11:34 Sigurður Ingi segir ekkert fararsnið á sér. Flokkur hans verði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og formaður Framsóknar segir eðlilegt að óánægja komi upp eftir vonbrigðakosningar. Hann hefur ekki heyrt af mögulegum formannaskiptum hjá flokknum. Það sé eðlilegt að Framsókn verði í stjórnarandstöðu. Allir samflokksmenn Sigurðar við ríkisstjórnarborðið féllu út af þingi í nýafstöðnum kosningum. Það eru þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Á kosninganótt var lengi vel útlit fyrir að Sigurður myndi ekki ná inn á þing, en þegar síðustu tölur bárust varð ljóst að hann kæmi inn sem uppbótarþingmaður, á kostnað Willums. Eftirsjá fyrir flokk, þing og þjóð Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður okkar ræddi við Sigurð Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og hann spurður hvernig hljóðið væri í fráfarandi ráðherrum Framsóknar og flokksmönnum. „Þetta voru vonbrigði, þessar kosningar. Það er mikil eftirsjá af svo öflugu fólki, bæði fyrir Framsókn en líka fyrir þingið og þjóðina, að missa svona reynslumikið fólk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segir Framsóknarmenn eðlilega svekkta með úrslit kosninganna. Flokkurinn fékk 7,8 prósent atkvæða á landsvísu og fer úr þrettán þingmönnum í fimm. „Eins og ég sagði fyrir kosningar þá er það formaðurinn sem ber ríkasta ábyrgð. Ég tek hana til mín.“ Ekki möguleiki á Framsókn í ríkisstjórn Hann segir, þrátt fyrir stöðu flokksins, að ekki hafi verið rætt um formannsskipti. „Það er ekkert fararsnið á mér.“ Sigurður segir augljóst á úrslitum kosninga að ákall hafi verið um breytingar, og að Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins myndu láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður eins og nú er raunin. „Mér líst bara ágætlega á það,“ sagði Sigurður. Ef svo færi að þetta verður eitthvað flókið í framhaldinu og byrjað að ræða við ykkur, heldurðu að það sé einhver möguleiki á því í ljósi stöðunnar og væruð þið tilbúin til þess? „Nei. Niðurstöður kosninganna voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessir þrír flokkar axli þá ábyrgð. Málið er hjá þeim og kosningarnar enduðu þannig að það er eðlilegt að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.ô Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. 6. desember 2024 11:25 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Allir samflokksmenn Sigurðar við ríkisstjórnarborðið féllu út af þingi í nýafstöðnum kosningum. Það eru þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Á kosninganótt var lengi vel útlit fyrir að Sigurður myndi ekki ná inn á þing, en þegar síðustu tölur bárust varð ljóst að hann kæmi inn sem uppbótarþingmaður, á kostnað Willums. Eftirsjá fyrir flokk, þing og þjóð Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður okkar ræddi við Sigurð Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og hann spurður hvernig hljóðið væri í fráfarandi ráðherrum Framsóknar og flokksmönnum. „Þetta voru vonbrigði, þessar kosningar. Það er mikil eftirsjá af svo öflugu fólki, bæði fyrir Framsókn en líka fyrir þingið og þjóðina, að missa svona reynslumikið fólk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segir Framsóknarmenn eðlilega svekkta með úrslit kosninganna. Flokkurinn fékk 7,8 prósent atkvæða á landsvísu og fer úr þrettán þingmönnum í fimm. „Eins og ég sagði fyrir kosningar þá er það formaðurinn sem ber ríkasta ábyrgð. Ég tek hana til mín.“ Ekki möguleiki á Framsókn í ríkisstjórn Hann segir, þrátt fyrir stöðu flokksins, að ekki hafi verið rætt um formannsskipti. „Það er ekkert fararsnið á mér.“ Sigurður segir augljóst á úrslitum kosninga að ákall hafi verið um breytingar, og að Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins myndu láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður eins og nú er raunin. „Mér líst bara ágætlega á það,“ sagði Sigurður. Ef svo færi að þetta verður eitthvað flókið í framhaldinu og byrjað að ræða við ykkur, heldurðu að það sé einhver möguleiki á því í ljósi stöðunnar og væruð þið tilbúin til þess? „Nei. Niðurstöður kosninganna voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessir þrír flokkar axli þá ábyrgð. Málið er hjá þeim og kosningarnar enduðu þannig að það er eðlilegt að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.ô
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. 6. desember 2024 11:25 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. 6. desember 2024 11:25
Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent