Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 07:36 Raforkuverð hækkaði um 8,4 prósent að raunvirði síðasta árið. Vísir/Vilhelm Rafmagnsverð hækkaði um 13,2 prósent á síðustu tólf mánuðum. Það er mesta hækkun síðan 2011. Á sama tíma og verðbólga hefur hjaðnað hefur raforkuverð hækkað, um 8,4 prósent að raunvirði. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins á raforkuverði. Þar segir að hækkunin endurspegli að raforkuframsleiðsla hafi ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins, þar með talda fólksfjölgun. „Ástæðan fyrir þessu er kyrrstaða í raforkuöflun á síðastliðnum 10 til 15 árum. Þetta aðgerðaleysi kostar samfélagið mikið sem birtist nú í hækkun raforkuverðs. Hefur meðalverð raforku Landsvirkjunar til stórnotenda án flutnings hækkað um 32% frá 2019 til 2023 og á sama tíma hefur meðalverð forgangsorku án flutnings hækkað um 34%. Þessi staða hefur einnig valdið umtalsverðu tapi á útflutningstekjum Íslands, þar sem Landsvirkjun hóf raforkuskerðingar til stórnotenda undir lok árs 2023,“ segir í greiningunni, sem finna má hér neðst í fréttinni. Skortur á innviðauppbyggingu „Hækkun á raforkuverði endurspeglar mikla hækkun á raforkuverði á heildsölumarkaði. Raforkumarkaður tók til starfa í apríl 2024 og nefnist hann Vonarskarð. Gögn af þeim markaði sýna að verð á raforku hefur hækkað um 32-34% síðan síðasta sumar. Um er að ræða niðurstöður úr söluferli á mánaðarblokkum með afhendingu á fyrstu fjórum mánuðum næsta árs. Mánaðarblokk er rafmagn sem er afhent í mánuð í senn. Að mati Samtaka iðnaðarins er þetta fyrirboði um að enn meiri hækkun raforkuverðs sé að vænta.“ Þróunin sem um getur er sögð að miklu leyti í samræmi við niðurstöður úr skýrslum verkfræðistofunnar EFLU um þróun raforkuverðs, sem birtar voru árin 2019 og 2024. „Breytingar til hækkunar hafa hins vegar komið fram á seinni helmingi þessa árs og sem bein afleiðing þess að framleiðsla á raforku hefur ekki haldið í við þróun samfélagsins á síðastliðnum 10 til 15 árum. Ástæða þessa er m.a. skortur á uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum í raforkukerfinu, léleg vatnsár og flutningstakmarkanir í fulllestuðu raforkukerfi. Í sögulegu samhengi hefur hagkvæmt raforkuverð verið bein afleiðing af skilvirkri uppbyggingu raforkukerfisins í fortíð.“ Hækkun í útboðum skili sér til heimila Níu sölufyrirtæki selja nú rafmagn á almenna markaðnum, að því er fram kemur í greiningunni. Sum séu með eigin framleiðslu en flest kaupi einnig rafmagn á heildsölumarkaði. Í heild séu ellefu aðilar á markaðnum. Sölufyrirtækin kaupi raforku í miklu magni í heildsölu og selji síðan í smásölu til heimila og fyrirtækja. Hækkun á raforkuverði í útboðum Vonarskarðs á heildsölumarkaði skili sér því til fyrirtækja og heimila í formi hærra raforkuverðs. „Þegar verðþróun á heildsölumarkaði er skoðuð þarf að hafa í huga að raforkukostnaður skiptist í þrennt, þ.e. kostnað við raforku, flutning og dreifingu og síðan opinber gjöld. Metið hefur verið að raforkukostnaðurinn sé um 30% af heildarkostnaði vegna raforkukaupa. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Þess ber að geta að einstaka notendahópar njóta niðurgreiðslna á kostnaði, s.s. vegna rafhitunar eða kostnaður jafnaður að einhverju leyti. Hækkun á verði raforku á heildsölumarkaði skilar sér því ekki í hlutfallslega jafn mikilli hækkun á verði raforku“ Tengd skjöl Greining_SI_Skortur_á_raforku_veldur_mikilli_hækkun_á_raforkuverði_06_12_2024PDF67KBSækja skjal Orkumál Orkuskipti Neytendur Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins á raforkuverði. Þar segir að hækkunin endurspegli að raforkuframsleiðsla hafi ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins, þar með talda fólksfjölgun. „Ástæðan fyrir þessu er kyrrstaða í raforkuöflun á síðastliðnum 10 til 15 árum. Þetta aðgerðaleysi kostar samfélagið mikið sem birtist nú í hækkun raforkuverðs. Hefur meðalverð raforku Landsvirkjunar til stórnotenda án flutnings hækkað um 32% frá 2019 til 2023 og á sama tíma hefur meðalverð forgangsorku án flutnings hækkað um 34%. Þessi staða hefur einnig valdið umtalsverðu tapi á útflutningstekjum Íslands, þar sem Landsvirkjun hóf raforkuskerðingar til stórnotenda undir lok árs 2023,“ segir í greiningunni, sem finna má hér neðst í fréttinni. Skortur á innviðauppbyggingu „Hækkun á raforkuverði endurspeglar mikla hækkun á raforkuverði á heildsölumarkaði. Raforkumarkaður tók til starfa í apríl 2024 og nefnist hann Vonarskarð. Gögn af þeim markaði sýna að verð á raforku hefur hækkað um 32-34% síðan síðasta sumar. Um er að ræða niðurstöður úr söluferli á mánaðarblokkum með afhendingu á fyrstu fjórum mánuðum næsta árs. Mánaðarblokk er rafmagn sem er afhent í mánuð í senn. Að mati Samtaka iðnaðarins er þetta fyrirboði um að enn meiri hækkun raforkuverðs sé að vænta.“ Þróunin sem um getur er sögð að miklu leyti í samræmi við niðurstöður úr skýrslum verkfræðistofunnar EFLU um þróun raforkuverðs, sem birtar voru árin 2019 og 2024. „Breytingar til hækkunar hafa hins vegar komið fram á seinni helmingi þessa árs og sem bein afleiðing þess að framleiðsla á raforku hefur ekki haldið í við þróun samfélagsins á síðastliðnum 10 til 15 árum. Ástæða þessa er m.a. skortur á uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum í raforkukerfinu, léleg vatnsár og flutningstakmarkanir í fulllestuðu raforkukerfi. Í sögulegu samhengi hefur hagkvæmt raforkuverð verið bein afleiðing af skilvirkri uppbyggingu raforkukerfisins í fortíð.“ Hækkun í útboðum skili sér til heimila Níu sölufyrirtæki selja nú rafmagn á almenna markaðnum, að því er fram kemur í greiningunni. Sum séu með eigin framleiðslu en flest kaupi einnig rafmagn á heildsölumarkaði. Í heild séu ellefu aðilar á markaðnum. Sölufyrirtækin kaupi raforku í miklu magni í heildsölu og selji síðan í smásölu til heimila og fyrirtækja. Hækkun á raforkuverði í útboðum Vonarskarðs á heildsölumarkaði skili sér því til fyrirtækja og heimila í formi hærra raforkuverðs. „Þegar verðþróun á heildsölumarkaði er skoðuð þarf að hafa í huga að raforkukostnaður skiptist í þrennt, þ.e. kostnað við raforku, flutning og dreifingu og síðan opinber gjöld. Metið hefur verið að raforkukostnaðurinn sé um 30% af heildarkostnaði vegna raforkukaupa. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Þess ber að geta að einstaka notendahópar njóta niðurgreiðslna á kostnaði, s.s. vegna rafhitunar eða kostnaður jafnaður að einhverju leyti. Hækkun á verði raforku á heildsölumarkaði skilar sér því ekki í hlutfallslega jafn mikilli hækkun á verði raforku“ Tengd skjöl Greining_SI_Skortur_á_raforku_veldur_mikilli_hækkun_á_raforkuverði_06_12_2024PDF67KBSækja skjal
Orkumál Orkuskipti Neytendur Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent