Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton, Hulda Jónsdóttir Tölgyes, Klara Ósk Elíasdóttir, Ragnheiður Gröndal, Rósa Líf Darradóttir og Valgerður Árnadóttir skrifa 5. desember 2024 19:02 „Getur verið að samanlagðar sálir geti einhverju breytt?” -Björn Jörundur Friðbjörnsson. Þessari spurningu er varfærnislega kastað fram í hinu fleyga lagi Flugvélar. Skáldið spyr hvort það breyti einhverju þegar sálir leggjast á eitt. Getum við saman breytt heiminum? Við sem þetta skrifum komum úr ólíkum áttum, við störfum á ýmsum sviðum og höfum fljótt á litið ekki svo margt sameiginlegt annað en að vera allar íslenskar og búa hér. En það er annað sem tengir okkur, það eru lífsgildi okkar og sú einlæga trú að heimurinn byrjar hvorki né endar á okkur, tilvist okkar er ekki öðrum æðri og það hvernig við veljum að lifa lífinu á ekki að þurfa að kosta aðrar lifandi verur þjáningu og eymd. Við reynum eftir fremsta megni að lifa í takt við þau lífsgildi, eins flókið og það getur reynst í nútímasamfélagi. Í nóvember síðastliðnum stóð Dýraverndarsambandið fyrir pallborði um dýravelferðarmál þar sem fulltrúar flestra stjórnmálaflokka í framboði í Alþingiskosningum mættu. Ánægjulegt var að sjá og heyra að stjórnmálafólki væri ekki sama um velferð dýra. Við erum þó á þeirri skoðun að enn sé langt er í land. Umræðunni um velferð dýra hættir til að verða skautuð og mannhverf. Það skilar engu að hlaupa í vörn í hvert sinn sem spurningin er borin upp: Hvernig líður dýrunum? Dýrin geta því miður ekki talað mannamál svo við verðum að reyna að gera okkur í hugarlund, út frá núverandi þekkingu, hvernig þeim kann að líða. Í þauleldi (verksmiðjubúskap) eru viðhafðar framleiðsluaðferðir sem fela í sér víðtæka þjáningu. Svín eru meðhöndluð eins og framleiðslueiningar en ekki skyni gæddar verur sem finna til og hafa þarfir. Þau eru lokuð í þröngum rýmum og þeim er neitað um að lifa samkvæmt sínu náttúrulega eðli. Svín þjást vegna skorts á hreyfingu, afþreyingu, sólarljósi og félagslegri tengingu. Þau eru látin þola sársaukafullar aðgerðir eins og hala- og tannklippingar án deyfingar. Að lokum enda þau flest líf sitt frá sér numin af hræðslu og örvæntingu í gasklefa. Það fólk sem hefur upplifað að verða hrætt um líf sitt eða fundið fyrir miklum kvíða getur ef til vill sett sig í þeirra spor. Svín upplifa þessar tilfinningar líka og vilja, eins og öll önnur spendýr, lifa af. Er hamborgarhryggurinn og jólaskinkan þess virði? Þegar við hugsum út í það erum við flest sammála því að þessar aðstæður eru ekki boðlegar skyni gæddum verum eða dýrum sem í eðli sínu eru líkust hundum hvað varðar vitsmuni og þarfir. Ef við myndum aldrei bjóða gæludýrunum okkar upp á að lifa slíkar þjáningar, hvers vegna gerum við það þá við svín? Það er alls ekki svo að okkur sé öllum sama um dýr. Nýlegt dæmi er kötturinn frægi, Diegó. Þegar Diegó var numinn á brott úr bæli sínu í verslun í Skeifunni þá lagðist samfélagið á eitt að finna hann og í Facebook hópnum „Spottaði Diegó” varð múgæsingur þar sem fólk hótaði þeim sem hafði tekið Diegó öllu illu. Fólki var alls ekki sama um hann. En hvers vegna var því ekki sama um Diegó? Vegna þess að fólk þekkir hann og var búið að mynda við hann tengsl og þótti vænt um hann. Diegó er ekkert öðruvísi en aðrar kisur (eða önnur dýr ef út í það er farið) munurinn er sá að hann er vinsæll. Og frægur. Og flokkaður af okkar samfélagi sem gæludýr. Á Íslandi eru um 80 þúsund svín drepin árlega og enginn tekur eftir því. Enda er ekkert svínanna frægt eða vinsælt. Þau eru nafnlaus númer sem almenningur lætur sig ekki varða vegna þess að framleiðslan fer fram bak við luktar dyr. Fólk hefur jafnvel talið sér trú um að svín séu skítug eða heimsk og almennt er kannski ekki mjög vinsælt að muna hve blíð, klár og skynug þau eru. Allavega ekki ef þau eiga að enda á disknum. Fjarlægðin við þessi stórkostlegu dýr viðheldur aftengingu og vanþekkingu neytenda. Engum myndi lítast á blikuna ef veggir verksmiðjubúa væru úr gleri. Eins og bítillinn sagði: „If slaughterhouses had glass walls everyone would be a vegetarian.” - Paul McCartney. Verksmiðjubúskapur er vandamál sem kallar á sameiginlega ábyrgð samfélags, framleiðenda og neytenda - þvert á viðhorf og lífsstíl. Þar skipta neytendur máli og hvað við veljum okkur úti í búð og á jólahlaðborðum. Í ljósi kærleikans sem jólahátíðin boðar viljum við vinkonurnar hvetja ykkur til þess að velta því fyrir ykkur hvort það sé í anda jólanna að bera á borð hold af einhverjum sem þjáðist? Friður á jörð byrjar á disknum þínum! Kærleiks- og jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, leikkona Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, læknir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Vegan Jól Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
„Getur verið að samanlagðar sálir geti einhverju breytt?” -Björn Jörundur Friðbjörnsson. Þessari spurningu er varfærnislega kastað fram í hinu fleyga lagi Flugvélar. Skáldið spyr hvort það breyti einhverju þegar sálir leggjast á eitt. Getum við saman breytt heiminum? Við sem þetta skrifum komum úr ólíkum áttum, við störfum á ýmsum sviðum og höfum fljótt á litið ekki svo margt sameiginlegt annað en að vera allar íslenskar og búa hér. En það er annað sem tengir okkur, það eru lífsgildi okkar og sú einlæga trú að heimurinn byrjar hvorki né endar á okkur, tilvist okkar er ekki öðrum æðri og það hvernig við veljum að lifa lífinu á ekki að þurfa að kosta aðrar lifandi verur þjáningu og eymd. Við reynum eftir fremsta megni að lifa í takt við þau lífsgildi, eins flókið og það getur reynst í nútímasamfélagi. Í nóvember síðastliðnum stóð Dýraverndarsambandið fyrir pallborði um dýravelferðarmál þar sem fulltrúar flestra stjórnmálaflokka í framboði í Alþingiskosningum mættu. Ánægjulegt var að sjá og heyra að stjórnmálafólki væri ekki sama um velferð dýra. Við erum þó á þeirri skoðun að enn sé langt er í land. Umræðunni um velferð dýra hættir til að verða skautuð og mannhverf. Það skilar engu að hlaupa í vörn í hvert sinn sem spurningin er borin upp: Hvernig líður dýrunum? Dýrin geta því miður ekki talað mannamál svo við verðum að reyna að gera okkur í hugarlund, út frá núverandi þekkingu, hvernig þeim kann að líða. Í þauleldi (verksmiðjubúskap) eru viðhafðar framleiðsluaðferðir sem fela í sér víðtæka þjáningu. Svín eru meðhöndluð eins og framleiðslueiningar en ekki skyni gæddar verur sem finna til og hafa þarfir. Þau eru lokuð í þröngum rýmum og þeim er neitað um að lifa samkvæmt sínu náttúrulega eðli. Svín þjást vegna skorts á hreyfingu, afþreyingu, sólarljósi og félagslegri tengingu. Þau eru látin þola sársaukafullar aðgerðir eins og hala- og tannklippingar án deyfingar. Að lokum enda þau flest líf sitt frá sér numin af hræðslu og örvæntingu í gasklefa. Það fólk sem hefur upplifað að verða hrætt um líf sitt eða fundið fyrir miklum kvíða getur ef til vill sett sig í þeirra spor. Svín upplifa þessar tilfinningar líka og vilja, eins og öll önnur spendýr, lifa af. Er hamborgarhryggurinn og jólaskinkan þess virði? Þegar við hugsum út í það erum við flest sammála því að þessar aðstæður eru ekki boðlegar skyni gæddum verum eða dýrum sem í eðli sínu eru líkust hundum hvað varðar vitsmuni og þarfir. Ef við myndum aldrei bjóða gæludýrunum okkar upp á að lifa slíkar þjáningar, hvers vegna gerum við það þá við svín? Það er alls ekki svo að okkur sé öllum sama um dýr. Nýlegt dæmi er kötturinn frægi, Diegó. Þegar Diegó var numinn á brott úr bæli sínu í verslun í Skeifunni þá lagðist samfélagið á eitt að finna hann og í Facebook hópnum „Spottaði Diegó” varð múgæsingur þar sem fólk hótaði þeim sem hafði tekið Diegó öllu illu. Fólki var alls ekki sama um hann. En hvers vegna var því ekki sama um Diegó? Vegna þess að fólk þekkir hann og var búið að mynda við hann tengsl og þótti vænt um hann. Diegó er ekkert öðruvísi en aðrar kisur (eða önnur dýr ef út í það er farið) munurinn er sá að hann er vinsæll. Og frægur. Og flokkaður af okkar samfélagi sem gæludýr. Á Íslandi eru um 80 þúsund svín drepin árlega og enginn tekur eftir því. Enda er ekkert svínanna frægt eða vinsælt. Þau eru nafnlaus númer sem almenningur lætur sig ekki varða vegna þess að framleiðslan fer fram bak við luktar dyr. Fólk hefur jafnvel talið sér trú um að svín séu skítug eða heimsk og almennt er kannski ekki mjög vinsælt að muna hve blíð, klár og skynug þau eru. Allavega ekki ef þau eiga að enda á disknum. Fjarlægðin við þessi stórkostlegu dýr viðheldur aftengingu og vanþekkingu neytenda. Engum myndi lítast á blikuna ef veggir verksmiðjubúa væru úr gleri. Eins og bítillinn sagði: „If slaughterhouses had glass walls everyone would be a vegetarian.” - Paul McCartney. Verksmiðjubúskapur er vandamál sem kallar á sameiginlega ábyrgð samfélags, framleiðenda og neytenda - þvert á viðhorf og lífsstíl. Þar skipta neytendur máli og hvað við veljum okkur úti í búð og á jólahlaðborðum. Í ljósi kærleikans sem jólahátíðin boðar viljum við vinkonurnar hvetja ykkur til þess að velta því fyrir ykkur hvort það sé í anda jólanna að bera á borð hold af einhverjum sem þjáðist? Friður á jörð byrjar á disknum þínum! Kærleiks- og jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, leikkona Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, læknir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar