Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2024 12:08 Aðalgeir Ástvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa deilt um nokkurt skeið. Samtökin hafa reynt að gera sjálfstæðan samning við Eflingu þar sem laun og kjör eru með öðrum hætti en í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ekki viljað skrifa undir þann samning þar sem stéttarfélagið telur kjör ófaglærðs fólks í veitingabransanum töluvert verri hjá SVEIT. Málið fór alla leið til félagsdóms þar sem öllum kröfum SVEIT var hafnað eða vísað frá. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið svo hafa fengið ábendingu frá ungum manni. Sá var að hefja störf á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu og taldi að verið væri að brjóta á réttindum hans í kjarasamningi. „Við fyrstu sýn sáum við að þarna voru einfaldlega atvinnurekendur í veitingageiranum, fólk sem er inni í SVEIT og tengist SVEIT, að stofna sitt eigið gervistéttarfélag til þess að geta gert þennan draumasamning SVEIT við vinnandi fólk,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflinar segir ákvörðun Seðlabankans ða lækka ekki vexti einungis koma niður á tekjulægri hópum.Vísir/Arnar Stéttarfélagið heitir Virðing og meðal stjórnarmanna þar eru átján ára dóttir stjórnarmanns í SVEIT og fleiri innan úr veitingageiranum. Sólveig segir alvarlegt ef samtök fyrirtækja stofna eigið stéttarfélag. „Þegar þú ferð að skoða launatöflurnar og önnur atriði í kjarasamningi er strax ljóst að ekki er bara verið að rýra kjör verulega. Manneskja sem fer að vinna eftir samningi SVEIT og Virðingar er að fara að fá laun sem eru 52 þúsund krónum lægri á mánuði. Til viðbótar á það er ráðist að eiginlega öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði,“ segir Sólveig og nefnir sjúkrasjóð, veikindarétt, rétt barnshafandi kvenna og fleira. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af fulltrúum Virðingar í dag án árangurs. Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði því á bug í stuttu spjalli að samtökin tengdust stéttarfélaginu með nokkrum hætti. Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa deilt um nokkurt skeið. Samtökin hafa reynt að gera sjálfstæðan samning við Eflingu þar sem laun og kjör eru með öðrum hætti en í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ekki viljað skrifa undir þann samning þar sem stéttarfélagið telur kjör ófaglærðs fólks í veitingabransanum töluvert verri hjá SVEIT. Málið fór alla leið til félagsdóms þar sem öllum kröfum SVEIT var hafnað eða vísað frá. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið svo hafa fengið ábendingu frá ungum manni. Sá var að hefja störf á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu og taldi að verið væri að brjóta á réttindum hans í kjarasamningi. „Við fyrstu sýn sáum við að þarna voru einfaldlega atvinnurekendur í veitingageiranum, fólk sem er inni í SVEIT og tengist SVEIT, að stofna sitt eigið gervistéttarfélag til þess að geta gert þennan draumasamning SVEIT við vinnandi fólk,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflinar segir ákvörðun Seðlabankans ða lækka ekki vexti einungis koma niður á tekjulægri hópum.Vísir/Arnar Stéttarfélagið heitir Virðing og meðal stjórnarmanna þar eru átján ára dóttir stjórnarmanns í SVEIT og fleiri innan úr veitingageiranum. Sólveig segir alvarlegt ef samtök fyrirtækja stofna eigið stéttarfélag. „Þegar þú ferð að skoða launatöflurnar og önnur atriði í kjarasamningi er strax ljóst að ekki er bara verið að rýra kjör verulega. Manneskja sem fer að vinna eftir samningi SVEIT og Virðingar er að fara að fá laun sem eru 52 þúsund krónum lægri á mánuði. Til viðbótar á það er ráðist að eiginlega öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði,“ segir Sólveig og nefnir sjúkrasjóð, veikindarétt, rétt barnshafandi kvenna og fleira. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af fulltrúum Virðingar í dag án árangurs. Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði því á bug í stuttu spjalli að samtökin tengdust stéttarfélaginu með nokkrum hætti.
Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira