Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar 5. desember 2024 12:32 Í ár fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í heila öld hefur félagið unnið að því að bæta líf fólks og stuðla að betra samfélagi. Mikilvægt framlag sjálfboðaliða hefur gert Rauða krossinum kleift að sinna fjölbreyttum verkefnum bæði hér á landi og víða um heim. Á tímamótum sem þessum gefst okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg, velta fyrir okkur mikilvægi sjálfboðastarfa og fjalla um þau fjölmörgu tækifæri sem sjálfboðastörf skapa fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan. 100 ár af mannúð Saga Rauða krossins á Íslandi byggir á fjölmörgum verkefnum sem hafa snert líf fólks. Hér á landi hafa sjálfboðaliðar Rauði krossins meðal annars verið í farabroddi við útbreiðslu skyndihjálpar, stuðlað að bættri þekkingu um heilbrigðismál, tekið á móti og stutt við fólk sem neyðist til að flýja heimaland sitt, veitt sálrænan stuðning og athvarf til fólks í neyð og sinnt hjálparstarfi í kjölfar hamfara. Verkefni félagsins eru fjölbreytt og taka stöðugt mið af þörfum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða fólk sem býr við einmanaleika, jaðarsetningu eða útlokun af einhverju tagi, leika sjálfboðaliðar lykilhlutverk í því að mæta þörfum fólks og samfélaga í neyð. Saga Rauða krossins er vitnisburður þess að sýna samkennd í verki. Samfélag án sjálfboðaliða? Það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélag okkar væri án sjálfboðaliða. Sjálfboðastarf fyllir oft í þau skörð sem opinber velferðarþjónusta ræður ekki við, hvort sem það snýr að félagslegum stuðningi, geðheilbrigðisþjónustu eða aðstoð við fólk í neyð. Án sjálfboðaliða veikist félagsleg aðstoð og þjónusta til muna. Á Íslandi hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins skilið eftir sig varanleg áhrif á íslenskt samfélag og unnið að þróun og uppbyggingu á þjónustu sem við teljum sjálfsagða í dag. Þar ber helst að nefna menntun hjúkrunarfræðinga, athvörf fyrir fólk sem glímir við heimilisleysi, félagsleg úrræði fyrir eldri borgara, akstur sjúkrabifreiða og skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu fyrir þau sem nota vímuefni. Með ómetanlegu framlagi þeirra hafa stjórnvöld og sveitarfélög getað veitt betri þjónustu og sinnt stærri hópi fólks. Sjálfboðaliðar auka þannig skilvirkni kerfisins og styrkja félagsauð samfélagsins. Hlutverk þeirra er ekki aðeins aðstoð í núinu heldur einnig þáttur í að byggja sjálfbært og samhent samfélag fyrir öll. Sjálfboðastörf: Ávinningur fyrir einstaklinginn Þátttaka í sjálfboðastarfi hefur ekki eingöngu jákvæð áhrif á samfélagið heldur einnig á einstaklinginn sjálfan. Sjálfboðaliðar upplifa oft aukið sjálfstraust, valdeflingu og aukna vellíðan. Verkefnin gefa fólki tækifæri til að efla tengslanetið sitt, víkka sjóndeildarhringinn og bæta við sig færni sem getur komið að góðum notum í atvinnuleit. Sjálfboðastarf getur einnig verið leið til að finna nýjar áherslur í lífi og starfi, eða jafnvel uppgötva nýjan starfsferil. Rannsóknir sýna að það að sinna sjálfboðastarfi getur haft jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu, dregur úr streitu og eykur almenna ánægju með lífið. Hagur fyrir öll Sjálfboðastarf er eitt af fáum þáttum í lífinu sem öll græða á. Samfélagið verður sterkara, þjónustan betri og einstaklingurinn sjálfur öðlast persónulegan þroska og bætt lífsgæði. Það er ómetanlegt að vita að framlag þitt hefur áhrif – að þú sért hluti af einhverju stærra sem er hreyfiafl jákvæðra breytinga í heiminum. Á tímamótum sem þessum er vert að líta fram á veginn. Sjálfboðaliðar verða áfram máttarstólpar í verkefnum Rauða krossins sem og öðrum samfélagslegum umbótum. Það er okkar von að yfirferð þessi hvetji sem flest til að stíga fram og taka þátt. Það er hagur okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Félagasamtök Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Í ár fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í heila öld hefur félagið unnið að því að bæta líf fólks og stuðla að betra samfélagi. Mikilvægt framlag sjálfboðaliða hefur gert Rauða krossinum kleift að sinna fjölbreyttum verkefnum bæði hér á landi og víða um heim. Á tímamótum sem þessum gefst okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg, velta fyrir okkur mikilvægi sjálfboðastarfa og fjalla um þau fjölmörgu tækifæri sem sjálfboðastörf skapa fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan. 100 ár af mannúð Saga Rauða krossins á Íslandi byggir á fjölmörgum verkefnum sem hafa snert líf fólks. Hér á landi hafa sjálfboðaliðar Rauði krossins meðal annars verið í farabroddi við útbreiðslu skyndihjálpar, stuðlað að bættri þekkingu um heilbrigðismál, tekið á móti og stutt við fólk sem neyðist til að flýja heimaland sitt, veitt sálrænan stuðning og athvarf til fólks í neyð og sinnt hjálparstarfi í kjölfar hamfara. Verkefni félagsins eru fjölbreytt og taka stöðugt mið af þörfum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða fólk sem býr við einmanaleika, jaðarsetningu eða útlokun af einhverju tagi, leika sjálfboðaliðar lykilhlutverk í því að mæta þörfum fólks og samfélaga í neyð. Saga Rauða krossins er vitnisburður þess að sýna samkennd í verki. Samfélag án sjálfboðaliða? Það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélag okkar væri án sjálfboðaliða. Sjálfboðastarf fyllir oft í þau skörð sem opinber velferðarþjónusta ræður ekki við, hvort sem það snýr að félagslegum stuðningi, geðheilbrigðisþjónustu eða aðstoð við fólk í neyð. Án sjálfboðaliða veikist félagsleg aðstoð og þjónusta til muna. Á Íslandi hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins skilið eftir sig varanleg áhrif á íslenskt samfélag og unnið að þróun og uppbyggingu á þjónustu sem við teljum sjálfsagða í dag. Þar ber helst að nefna menntun hjúkrunarfræðinga, athvörf fyrir fólk sem glímir við heimilisleysi, félagsleg úrræði fyrir eldri borgara, akstur sjúkrabifreiða og skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu fyrir þau sem nota vímuefni. Með ómetanlegu framlagi þeirra hafa stjórnvöld og sveitarfélög getað veitt betri þjónustu og sinnt stærri hópi fólks. Sjálfboðaliðar auka þannig skilvirkni kerfisins og styrkja félagsauð samfélagsins. Hlutverk þeirra er ekki aðeins aðstoð í núinu heldur einnig þáttur í að byggja sjálfbært og samhent samfélag fyrir öll. Sjálfboðastörf: Ávinningur fyrir einstaklinginn Þátttaka í sjálfboðastarfi hefur ekki eingöngu jákvæð áhrif á samfélagið heldur einnig á einstaklinginn sjálfan. Sjálfboðaliðar upplifa oft aukið sjálfstraust, valdeflingu og aukna vellíðan. Verkefnin gefa fólki tækifæri til að efla tengslanetið sitt, víkka sjóndeildarhringinn og bæta við sig færni sem getur komið að góðum notum í atvinnuleit. Sjálfboðastarf getur einnig verið leið til að finna nýjar áherslur í lífi og starfi, eða jafnvel uppgötva nýjan starfsferil. Rannsóknir sýna að það að sinna sjálfboðastarfi getur haft jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu, dregur úr streitu og eykur almenna ánægju með lífið. Hagur fyrir öll Sjálfboðastarf er eitt af fáum þáttum í lífinu sem öll græða á. Samfélagið verður sterkara, þjónustan betri og einstaklingurinn sjálfur öðlast persónulegan þroska og bætt lífsgæði. Það er ómetanlegt að vita að framlag þitt hefur áhrif – að þú sért hluti af einhverju stærra sem er hreyfiafl jákvæðra breytinga í heiminum. Á tímamótum sem þessum er vert að líta fram á veginn. Sjálfboðaliðar verða áfram máttarstólpar í verkefnum Rauða krossins sem og öðrum samfélagslegum umbótum. Það er okkar von að yfirferð þessi hvetji sem flest til að stíga fram og taka þátt. Það er hagur okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar