Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar 4. desember 2024 20:03 Jólin geta verið tilfinningaríkur tími, enda tími samveru með fjölskyldu og ástvinum. Það getur því verið einstaklega erfitt þegar við förum í gegnum þennan tíma ársins eftir að missa ástvin. Þegar við erum nýbúin að upplifa ástvinamissi getur verið erfitt að vita hvernig líkami og hugur bregst við álagi eins og því álagi sem fylgir undirbúningi jóla. Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja og okkur finnst við vera að drukkna í erfiðum tilfinningum og upplifunum. Sum upplifa að það sé stutt í tárin og verða viðkvæmari, finna fyrir auknum pirring, reiði, kvíða eða áhyggjum yfir því hvernig þeim muni líða eða hvort þau komist í gegnum þetta tímabil. Líkamleg einkenni eins og orkuleysi, minni matarlyst og þreyta eru einnig algeng. Allar þessar tilfinningar eru þó eðlilegar og flest þau sem hafa misst ástvin upplifa þessa líðan, í mismiklu mæli þó. Gott er því að hafa eftirfarandi atriði í huga næstu daga og vikur. Settu mörk Gefðu þér leyfi til að vera og gera eins og þér hentar best, í samvinnu við þitt nánasta fólk. Forgangsraðaðu verkefnum eftir mikilvægi, fáðu aðstoð og vertu sparsöm/samur á orku þína og tíma eftir getu hvers dags. Þetta er ekki rétti tíminn til að setja sjálfan sig í síðasta sæti til að þóknast öðrum. Vegna þeirra erfiðu og óútreiknanlegu einkenna sem fylgja sorginni, er mikilvægt að þú sért í opnum samskiptum við fólk sem þú treystir fyrir líðan þinni, en þér finnist þú ekki þurfa setja upp leikrit um að allt sé í lagi. Hvíldu þig Sorgarferlið getur verið óútreiknanlegt, sérstaklega þegar stutt er síðan við upplifðum missi. Þú gætir upplifað að sorgin hellist yfir þig á ólíklegustu stundum og að það valdi þér kvíða eða depurð hversu óstjórnleg hún er. Það er því gott að gefa sér tíma fyrir sig í ró og næði, t.d slaka á með kaffibolla, sitja í ró með vini, farir í göngutúr eða lesir góða bók. Einnig getur verið að það henti þér að hvílast á einhvern hátt einn með hugsanir þínar og tilfinningar. Ef þú upplifir aukna vanlíðan er gott að taka eina stund í einu og reyna að vera til staðar með líðan þinni. Reyndu að hægja á þér með því að anda nokkrum sinnum djúpt og taktu eftir því sem er að gerast. Þessi mikla vanlíðan mun ekki endast að eilífu því tilfinningar koma í bylgjum og líða hjá. Leyfðu þér að gráta Að gráta getur sumum fundist hjálplegt og er eðlilegur hluti sorgarinnar. Það er engin þörf á að halda niðri grátinum vegna þess að „jólin eiga að vera tími gleðinnar“. Tárin eru vitnisburður um hversu mikið þú elskar og saknar þess ástvinar sem þú misstir og þá ást þarf ekki að fela. Grátur losar jafnframt um tilfinningalega spennu sem safnast upp í líkamanum. Það er því gott ráð að gráta ef þörf er á og ef það þreytir þig, hvíldu þig... ef þú þarft að sofa, þá sofðu... og ef þú vilt brosa, geturðu brosað líka. Heiðraðu tilfinningar þínar. Þú þarft ekki að fórna þér bara af því að það eru jól. Gefðu þér það sem þú þarft og láttu aðra sjá um þig. Samstaða Ef fjölskyldan öll upplifði missi þá er gott að hjálpast að við að veita hvort öðru það sem hver og einn þarf hverju sinni. Gleðileg jól eru kærleiksrík jól þar sem við gefum okkur sjálfum og hvort öðru leyfi til að vera með tilfinningum okkar og upplifunum og mætum okkur með skilning og umhyggju. Ef vanlíðan þín verður þér ofviða þá skaltu leita þér hjálpar hjá einhverjum sem þú treystir eða hringja í Hjálparsíma Rauða krossins: sími 1717. Höfundur er sálfræðingur, sérfæðingur í klíniskri sálfræði fullorðinna & eigandi Samkenndar Heilsuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Jól Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Jólin geta verið tilfinningaríkur tími, enda tími samveru með fjölskyldu og ástvinum. Það getur því verið einstaklega erfitt þegar við förum í gegnum þennan tíma ársins eftir að missa ástvin. Þegar við erum nýbúin að upplifa ástvinamissi getur verið erfitt að vita hvernig líkami og hugur bregst við álagi eins og því álagi sem fylgir undirbúningi jóla. Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja og okkur finnst við vera að drukkna í erfiðum tilfinningum og upplifunum. Sum upplifa að það sé stutt í tárin og verða viðkvæmari, finna fyrir auknum pirring, reiði, kvíða eða áhyggjum yfir því hvernig þeim muni líða eða hvort þau komist í gegnum þetta tímabil. Líkamleg einkenni eins og orkuleysi, minni matarlyst og þreyta eru einnig algeng. Allar þessar tilfinningar eru þó eðlilegar og flest þau sem hafa misst ástvin upplifa þessa líðan, í mismiklu mæli þó. Gott er því að hafa eftirfarandi atriði í huga næstu daga og vikur. Settu mörk Gefðu þér leyfi til að vera og gera eins og þér hentar best, í samvinnu við þitt nánasta fólk. Forgangsraðaðu verkefnum eftir mikilvægi, fáðu aðstoð og vertu sparsöm/samur á orku þína og tíma eftir getu hvers dags. Þetta er ekki rétti tíminn til að setja sjálfan sig í síðasta sæti til að þóknast öðrum. Vegna þeirra erfiðu og óútreiknanlegu einkenna sem fylgja sorginni, er mikilvægt að þú sért í opnum samskiptum við fólk sem þú treystir fyrir líðan þinni, en þér finnist þú ekki þurfa setja upp leikrit um að allt sé í lagi. Hvíldu þig Sorgarferlið getur verið óútreiknanlegt, sérstaklega þegar stutt er síðan við upplifðum missi. Þú gætir upplifað að sorgin hellist yfir þig á ólíklegustu stundum og að það valdi þér kvíða eða depurð hversu óstjórnleg hún er. Það er því gott að gefa sér tíma fyrir sig í ró og næði, t.d slaka á með kaffibolla, sitja í ró með vini, farir í göngutúr eða lesir góða bók. Einnig getur verið að það henti þér að hvílast á einhvern hátt einn með hugsanir þínar og tilfinningar. Ef þú upplifir aukna vanlíðan er gott að taka eina stund í einu og reyna að vera til staðar með líðan þinni. Reyndu að hægja á þér með því að anda nokkrum sinnum djúpt og taktu eftir því sem er að gerast. Þessi mikla vanlíðan mun ekki endast að eilífu því tilfinningar koma í bylgjum og líða hjá. Leyfðu þér að gráta Að gráta getur sumum fundist hjálplegt og er eðlilegur hluti sorgarinnar. Það er engin þörf á að halda niðri grátinum vegna þess að „jólin eiga að vera tími gleðinnar“. Tárin eru vitnisburður um hversu mikið þú elskar og saknar þess ástvinar sem þú misstir og þá ást þarf ekki að fela. Grátur losar jafnframt um tilfinningalega spennu sem safnast upp í líkamanum. Það er því gott ráð að gráta ef þörf er á og ef það þreytir þig, hvíldu þig... ef þú þarft að sofa, þá sofðu... og ef þú vilt brosa, geturðu brosað líka. Heiðraðu tilfinningar þínar. Þú þarft ekki að fórna þér bara af því að það eru jól. Gefðu þér það sem þú þarft og láttu aðra sjá um þig. Samstaða Ef fjölskyldan öll upplifði missi þá er gott að hjálpast að við að veita hvort öðru það sem hver og einn þarf hverju sinni. Gleðileg jól eru kærleiksrík jól þar sem við gefum okkur sjálfum og hvort öðru leyfi til að vera með tilfinningum okkar og upplifunum og mætum okkur með skilning og umhyggju. Ef vanlíðan þín verður þér ofviða þá skaltu leita þér hjálpar hjá einhverjum sem þú treystir eða hringja í Hjálparsíma Rauða krossins: sími 1717. Höfundur er sálfræðingur, sérfæðingur í klíniskri sálfræði fullorðinna & eigandi Samkenndar Heilsuseturs.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun