Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2024 19:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri telur að bankarnir hafi verið of bráðir á sér þegar þeir hækkuðu vexti á verðtryggðum lánum í kjölfar síðustu stýrivaxtalækkunnar. Verið sé að kanna hvort draga megi úr kröfum til fyrstu kaupenda. Það vakti hörð viðbrögð í síðasta mánuði þegar Íslandsbanki og Arion banki ákváðu að hækka vexti á verðtryggðum útlánum í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Breki Karlsson gagnrýndi vaxtahækkanirnar harðlega í fréttum á sínum tíma. „Það má eiginlega segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans,“ sagði Breki í fréttum 20. nóvember. Bankarnir útskýrðu hækkanir með því að raunstýrivextir eða bil milli verðbólgu og stýrivaxta, væru enn of háir og því dýrt að fjármagna verðtryggð útlán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur hins vegar að bankarnir hafi farið of geyst í vaxtahækkununum. „Mér fannst þeir vera heldur bráðir á sér. En ég veit að þetta þétta raunvaxtaaðhald sem við erum að knýja fram leiðir til þess að þeir eru að taka tap á verðtryggðum lánum,“ segir hann. Þurfi jafnvægi milli inn- og útlána Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands benti á í fréttum 20. nóvember að bankarnir gætu leyst fjármögnunarvanda sinn vegna útlána í slíkri stöðu. „Einföld leið til að minnka sveifluna er að miða húsnæðislán við langtímalán ekki skammtímalán,“ sagði Már. Ásgeir segir einnig mikilvægt að fjármögnun bankanna sé í takt við útlán þeirra. „Það má velta fyrir sér hvort bankarnir hefðu átt að auka verðtryggð útlán svo hratt án þess að hafa hugað að verðtryggðri fjármögnun,“ segir Ásgeir. Sljákka mögulega á kröfum vegna fyrstu kaupa Seðlabankinn hefur síðustu ár hert skilyrði til lántöku fasteignalána. Ásgeir segir að mögulega verði sljákkað á þeim á næstunni. „Eitt af því sem kæmi alveg til greina er að lækka væri kröfur á fyrstu kaupendur um leið og við teljum að skilyrðin til þess séu komin,“ segir hann. Í umræðu um háa raunstýrivexti hefur verið gagnrýnt að næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans sé ekki fyrr en í febrúar. Ásgeir segir ekki koma til greina að flýta fundinum. „Það hefur ekki komið til greina. Peningastefnunefnd hefur ákveðna fundadagskrá og það er ekkert sem hefur komið fram sem verður til þess að við röskum þeirri dagskrá,“ segir hann. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Það vakti hörð viðbrögð í síðasta mánuði þegar Íslandsbanki og Arion banki ákváðu að hækka vexti á verðtryggðum útlánum í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Breki Karlsson gagnrýndi vaxtahækkanirnar harðlega í fréttum á sínum tíma. „Það má eiginlega segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans,“ sagði Breki í fréttum 20. nóvember. Bankarnir útskýrðu hækkanir með því að raunstýrivextir eða bil milli verðbólgu og stýrivaxta, væru enn of háir og því dýrt að fjármagna verðtryggð útlán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur hins vegar að bankarnir hafi farið of geyst í vaxtahækkununum. „Mér fannst þeir vera heldur bráðir á sér. En ég veit að þetta þétta raunvaxtaaðhald sem við erum að knýja fram leiðir til þess að þeir eru að taka tap á verðtryggðum lánum,“ segir hann. Þurfi jafnvægi milli inn- og útlána Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands benti á í fréttum 20. nóvember að bankarnir gætu leyst fjármögnunarvanda sinn vegna útlána í slíkri stöðu. „Einföld leið til að minnka sveifluna er að miða húsnæðislán við langtímalán ekki skammtímalán,“ sagði Már. Ásgeir segir einnig mikilvægt að fjármögnun bankanna sé í takt við útlán þeirra. „Það má velta fyrir sér hvort bankarnir hefðu átt að auka verðtryggð útlán svo hratt án þess að hafa hugað að verðtryggðri fjármögnun,“ segir Ásgeir. Sljákka mögulega á kröfum vegna fyrstu kaupa Seðlabankinn hefur síðustu ár hert skilyrði til lántöku fasteignalána. Ásgeir segir að mögulega verði sljákkað á þeim á næstunni. „Eitt af því sem kæmi alveg til greina er að lækka væri kröfur á fyrstu kaupendur um leið og við teljum að skilyrðin til þess séu komin,“ segir hann. Í umræðu um háa raunstýrivexti hefur verið gagnrýnt að næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans sé ekki fyrr en í febrúar. Ásgeir segir ekki koma til greina að flýta fundinum. „Það hefur ekki komið til greina. Peningastefnunefnd hefur ákveðna fundadagskrá og það er ekkert sem hefur komið fram sem verður til þess að við röskum þeirri dagskrá,“ segir hann.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13