„Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 14:02 Kevin De Bruyne hefur ekki getað sýnt sínar bestu hliðar í vetur, vegna meiðsla. Getty/James Gill Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gefur lítið fyrir vangaveltur þeirra Jamie Carragher og Gary Neville um að einhvers konar ósætti sé á milli hans og Kevin De Bruyne. Það vakti athygli spekinga Sky Sports á sunnudaginn að De Bruyne fengi ekki sæti í byrjunarliði City í stórleiknum mikilvæga við Liverpool. Belginn var á varamannabekknum og kom ekki inn á fyrr en um tólf mínútur voru eftir. City er án sigurs í síðustu sjö leikjum, og hefur tapað sex þeirra, og virtust Neville og Carragher halda að eitthvað annað en meiðsli réði því að De Bruyne hefði lítið spilað að undanförnu. Hann hefur spilað samtals 72 mínútur eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fimm leikjum, eftir átta vikna fjarveru vegna meiðsla. „Það er eitthvað í gangi með De Bruyne. Það er eitthvað ekki í lagi á milli þeirra tveggja,“ sagði Carragher og Neville tók undir þetta, og sagði stórfurðulegt hvernig Guardiola færi með De Bruyne. City mætir Nottingham Forest í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn tók Guardiola málið fyrir, án þess að nefna Carragher og Neville sérstaklega á nafn. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. Pep Guardiola hefur nýtt Kevin De Bruyne sem varamann í fimm leikjum, eftir að Belginn sneri aftur úr meiðslum.Getty/James Gill „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta,“ sagði Guardiola. Myndi elska að hafa 26 ára gamlan De Bruyne De Bruyne var frá keppni frá ágúst og fram í janúar á síðustu leiktíð, vegna meiðsla í læri sem fyrst urðu til þess að hann fór meiddur af velli í sigrinum á Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Samningur De Bruyne við City rennur út næsta sumar og sagði Belginn að viðræðum um nýjan samning hefði verið slegið á frest á meðan að hann einbeitti sér að því að jafna sig af meiðslum. „Ég myndi elska það að hafa Kevin hér upp á sitt besta, 26 eða 27 ára gamlan. Hann myndi elska það líka. En hann er ekki 26 eða 27 ára lengur. Hann hefur glímt við meiðsli og hann er þannig leikmaður að hann þarf að vera líkamlega klár til að finna sitt svæði og orku. Þetta er eðlilegt. Hann hefur spilað mikið af leikjum á síðustu 10-11 árum. Ég veit að hann vill ólmur hjálpa okkur, og hann hefur sýnt brot af þeirri snilld sem hann hefur upp á að bjóða,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Það vakti athygli spekinga Sky Sports á sunnudaginn að De Bruyne fengi ekki sæti í byrjunarliði City í stórleiknum mikilvæga við Liverpool. Belginn var á varamannabekknum og kom ekki inn á fyrr en um tólf mínútur voru eftir. City er án sigurs í síðustu sjö leikjum, og hefur tapað sex þeirra, og virtust Neville og Carragher halda að eitthvað annað en meiðsli réði því að De Bruyne hefði lítið spilað að undanförnu. Hann hefur spilað samtals 72 mínútur eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fimm leikjum, eftir átta vikna fjarveru vegna meiðsla. „Það er eitthvað í gangi með De Bruyne. Það er eitthvað ekki í lagi á milli þeirra tveggja,“ sagði Carragher og Neville tók undir þetta, og sagði stórfurðulegt hvernig Guardiola færi með De Bruyne. City mætir Nottingham Forest í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn tók Guardiola málið fyrir, án þess að nefna Carragher og Neville sérstaklega á nafn. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. Pep Guardiola hefur nýtt Kevin De Bruyne sem varamann í fimm leikjum, eftir að Belginn sneri aftur úr meiðslum.Getty/James Gill „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta,“ sagði Guardiola. Myndi elska að hafa 26 ára gamlan De Bruyne De Bruyne var frá keppni frá ágúst og fram í janúar á síðustu leiktíð, vegna meiðsla í læri sem fyrst urðu til þess að hann fór meiddur af velli í sigrinum á Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Samningur De Bruyne við City rennur út næsta sumar og sagði Belginn að viðræðum um nýjan samning hefði verið slegið á frest á meðan að hann einbeitti sér að því að jafna sig af meiðslum. „Ég myndi elska það að hafa Kevin hér upp á sitt besta, 26 eða 27 ára gamlan. Hann myndi elska það líka. En hann er ekki 26 eða 27 ára lengur. Hann hefur glímt við meiðsli og hann er þannig leikmaður að hann þarf að vera líkamlega klár til að finna sitt svæði og orku. Þetta er eðlilegt. Hann hefur spilað mikið af leikjum á síðustu 10-11 árum. Ég veit að hann vill ólmur hjálpa okkur, og hann hefur sýnt brot af þeirri snilld sem hann hefur upp á að bjóða,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn