Taka sér hlé hvort frá öðru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2024 10:52 Barry Keoghan og Sabrina Carpenter saman á rauða dreglinum á Met Gala í maí. Kevin Mazur/MG24/Getty Images Bandaríska söngkonan Sabrina Carpenter og írski leikarinn Barry Keoghan hafa ákveðið að taka sér hlé hvort frá öðru. Þau hafa verið að stinga saman nefjum í tæpt ár. Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er haft eftir ónefndum vini þeirra að þau hafi ákveðið að kalla þetta gott en þau sáust fyrst saman á stefnumóti í desember í fyrra. „Þau eru bæði ung og að einbeita sér að sínum ferli, þannig þau hafa ákveðið að taka sér hlé frá sambandinu,“ segir vinurinn. Ofurparið kynntist fyrst í september í fyrra í tískuviku í París þar sem þau mættu bæði á sýningu Givenchy tískuhússins. Þau hafa síðan reglulega sést saman og verið dugleg að tjá sig um hvort annað á samfélagsmiðlum og í kjötheimum. Þannig mætti Írinn á Coachella þar sem hans kona var að spila og gegndi síðar aðalhlutverki í tónlistarmyndbandi hennar við lagið Please Please Please sem kom út í júní. Valdi Keoghan því hann sat við hliðina á henni Carpenter hefur áður tjáð sig um veru leikarans þar og sagt að hún hafi verið að velta fyrir sér hvaða stórleikara hún gæti fengið í myndbandið. Það hafi verið einfaldast að velja Keoghan þar sem hann hafi setið við hliðina á henni þegar hún var að velta þessu fyrir sér. Hún hafi lagt þetta til og hann slegið til. Keoghan hefur síðar hrósað henni í hástert á opinberum vettvangi. Þannig ræddi hann í hlaðvarpsþætti í nóvember að hann væri stoltur af Carpenter eftir að hún var tilnefnd til sex verðlauna. Þá sagðist hann þurfa að drífa sig í símann til að ná á hana. „Ég veit ekki um neinn sem leggur harðar að sér. Maður er kjaftstopp þegar maður fylgist með henni vinna og þeim viðmiðum sem hún setur sér. Sérstaklega í þessu tónlistarmyndbandi, hún bara er með þessa sýn. Hún veit hvað hún vill.“ Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er haft eftir ónefndum vini þeirra að þau hafi ákveðið að kalla þetta gott en þau sáust fyrst saman á stefnumóti í desember í fyrra. „Þau eru bæði ung og að einbeita sér að sínum ferli, þannig þau hafa ákveðið að taka sér hlé frá sambandinu,“ segir vinurinn. Ofurparið kynntist fyrst í september í fyrra í tískuviku í París þar sem þau mættu bæði á sýningu Givenchy tískuhússins. Þau hafa síðan reglulega sést saman og verið dugleg að tjá sig um hvort annað á samfélagsmiðlum og í kjötheimum. Þannig mætti Írinn á Coachella þar sem hans kona var að spila og gegndi síðar aðalhlutverki í tónlistarmyndbandi hennar við lagið Please Please Please sem kom út í júní. Valdi Keoghan því hann sat við hliðina á henni Carpenter hefur áður tjáð sig um veru leikarans þar og sagt að hún hafi verið að velta fyrir sér hvaða stórleikara hún gæti fengið í myndbandið. Það hafi verið einfaldast að velja Keoghan þar sem hann hafi setið við hliðina á henni þegar hún var að velta þessu fyrir sér. Hún hafi lagt þetta til og hann slegið til. Keoghan hefur síðar hrósað henni í hástert á opinberum vettvangi. Þannig ræddi hann í hlaðvarpsþætti í nóvember að hann væri stoltur af Carpenter eftir að hún var tilnefnd til sex verðlauna. Þá sagðist hann þurfa að drífa sig í símann til að ná á hana. „Ég veit ekki um neinn sem leggur harðar að sér. Maður er kjaftstopp þegar maður fylgist með henni vinna og þeim viðmiðum sem hún setur sér. Sérstaklega í þessu tónlistarmyndbandi, hún bara er með þessa sýn. Hún veit hvað hún vill.“
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira