Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 21:54 Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucc Lögmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á það við dómara í New York að sakfelling Trumps í þöggunarmálinu svokallaða verði felld niður. Vísa þeir til þess að það að halda málinu áfram myndi fela í sér truflanir á forsetaembættinu sem færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem opinberuð voru í dag. AP fréttaveitan hefur eftir lögmönnunum að rangt sé að dómsuppkvaðning, sem búið er að fresta um sinn, fari fram og vísa þeir til „yfirþyrmandi“ sigurs Trumps í forsetakosningunum í nóvember. Saksóknarar hafa til 9. desember til að svara kröfunni. AP segir þá hafa lýst því yfir að þeir muni berjast gegn tilraunum til að fá málið fellt niður en hafa gefið til kynna að þeir gætu samþykkt að fresta dómsuppkvaðningu þar til kjörtímabili Trumps lýkur árið 2029. Upprunalega stóð til dómsuppkvaðning færi fram í lok nóvember en Juan Merchan, dómarinn sem haldið hefur utan um réttarhöldin, frestaði því um ótilgreindan tíma eftir sigur Trumps í kosningunum. Sjá einnig: Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Trump var sakfelldur fyrir að falsa skjöl sem þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Annarri ákærunni formlega vísað frá Eftir kosningarnar hefur báðum málum Jack Smith, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, verið vísað frá. Þá er framtíð málsins gegn Trump í Georgíu, vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna 2020 þar, óljós. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist hafna algjörlega hugmyndum um að Bretland þurfi að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. 3. desember 2024 07:41 Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti símafund með Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, í gær. Hann segir Trump hafa verið sérstaklega áhugasaman um íslenska menningu og sögu og bað fyrir góðum kveðjum til þjóðarinnar. 27. nóvember 2024 18:16 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í dómsskjölum sem opinberuð voru í dag. AP fréttaveitan hefur eftir lögmönnunum að rangt sé að dómsuppkvaðning, sem búið er að fresta um sinn, fari fram og vísa þeir til „yfirþyrmandi“ sigurs Trumps í forsetakosningunum í nóvember. Saksóknarar hafa til 9. desember til að svara kröfunni. AP segir þá hafa lýst því yfir að þeir muni berjast gegn tilraunum til að fá málið fellt niður en hafa gefið til kynna að þeir gætu samþykkt að fresta dómsuppkvaðningu þar til kjörtímabili Trumps lýkur árið 2029. Upprunalega stóð til dómsuppkvaðning færi fram í lok nóvember en Juan Merchan, dómarinn sem haldið hefur utan um réttarhöldin, frestaði því um ótilgreindan tíma eftir sigur Trumps í kosningunum. Sjá einnig: Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Trump var sakfelldur fyrir að falsa skjöl sem þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Annarri ákærunni formlega vísað frá Eftir kosningarnar hefur báðum málum Jack Smith, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, verið vísað frá. Þá er framtíð málsins gegn Trump í Georgíu, vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna 2020 þar, óljós.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist hafna algjörlega hugmyndum um að Bretland þurfi að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. 3. desember 2024 07:41 Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti símafund með Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, í gær. Hann segir Trump hafa verið sérstaklega áhugasaman um íslenska menningu og sögu og bað fyrir góðum kveðjum til þjóðarinnar. 27. nóvember 2024 18:16 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist hafna algjörlega hugmyndum um að Bretland þurfi að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. 3. desember 2024 07:41
Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti símafund með Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, í gær. Hann segir Trump hafa verið sérstaklega áhugasaman um íslenska menningu og sögu og bað fyrir góðum kveðjum til þjóðarinnar. 27. nóvember 2024 18:16